Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 31
Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Fyrir ekki svo löngu birti Skipulags- stofnun álit sitt á heildstæðu umhverf- ismati vegna fyrirhug- aðs álvers Alcoa á Bakka og samhliða jarðvarmavirkjana við Kröflu og Þeistareyki. Þar koma fram mjög alvarlegar at- hugasemdir. Að mati stofnunarinnar verða neikvæð umhverfisáhrif verkefn- isins gífurleg og ómögulegt að draga úr þeim. Sautján þúsund hektarar óspillts lands munu verða fyrir skaða og losun gróðurhúsa- lofttegunda af völdum verkefnisins mun nema 14% af heildarlosun Ís- lands. Mikil óvissa ríkir um heild- aráhrif þeirra jarðvarmavirkjana sem áætlað er að reisa, sér- staklega hvað varðar það hversu mikla orku er hægt að framleiða þar með sjálfbærum hætti. Loks kemur fram að ætlaðar orku- framkvæmdir dugi ekki til að knýja álverið því 140 MW vanti upp á. Álit Skipulagsstofnunar stað- festir þrjá meginpunkta þeirrar gagnrýni sem við í Saving Iceland höfum haldið á lofti síðustu árin. Í fyrsta lagi höfum við sagt að um- hverfisáhrif jarðvarmavirkjana og borana á Norðurlandi verði mun meiri en Alcoa hefur haldið fram. Í öðru lagi höfum við varað við því að kolefnislosun verkefnisins verði svo mikil að Íslandi muni reynast sérlega erfitt að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Ef Ís- land stefnir til að mynda á inn- göngu í Evrópusambandið er ljóst að heildstæða umhverfismatið er upphafið að endalokum óranna um álver á Bakka. Í þriðja lagi bentum við á að við gerð heildstæða umhverf- ismatsins þyrfti að taka til greina hugs- anlegar vatnsaflsvirkj- anir í Skjálfandafljóti, Jökulsá Eystri, Jök- ulsá Vestri og Jökulsá á Fjöllum (72 ferkíló- metra uppistöðulón er á teikniborðinu!). Aug- ljóst er að 346 þúsund tonna álver krefst þess að ein eða tvær slíkar virkjanir verði reistar. Útreikningar okkar, þess efnis að orkan sem gæfist með virkjun jarðhitasvæðanna á Norðurlandi komi ekki til með að duga álverinu á Bakka, hafa nú verið staðfestir. Upphaflega stefndi Alcoa að bygg- ingu 250 þúsund tonna álvers en talsmenn fyrirtækisins hafa í seinni tíð sagt alþjóðlegum fjöl- miðlum að hugsanlega muni álver- ið á endanum framleiða 500 þús- und tonn á ári. Burtséð frá því hvort sú tala verður að veruleika eða ekki er ljóst að reisa þarf nýj- ar stíflur ef álverið verður keyrt í gegn. Það gerist ekki nema með aukinni lántöku og innstreymi fjár- magns sem mun aftur gera ís- lenska efnahagskerfið óstöðugt. Það er einfaldlega of smátt fyrir verkefni af þessari stærð. Orkuútreikningar Saving Ice- land voru birtir í aðsendri grein höfundar í Morgunblaðinu þann 22. ágúst 2008. Útreikningar okkar á losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið birtir á vefsíðu okkar (1) og í nýlegri bók sem gefin var út á alþjóðavísu (2). Aðrir nátt- úruverndarsinnar á Íslandi hafa einnig vakið athygli á þessum efn- um. En hvað sem því líður hafa Al- coa og ríkisstjórnir Íslands, hver á fætur annarri, lagt sig fram við að hunsa þessar athugasemdir, neitað að tjá sig um hvaðan sú orka sem verkefnið krefst muni koma og neitað að taka til athugunar mögu- leg áhrif verkefnisins á efnahags- kerfið. Þessir sömu aðilar neita að segja nokkuð um hvernig Ísland ætlar að viðhalda grænu orðspori sínu um óspillta náttúru þegar slíkt magn af landi og ám hefur verið lagt í rúst og þegar losun gróðurhúsalofttegunda hefur náð hæstu hæðum. Og nú neita þeir meira að segja að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar að því und- anskildu að þeir ætli sér einfald- lega að líta framhjá neikvæðu um- hverfisáhrifunum. Við vonuðum að slíkur hroki hefði liðið undir lok með falli hægristjórnarinnar í árs- byrjun 2009 en því miður lítur allt út fyrir að hann sé enn í fullu fjöri. Til að byrja með er því nú þörf á skýrum svörum hvað varðar þessa einföldu spurningu: Ef byggja á 346 þúsund tonna eða jafnvel stærra álver á Bakka, hvar verða þá nýju stíflurnar reistar? Heimildir: (1) www.savingiceland.org (2) Sparking a World-wide Energy Re- volution: Social Struggles in the Transi- tion to a Post-Petrol World. Ritstjóri: K. Abrahamsky. AK Press, 2010. Eftir Jaap Krater » Álit Skipulagsstofn- unar á umhverfis- mati fyrir Bakka stað- festir þrjá meginpunkta þeirrar gagnrýni sem Saving Iceland hefur haldið á lofti síðustu ár- in. Jaap Krater Höfundur er visthagfræðingur og talsmaður Saving Iceland Alcoa – Hvar verða nýju stíflurnar reistar? Kvennadeild Landspítalans stendur nú fyrir söfnun til að bæta aðbúnað kvenna sem leita til spítalans. Aðbúnaður á kvennadeildinni er langt frá því sem getur talist viðunandi. Landsmenn virðast almennt vera á þeirri skoðun að konur og börn eigi aðeins það besta skilið. Ég fagna því. Ég veit líka að starfs- menn deildarinnar hafa unnið ómetanlegt starf fyrir mæður og börn. En hugljúf auglýsing kvenna- deildarinnar er villandi. Kvenna- deildin stendur ekki aðeins fyrir því að „gefa líf“. Þar fer einnig fram annað sem má varla nefna. Um 17% allra þungana enda með fóstureyðingu og flestar fóstur- eyðingar á Íslandi eru fram- kvæmdar á Kvennadeild Landspít- alans. Ég skrifa þessa grein eingöngu til þess að þeir sem eru að hugsa um að styðja söfnun Kvennadeild- arinnar geti tekið upplýsta af- stöðu. Eða er ekki eðlilegt að fólk sé upplýst um í hvað peningarnir þess fara? MELKORKA MJÖLL KRISTINSDÓTTIR, með BA-próf í heimspeki og móðir. Líf Frá Melkorku Mjöll Kristinsdóttur Melkorka Mjöll Kristinsdóttir Staða Garðsins er sérlega góð í samanburði við önnur sveitarfélög. Skuldir sveitarfélagsins verða að- eins 245 milljónir og peningar til í sjóði upp á 500 milljónir. Að sjálf- sögðu má þakka þessa stöðu hversu gott verð fékkst fyrir hluta- bréfin í Hitaveitu Suðurnesja. Einnig má þakka þessa stöðu að á sínum tíma tók þáverandi meiri- hluti F-listans ákvörðun um að selja ekki eignirnar og leigja þær síðan eins og mörg sveitarfélög hafa gert. Þá tók sá meirihluti sem undirritaður var ráðinn af á sínum tíma ákvörðun um að draga okkur út úr Hafnasamlagi Suðurnesja. Hefði það ekki verið get væru hlut- ur sveitarfélagsins í skuldum Hafnasamlagsins rúmar 500 millj- ónir. Það að selja ekki eignirnar og leigja síðan ásamt úrsögn úr Hafnasamlagi Suðurnesja vegur núna verulega þungt í þeirri sterku stöðu sem Sveitarfélagið Garður býr nú við. Því miður var ekki gætt nógu mikils aðhalds í rekstrinum seinni hluta síðasta kjörtímabils undir meirihlutastjórn N-listans. Allt var keyrt á fullu í alls konar gæluverk- efnum, sem nú hefur reynst ansi dýrt. Þrátt fyrir að staðan væri góð voru flest gjöld hækkuð og hækkuð. Þrátt fyrir það duga tekjur sveitarfé- lagsins ekki lengur fyrir rekstrinum og munar þar allmiklu. Nú verður það hlutverk meirihluta sjálfstæðismanna að taka virkilega til í rekstrinum frá stjórnartíð N- listans og koma rekstrinum í svipað horf og áður var. Það er algjört grundvallaratriði því annars verður framtíðarsjóðurinn fljótur að étast upp, ef reksturinn verður rekinn með sama tapi og var í meiri- hlutatíð N-listans. Miðað við að reksturinn verði lagfærður eru framtíðarmöguleikar Garðsins virkilega góðir. Við trúum því að smám saman rofi til í atvinnu- málum og að mörg vellaunuð störf verði til. Þá á það að verða leikur einn fyrir Garðinn að halda sinni góðu stöðu áfram. SIGURÐUR JÓNSSON, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði. Flott staða hjá Sveitarfélaginu Garði Frá Sigurði Jónssyni Sigurður Jónsson - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.