Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 ✝ Hallur Jón-asson fæddist í Garði, Hegra- nesi, Skagafirði, þann 20. júlí 1918. Hann lést á heim- ili sínu sunnudag- inn 20. febrúar sl. Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi, fæddur í Keflavík, Hegranesi, 17. maí 1891, dá- inn 17. júlí 1939 og Steinunn Sigurjónsdóttir húsfreyja, fædd í Stóru-Gröf 5. febrúar 1891, dáin 28. febrúar 1981. Steinunn og Jónas eignuðust tíu börn. Tvö dóu ung en átta komust til fullorðinsára, sjö synir og ein dóttir. Hallur var 3. elstur í þeim systkinahópi, en þau eru í aldursröð: Sig- urjón, Gunnlaugur, Sigurður, og Jónas, sem allir eru látnir, en eftirlifandi eru þau Ólafur, Guðrún, og Bjarni. 26. október 1944 kvæntist Hallur eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Önnu Jóns- dóttur (Öbbu), fædd 8. ágúst 1926 í Dæli, Fljótum, Skaga- firði. Þau eignuðust 4 börn sem öll eru á lífi. Afkomendur eru orðnir 36. Börn Halls og Aðalbjargar eru: 1) Steinunn Helga, f. 20.9. vinnu, þá á áttunda ári. Árið 1944 fluttust Hallur og Abba til Akureyrar, þar sem hann stundaði vörubílaakstur frá Bifreiðastöð Akureyrar (BSA) eða þar til þau fluttust til Skagafjarðar. Þá byggði hann Lindarbrekku við Varmahlíð, þar sem hann og Abba bjuggu alla tíð, utan nokkur ár sem þau bjuggu í Reykjavík. Hall- ur var mjólkurbílstjóri í all- mörg ár. Þá sá hann um vöru- flutninga milli Sauðárkróks og Reykjavíkur fyrir Kaupfélag Skagfirðinga. Á þeim árum sem hann bjó í Reykjavík vann hann við vörubílaakstur hjá byggingavöruversluninni BYKO. Hallur var góður heim að sækja og var boðinn og bú- inn til hjálpar, ef til hans var leitað. Segja má að hann hafi verið mikill framkvæmdamað- ur. Hann var ákaflega léttur í lund, gleðimaður á góðri stund og söngelskur. Hann tók virkan þátt í kórastarfi, var um margra ára skeið í karla- kórnum Heimi og í stjórn þess félagsskapar og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum, ásamt því að vera í kirkjukór Víði- mýrarsóknar. Þá var hann einn af stofnendum Skag- firsku Söngsveitarinnar á þeim árum sem hann bjó í Reykjavík. Útför Halls verður gerð frá Glaumbæjarkirkju í dag, 5. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 1945, maki Gunn- ar Randver Ágústsson, f. 7.6. 1943. Börn þeirra eru þrjú og barnabörn sex. Þá eru stjúp- barnabörn tvö og stjúp-barna- barnabörn þrjú. 2) Jónas Jón, f. 1.10. 1946, maki Inga Hanna Dagbjartsdóttir, f. 26.5. 1959. Áður kvæntur Stefaníu Oktavíu Helgadóttur, 26.9. 1945. Börn Jónasar og Stefaníu er fjögur, átta barna- börn og eitt barnabarnabarn. 3) Hafdís, f. 5.6. 1949, maki Bjarni Ingvarsson, f. 16.12. 1951. Börn þeirra eru tvö og þrjú barnabörn. 4) Jónína, f. 22.8. 1957, maki Einar Ein- arsson, f. 2.4. 1955. Áður gift Gísla Halldórssyni, f. 19. 1. 1956. Börn Jónínu og Gísla eru þrjú og tvö barnabörn. Þriggja ára að aldri fluttist Hallur með foreldrum sínum að Hátúni í Seyluhreppi, þar sem hann ólst upp og var ávallt kenndur við Hátún, eins og öll hans systkini. Á barns- aldri byrjaði Hallur að vinna hin ýmsu verk, eins og títt var á þeim tímum. Var hann með- al annars „kúskur“ í vega- Hvar finnur þú betri og fegurri reit eða friðsælli stað en í íslenskri sveit með heiðloftið hreina og bjarta. Þú gleymir því ekki ef gengur þú hljótt út í glóbjarta sólstafa hásumarnótt við fjallanna falslausa hjarta. (Þorfinnur Jónss, Ingveldarst.) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín. Jónas Jón og Inga Hanna. Elsku pabbi minn. Þú varst og ert mér svo mikið, ég á þér svo margt að þakka. Þú ert uppruni minn. Þú gafst mér líf (ásamt mömmu). Þú komst mér á legg (ásamt mömmu). Þú studdir við bakið á mér er ég þurfti á því að halda, veittir mér styrk, ástúð og um- hyggju, sérstaklega þurfti ég þess á unglingsárum mínum. Þú hrósaðir mér og hvattir mig þegar mér fannst allt vera ómögulegt. Þú tókst virkan þátt í öllum mínum gleði- og sorgarstundum. Ég hef alltaf verið mjög stolt af að eiga þig fyrir föður, dáðst að dugnaði þínum og út- sjónarsemi. Þú heillaðir einnig alla mína vini sem fengu að kynnast þér. Gott var mér ungri, að geta til þín gengið og skipulagt lífsviðhorf mín. Holl ráð og tilsögn ég þáði af þér, það hefur veganesti drjúgt orðið mér. (M.R.) Með sárum söknuði kveð ég þig og bið góðan Guð að taka vel á móti þér. Elsku mamma, Guð gefi þér styrk og þrek í sorg þinni þar sem þið hafið verið órjúfanleg heild í tæp sjötíu ár. Jónína. Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn, Hall Jónas- son frá Lindarbrekku í Varma- hlíð. Lífshlaup Halls er falleg saga um traustan, heiðarlegan og kraftmikinn mann. Á langri ævi upplifði hann þær miklu breytingar sem orðið hafa á ís- lensku samfélagi á síðustu öld. Hans fyrstu minningar voru frá því þegar hann aðeins 3 ára gamall fluttist með foreldrum sínum að Hátúni í Skagafirði. Bærinn var úr torfi og grjóti og svo kaldur að það var frost inni á vetrarnóttum og svo þröngur að bræðurnir fjórir þurftu að sofa í sama rúmi, tveir til fóta. Þrátt fyrir þessar aðstæður átti hann hamingjuríka æsku og bar foreldrum sínum og samferða- fólki vel söguna. En þær hafa örugglega mótað hann og skýra nægjusemi hans, ráðdeild og dugnað. Það var þó ekkert kotbónda- legt við Hall Jónasson. Hann bar sig eins og stórhöfðingi, teinréttur og virðulegur og var á flestan hátt nútímalega þenkj- andi. Fékk snemma áhuga á bíl- um og tækjum, sem hanni eyddi stórum hluta starfsævinnar að fást við, og var betur að sér um flækjur nútímaþjóðfélagsins en flestir yngri. Hallur var skag- firskur í húð og hár og hafði yndi af hestamennsku og söng. Síðustu árin var hann hættur að fara á bak en naut samver- unnar við hrossin. Voru þau hænd að honum og komu hlaup- andi til hans, jafnvel áður en hann steig út úr bílnum. Þau Abba og Hallur voru ákaflega samrýmd hjón og mátti hann ekki af henni sjá. Þau eignuðust fjögur velheppn- uð börn og eiga mikinn fjölda afkomenda. Barnabörnin elsk- uðu þau og dáðu og það voru ekki fullkomlega heppnuð jól nema amma og afi kæmu suður. Og oftast eyddu þau jólahátíð- inni með fjölskyldunni, en svo voru þau farin. Skagafjörðurinn og heimaslóðirnar kölluðu. Það var alltaf sérstaklega notalegt að heimsækja Hall og Öbbu í Lindarbrekku enda tekið á móti okkur með útbreiddan faðminn. Dagurinn áður en hann dó var dæmigerður og minnisstæð- ur. Pönnukökur og lummur á borðum. Setið og spilað og rætt um alla heima og geima, þjóð- félagsmál og persónuleg mál. Horft á Hrafnaþing og hlegið. Tekið á móti ættingjum og vin- um í kaffi. Borðað lambalæri með öllu tilheyrandi um kvöld- ið. Notalegheit og gaman. Hall- ur var eins og hann átti að sér, hress og skarpur, eins og tutt- ugu árum yngri maður. Það var hreinlega með ólíkindum að þessi maður væri á tíræðisaldri. Hallur Jónasson var gæfu- maður. Hann eignaðist góða konu og fjölskyldu. Stóð sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og lét alls staðar gott af sér leiða, naut virðingar og lifði með reisn allt sitt líf. Ég votta Öbbu og öllum ást- vinum og vinum Halls mína dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu Halls Jónassonar. Einar Einarsson. Elsku afi. Nú farinn ertu mér frá hvað geri ég þá? Þig hafa ég vil og segja mér til. Nú verð ég að kveðja fæ ekkert um það að velja. Þú kvaddir mig með hlátri það er ekki skrítið að ég gráti. Í hjarta mér þú verður þaðan aldrei hverfur. Ég minningu þína geymi en aldrei gleymi. Elsku hjartans afi minn nú friðinn ég finn. Þá kveð ég þig um sinn og kyssi þína kinn. (ÁKJ) Blessuð sé minning þín afi og hvíl í friði. Þóra, Guðmundur, Kristófer Fannar og Ásdís Dröfn. Að fá að alast upp í kringum afa sinn og ömmu eru forrétt- indi sem ég er afar þakklát fyr- ir. Ég brosi í gegnum tárin þeg- ar ég hugsa um allar góðu minningarnar okkar. Að fá að skottast í kringum þig alla mína barnæsku er mér ómetanlegt, afi. Að sitja aftan á traktornum hjá þér á meðan við vorum að basla saman uppi á Kirkjuhóli. Öll sumrin sem fóru í að heyja og tína bagga upp á kerruna. Blái Rússinn þinn sem þú not- aðir í svo margt. Öll þau skipti sem ég bað þig um að horfa á mig og segja mér á hvaða gang- tegund ég væri, á meðan ég hljóp eins og trippi út um öll tún. Skrifstofan sem þú bjóst til handa mér niðri í bílskúr í Lindarbrekku. Litla skotið sem þú gerðir fyrir mig uppi á Kirkjuhóli svo ég gæti leikið mér á meðan þú gafst hross- unum. Litla hesthúsið þitt þar sem ég steig mín fyrstu skref í hestamennsku undir þinni leið- sögn á honum Neista gamla: „Vertu ákveðin við hann.“ Reyndar voru þetta ekki alveg mín fyrstu skref í hesta- mennsku, því ég man vel eftir því þegar þú fórst á fjóra fætur og leyfðir mér að príla upp á bakið á þér og nota axlaböndin þín sem tauma á meðan þú skreiðst um gólf í Lindar- brekku og ég „hottaði“ þig áfram – ömmu til mikillar gleði. Það er bara til einn slíkur afi og hann var afi minn. Ég man eftir öllum þeim skiptum sem við sátum við eld- húsborðið í Lindarbrekku, drukkum kaffi og borðuðum kleinurnar hennar ömmu á meðan við ræddum um allt á milli himins og jarðar. Öll þau skipti sem ég sat og horfði á þig og hugsaði innra með mér hvað mér þætti vænt um þig og hvað mér fannst þú vera merkilegur. Í mínum augum varstu eilíft of- urmenni sem negldi niður girð- ingarstaura með járnkarli sem ég gat ekki loftað, klappaðir ótömdum folum sem ég þorði ekki að snerta og gekkst um með brotinn baugfingur án þess að finna fyrir því. Aðspurð hvaðan ég sé og hverra manna ég er útskýri ég í stuttu máli skagfirskt blóð mitt og að þú sért afi minn, hann Hallur Jónasson í Lindar- brekku. Þá er ekki þörf fyrir frekari útskýringar, hann þekkja margir og alltaf breytist ég í sama monthanann þegar ég segi frá. Mikið er ég lánsöm að hafa fengið að hafa þig hjá mér í tæp 26 ár og það er fyrst núna sem ég átta mig á að þú ert ekki eilífur hér á jörðu, afi minn. Hins vegar munt þú lifa áfram innra með mér og ég mun halda áfram að lifa lífi mínu þér til sóma. Jæja elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Það er kominn tími til að pakka niður barn- æskunni minni og takast á við fullorðinsárin án þín. Nú er tímabært fyrir mig að taka upp járnkarlinn, vera ákveðin og fara að negla niður mína eigin staura. Ég ætla mér að standa við það sem við töluðum um rétt áður en þú kvaddir, í vor förum við ríðandi saman upp á heiði, ég á Þrá og þú á Neista þínum. Ég bið Guð að vaka yfir ynd- islegu ömmu minni, stóru ást- inni þinni, og gefa henni styrk og orku til að halda áfram án þín. Elsku höfðingi og yndislegi afi minn, minning þín mun lifa áfram. Hvíldu í friði. Þín afastelpa, Harpa Þöll. Sem barn var ég á sumrin sendur úr borginni í sveitina til ömmu og afa. Þaðan á ég marg- ar góðar minningar um afa minn. Þegar ég hugsa til baka sé ég hann fyrir mér standandi í hlaðinu í Lindarbrekku á leið- inni upp á Kirkjuhól. Á meðan ég var hjá ömmu og afa fylgdi ég afa oftast þegar hann fór í sína nánast daglegu ferð upp á Kirkjuhól til að sinna hestunum og líta eftir landinu. Iðulega fékk ég þá það verkefni að opna hliðin og að hlaupa á eftir roll- um fyrir hann. Úr þessum ferðum okkar afa á ég margar minningar, eins og þegar ég týndi stígvélinu mínu í mýrinni eftir að hafa fest það við að hlaupa á eftir rollum og þegar afi fékk einn daginn end- anlega nóg af rollunum og við keyrðum með þrjár rollur í aft- ursætinu á Landrovernum smá- spöl frá girðingunni. Afi var líka örlátur við okkur barna- börnin og ég man alltaf hvað ég var ánægður þegar hann gaf mér þann pening sem mig vantaði upp á til að kaupa mér reiðhjólið sem ég hafði verið að safna mér fyrir. Ég vildi endi- lega að hann fengi folaldið sem amma og hann höfðu gefið mér í staðinn fyrir peninginn en á það mátti hann að sjálfsögðu ekki heyra á minnst. Krumlan hans afa var líka alltaf skæð þegar ærslast var. Allt eru þetta minningar sem ég er glaður að eiga í dag. Afi minn hafði dálæti á hest- unum sínum og í mínum huga hafði hann einstakan hæfileika til að eiga í samskiptum við þá. Ein minning er mér alltaf of- arlega í huga þegar ég hugsa til afa míns og hestanna hans. Við höfðum verið að ná í hesta úr girðingu stutt frá Kirkjuhóli og höfðum keyrt samhliða hest- unum þegar afi minn eykur allt í einu hraðann og keyrir burt frá þeim. Ég varð undrandi á þessu og spurði hann af hverju hann færi frá hestunum enda átti ég ekki von á öðru en að hestarnir myndu þá fara eitt- hvað allt annað en þeir ættu að fara. Afi sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því þar sem hann Svanur, sem var forystuhest- urinn, myndi leiða hópinn á réttan stað. Keyrðum við því næst sem leið lá upp á Kirkju- hól og skildum öll hliðin eftir opin á leiðinni þangað. Uppi á Kirkjuhóli opnaði afi réttina, stóð þar og beið eftir því að hestarnir kæmu. Einhverjum mínútum síðar komu hestarnir og leiddi Svanur hópinn rak- leitt inn í réttina. Fyrir borg- arbarnið sem ekki umgekkst mikið af dýrum var þetta ótrú- leg sjón og hefur þessi minning um samskipti afa míns og hest- anna hans alltaf lifað hjá mér. Ég hitti afa minn í síðasta sinn núna í janúar þegar ég skaust norður til hans og ömmu í Lindarbrekkuna. Við sátum þar saman í eldhúsinu og rædd- um allar þær breytingar sem orðið höfðu á hans löngu ævi. Ég fylltist aðdáun við að hlusta á hann segja sögur af sjálfum sér sem ungum manni og því hvernig hann þurfti að takast á við lífið í umhverfi og aðstæð- um sem eru svo gjörólíkar því sem í dag þekkist og ég er þakklátur fyrir þessa stund sem ég átti með honum í eld- húsinu í Lindarbrekku. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum árin og þá hlýju sem þú og amma gáfuð mér þegar ég var í sveitinni hjá ykkur. Erik Ingvar Bjarnason. Það er fallegur sumardagur og Skagafjörður skartar sínu fegursta. Ég horfi á eftir þér rölta upp slóðann uppi á Kirkjuhóli, með hendurnar fyr- ir aftan bak og hattinn á sínum stað. Þú röltir þetta í rólegheit- unum og horfir yfir jörðina þína í leiðinni. Staldrar stund- um við og skimar eftir hvítum þústum, óboðnum kindum af næstu jörð. En þær eru allar fjarri í dag og þú röltir þetta áfram á þínum hraða. Þú ert á leiðinni upp eftir að líta eftir stóðinu þínu sem þér er svo annt um. Svona hef ég svo oft séð þig þar sem ég rölti á eftir þér, barn að sunnan í sveita- sælunni hjá ykkur ömmu og svona sé ég þig fyrir mér þar sem þú ert núna í þínu sælul- andi. Takk fyrir allt og allt, elsku afi. Helga Guðrún Bjarnadóttir. Jæja, afi minn, við kveðj- umst víst i þetta sinn. Þegar ég kom í heiminn tókst þú á móti mér opnum örmum, faðmlögum og hlýju. Þú varst fljótur að setja mig á hestbak, kenna mér að keyra traktor, heyja og tak- ast á við lífið sem framundan var. Þakka ég þér mikið fyrir það síðastnefnda. Þú kenndir mér að er ekkert sjálfgefið í líf- inu, heldur þarf maður að vinna fyrir því. Hvort það er klapp á öxlina, ummæli, laun inn á bók eða svo lítið sem brjóstsykur. Maður þarf að hafa fyrir öllu lífinu. Hinsvegar varst þú reiðubúinn að gefa manni „ókeypis“ faðmlög, umhyggju og hlýju þegar maður þurfti á því að halda. Ég veit að ég var ekki eitt af þínum auðveldustu barnabörnum. Við kýttum mik- ið á mínum unglingsárum, enda þrjóskir hanar báðir tveir, og þar sem aðrir kannski myndu segja „já“, sagðir þú stundum „nei“. Þar með skildi leiðir stundum þar sem við vorum ósammála og ósáttir, og ég sé enn eftir því máli sem við aldrei náðum að leysa áður enn þú kvaddir okkur. En þrátt fyrir það stóðst þú ávallt við bakið á mér og tókst á móti mér opnum örmum enn á ný með faðm- lögum og hlýju í hvert skipti sem við hittumst. Fyrir það mun ég vera þér ævinlega þakklátur, því það kenndi mér að það er sama hversu mikið líf- ið berst á móti manni, maður verður að standa sig og vera til staðar fyrir fjölskylduna og sína nánustu. Þú munt alltaf vera með mér í líkama, huga og sál. Ég þakka þér fyrir allan lærdóm, alla visku og umhyggju gegnum ár- in. Ég elska þig og þín verður sárt saknað. Vertu sæll í þetta sinn og við sjáumst þegar kall- að verður á mig. Þitt barnabarn Halldór, Noregi. Elsku guð minn því er lífið svona flókið Fyrst er hábjartur dagur en svo kemur svört nóttin mér var kennt ungum að biðja, biðja upp til guðs svo ég gæfist aldrei upp, og myrkrið færi burt ég spenni saman greipar segi orð sem allir þekkja Drottinn er minn hirðir mig mun ekki bresta ég veit þú heyrir í mér og heyrir hvað ég segi hvers vegna er lífið svo erfitt með svo brösótta vegi ég hugsa á hverjum degi því svarar hann ekki svo ég spyr og ég spyr og vona að allt blessist ég vona að það breytist ég fái loksins svar en ég trúi á guð minn og kristna trú hans ég trúi á líf, og ég trúi á dýrð ég trúi á skapara lífs míns og þíns ég hef fundið fyrir sorg sem fyllir mig af reiði ég hef fundið fyrir tárum við það að horfa á leiði og þegar tárin og sorgin renna í eitt þá bið ég og bið ég að allt geti breyst en ég átta mig fljótt, hver það er sem að stjórnar guð minn á himnum en ég þarf ekki að óttast því ég trúi á hann ég trúi á líf eftir dauðann ég trúi er ég dey að hann frelsi mig lausan því ég trúi á hann ég trúi á líf eftir dauðann ég trúi er ég dey að hann frelsi mig lausan (Orri Err.) Elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði, mun allt mitt líf hugsa til þín og gleymi ekki stundunum okkar saman. Fótboltanum, skákinni, spilun- um, traktornum og hestunum. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar okkar í Noregi. Guð blessi þig og gefi þér frið. Elsku amma, Guð gefi þér styrk. Þinn afastrákur, Hákon Freyr. Hallur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.