Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 ✝ Alan fæddist íHafnarfirði 30. júní 1950. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands hinn 25. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Jón Frið- riksson (John Ba- tes), f. 25.2. 1920, frá Gillingham, Kent Bretlandi, d. 3.10. 1988, og kona hans, Þuríður Óskarsdóttir, f. 18.2. 1921, frá Hafnarfirði, d. 1.8. 1972. Systkini hans eru Margaret Petra, f. 1946, maki Eggert Jónsson, Ellen Hilda, f. 1947, maki Þorsteinn Þorsteinsson, Óskar John, f. 1949, maki Rósa Kristmundsdóttir, María Sally, f. 1952, maki Steingrímur Matthiasson, Ingibjörg Sigríður, f. 1956, maki Sigurður Jónsson, Sveinn Auðunn Jónsson, f. 1957, ur þeirra Anton Reynir, f. 10.11. 1993, hennar börn eru Stefán Bjartur, f. 28.7. 1972, maki Bryndís Guðmundsdóttir, hann á tvö börn, Helga Sonja, f. 16.2. 1975, hún á þrjár dætur, Íris Gyða, f. 7.3. 1978, maki Arnar Gustaf Vilhjálmsson. Þau eiga tvo syni, Guðmundur Sigurjón f. 25.1. 1982, maki Dolores Val- encia, hann á tvo syni. Alan, eins og hann var ætíð kallaður, fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann byrjaði ungur að vinna almenn verka- mannastörf bæði til sjós og lands. Hann hóf störf á dekkja- verkstæðinu Skeifunni 5 og vann þar í 15 ár uns hann hóf sjálfstæðan rekstur. m.a. opnaði hann fataverslun ásamt Páli Símonarsyni, fyrrum mági sín- um og þáverandi sambýliskonu sinni, Gunnlaugu Gunnlaugs- dóttur. Samstarf og vinátta Al- ans og Páls var alla tíð mikil og góð. Síðar snéri hann sér að smíðum og múrverki og starfaði við það meðan heilsa leyfði. Al- an verður jarðsunginn í dag, laugardaginn 5. mars, frá Sel- fosskirkju og hefst athöfnin kl. 11. d. 1998. Alan kvæntist Olgu Sím- onardóttur hinn 18.2. 1971, þeirra synir eru: 1) Jón Símon, f. 9.1. 1971, maki Jóhanna Svansdóttir, f. 3.7. 1974. Börn þeirra eru a) Karen Ösp, f. 8.2. 1999. b) Stefán Snær, f. 5.1. 2007. 2) Pétur Marinó, f. 4.10. 1972, maki Kristjana Atladóttir, f. 14.1. 1975. Börn þeirra eru: a) Atli Dagur, f. 7.3. 1995, b) Benna Sóley, f. 4.10. 1999, c) Olga Snæ- rós, f. 18.12. 2003. 3) Heimir, f. 8.8. 1979, maki Inga Dóra Ragn- arsdóttir, f. 23.3. 1981. Börn þeirra eru: a) Ragna Bjarney, f.18.4. 2005 b) Þorgils Bjarki, f. 7.7. 2007. Þau skildu. Sambýlis- kona Alans er: Hafdís Erna Harðar, f. 25.4. 1955, og er son- Jæja þá ertu farinn, pabbi minn, vonandi líður þér betur þar sem þú ert núna. Þú sýndir mikinn baráttuvilja í þínum veikindum og þér tókst að gera það sem þú vildir, sem var að fara heim aftur, í sveitina. En skil ég vel að þú vildir leggja árar í bát, að geta ekki lyft hamri var ekki það líf sem þú vildir. Minningar mínar um þig eru misjafnar og oft ansi erfiðar, en ekki vil ég muna þig þannig. Ég vil muna góðu minningarnar, við höfum báðir haft mikinn áhuga á veiðum og náðum við vel saman þar. Ég man vel eftir ferð sem við fórum með á Cort- inunni þinni upp í Veiðivötn og vegurinn var ójafn og ekki gerður fyrir slíkan farkost. Appelsínflöskurnar brotnuðu í aftursætinu þegar við stukkum upp barð eftir Þóri vini þínum sem ók sína leið á jeppa. Þú hafðir líka mikinn áhuga á ljós- myndun og þið mamma tókuð mikið af myndum saman. Það kveiktir áhuga hjá mér og ég fylgdist með þér taka myndir og framkalla og vildi læra það líka. Eftir skilnað ykkar mömmu var samband okkar mismikið. Ég kom og bjó hjá þér en svo liðu líka langir tímar þar sem samband okkar var ekkert. Ég leit upp til þín, í laumi, og vildi vera eins og þú. Mikill veiði- maður og góður smiður. Þegar ég varð fullorðinn endurnýjuð- um við samband okkar og í gegnum árin hefur það orðið sterkt og traust. Ég hef getað leitað til þín þegar mig vantar ráð og alltaf var gott að spjalla við þig um það sem ég tók mér fyrir hendur hvort sem það voru endurbætur á húsi, bygg- ing sumarbústaðar eða vinnsla á kjöti. Það verður skrítið að geta ekki gripið gemsann næst þegar efasemdir varðandi nú- tíma pípulagnir læðast að mér, til að láta fullvissa mig um að hampur og mak er það eina rétta. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að kveðja þig og vera hjá þér síðustu stundirnar þínar. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér eftir að ég varð fullorðinn. Ég er þakk- látur fyrir þig. Ég kveð þig með tárum. Þinn sonur, Pétur Marinó. Pabbi minn var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Það skipti ekki máli hvað það var, þó svo að honum þætti það þreytandi, hundleiðinlegt eða væri bara lé- legur í því. Þá skipti það ekki máli, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa. Eins og ég man þegar ég var lítill, man þetta eins og þetta hefði gerst í gær, þá vor- um við í gamla bústaðnum og aldrei þessu vant fann ég mér ekkert að gera. Þá tók pabbi gamli sig til og reif mig út í fót- bolta. Núna þegar ég hugsa til baka sé ég að honum þótti þetta þreytandi, hundleiðinlegt og var hreinlega skítlélegur í fótbolta. En það skipti ekki máli, við lék- um okkur saman þangað til ég var uppgefinn. Það lýsir honum mjög vel, það skipti ekki máli hvað hann tók sér fyrir hendur og hvaða skoðun hann hafði á því. Hans verður sárt saknað og ávallt elskaður. Hvíldu í friði. Anton Reynir Hafdísarson. Jæja Alan, það er komið að kveðjustund. Ég þakka þér fyr- ir kynnin undanfarin 17 ár og minnist þess þegar ég kynntist þér fyrst. Ég var skíthrædd við þig og vissi ekki hverju ég ætti von á. Þú reyndist stór og hlýr og einstaklega umburðarlyndur gagnvart mér, rétt eins og son- ur þinn. Alltaf tókstu mér eins og ég var, þolinmóður hlustaðir þú á mig, gerðir stundum góð- látlegt grín að mér og stríddir mér. Ég man sérstaklega eftir sumri einu, 1997 eða 1998, sem við Pétur og Atli Dagur eydd- um að stórum hluta uppi í hjól- hýsi með ykkur Hafdísi og Ant- oni. Þú hafðir þolinmæði til að hlusta á frumsamin ljóð sem ég las af eldmóði fyrir ykkur í hvert sinn sem þið tókuð ykkur kaffipásu frá smíðunum og í dag dáist ég að umburðarlynd- inu, leirburðurinn var ótrúleg- ur. Ég get líka örugglega þakk- að hjólhýsakaffinu. Elsku pabbi, að kveðja þig er sárt, þú varst mér mjög kær. Þakka þér fyrir samfylgdina og fyrir að hafa gefið mér það dýrmætasta sem ég á. Án þín ætti ég ekki eiginmanninn minn og börnin okkar. Hvíldu í friði og við sjáumst svo hinum megin. Þín tengdadóttir, Kristjana. Fyrir níu mánuðum settist ég niður og skrifaði mína fyrstu minningargrein, en þá hafði faðir minn orðið bráðkvaddur. Á sama tíma barðist stjúpfaðir minn hetjulegri baráttu við ill- víg veikindi. Á tímum vorum við svo viss að hann hefði þetta. Hvert örstutt spor var gríðar- leg framför og við kættumst öll. Hins vegar var hvert bakslag svo mikið að vonin fór þverr- andi í hvert sinn sem veikindi herjuðu á hann. Að lokum fór svo að hann gat ekki barist lengur, hann vildi fá frið. Við hin sitjum eftir með stórt gat í lífinu. Drengirnir hafa misst föður sinn, barnabörnin hafa misst frábæran afa og ég hef misst besta smíðakennara sem ég hef haft um ævina. Móðir mín hefur misst mest, maka til margra ára. Ég vona að við verðum öll sem eitt tilbúin að hjálpa henni í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég er þakklát fyrir kynnin sem ég hafði af Alan og ég mun sárt sakna hans, sér- staklega við smíðar. Ég held það sé við hæfi að enda þetta á uppáhaldskvæðinu mínu: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Helga Sonja Hafdísardóttir. Elsku afi. Þegar ég hlusta á þetta lag hugsa ég til þín. Ég loka augunum og ég man eftir þér. Ég man eftir þér að smíða, með bláu húfuna á höfðinu. Ég sé þig líka fyrir mér sitjandi fyrir utan bústaðinn ykkar ömmu með bjór í glasi að njóta sumarkvöldsins. Ég ætla mér út að halda örlögin valda því. Mörgum á ég greiða að gjalda það er gömul saga og ný. Guð einn veit hvert leið mín liggur líf mitt svo flókið er oft ég er í hjarta hryggur en ég harka samt af mér. Eitt lítið knús, elsku mamma áður en ég fer. Nú er ég komin til að kveðja. Ég kem aldrei aftur hér. En mánaljósið fegrar fjöllin ég feta veginn minn. Dyrnar opnast draumahöllin og dregur mig þar inn. Ég þakkir sendi, sendi öllum þetta er kveðjan mín. Ég mun ganga á þessum vegi uns lífsins dagur dvín. (EGE.) Þitt barnabarn, Atli Dagur. Elsku Alan afi. Ég man að þér fannst gaman að smíða. Þú smíðaðir hús og hjálpaðir pabba að smíða sumarbústaðinn okk- ar. Og þú varst góðhjartaður maður sem var alltaf góður við okkur og það var gaman að vera með þér. Við munum líka svo vel að þú varst stríðinn, þú sprautaðir á okkur vatni þegar gott var veður og við urðum rennandi blaut. Svo áttir þú hesta og fallegt folald og ég fékk að fara á hestbak. Afi minn, þú varst mikið veikur og svo fórstu á sjúkrahús. Þú varst búinn að vera mjög lengi þar og allt í einu þá gafstu upp öndina og sofnaðir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Við munum hitta þig, afi, aft- ur á himnum. Þínar sonardætur, Benna Sóley og Olga Snærós. Sá Alan sem ég þekkti var þrjóskur maður. Hann var sterkur og ákveðinn, hann leyfði engum að valta yfir sig og sína. Ég minnist afa sem mannsins sem hann var þegar hann var í fullu fjöri, blótandi öllu og öllum. Ég mun sakna hans mikið. Við afi vorum aldrei sérstaklega góð saman. Þegar við hittumst eyddum við mestu af tímanum í að kalla hvort annað feitt og heimskt, í sum- um tilfellum gamalt. Ég bjó um stutta stund hjá ömmu á Bif- röst og eignaðist kött þegar ég dvaldi þar en þegar ég flutti aftur heim í bæinn gaf ég ömmu köttinn sem fór til afa í Sælukotið. Í hvert skipti sem ég kom til þeirra kvartaði afi og kveinaði yfir „helvítis kettinum“ og spurði mig hvenær ég myndi taka hann til baka. Dag einn var afi að saga í sundur timbur. Á meðan hann var að blóta viðnum stöðvaði hann vinnu sína smástund og kisi stökk upp á viðarbútinn. Þá sá ég hvað afi brosti fallega að kettinum og klappaði honum öllum. Það var á þessu augnabliki sem ég skildi að afi kvartaði undan mörgu og blótaði ýmsum, en hann meinti það ekki. Afi var góður maður með stórt hjarta, kötturinn sá það alltaf.“ Líf Hafdís Helgud. Jakobsdóttir. Elsku bónuspabbi. Þú varst hetja í þessum erfiðu veikindum og ég á erfitt með að trúa því að samverustundir okkar verði ekki fleiri. Allar þær stundir sem við eyddum saman í alls- kyns hestastússi eru mér ómet- anlegar. Margar eru minning- arnar og mér finnst þær allar vera efstar í minninu. Ég man svo vel þegar við stóðum saman við réttarvegginn að skoða hrossin sem við keyptum þann daginn og þú taldir mig á að kaupa fleiri en ég hafði hugsað mér, en ég sá ekki eftir því enda falleg hross þar á ferð. Við áttum líka ómetanlegar stundir við bæði tamningar á hrossun- um okkar og þegar við unnum hörðum höndum með brúnble- sótta graðhestinn fyrir kyn- bótasýningu. Það var mjög erf- itt að vera búsett svona langt frá þér á síðustu árum því ég hefði svo gjarnan viljað hjálpa þér með hestana þegar þú varst orðinn veikur. Ég er svo þakk- lát fyrir okkar síðustu samveru- stund þegar ég var í heimsókn á Íslandi og við fórum að sjálf- sögðu saman í hestastúss að kíkja á hestana þína, ég prófaði þann brúna og mér þótti þar fara efnilegur reiðhestur. Síðan fórum við að kíkja á hann Húm- or sem hafði þá einungis verið taminn í tvo mánuði og ég naut þess að taka myndir af honum. Þú varst alltaf á fullu við smíðar og að múra og þú elsk- aðir að geta gert allt þetta. Ég er þakklát fyrir að þú komst til okkar í Svíþjóð. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur hjálpað mér og minni fjölskyldu með þegar þú hefur komið í heimsókn og hjálpað okkur með húsið okkar. Fyrsta sumarið múraðir þú kjallaraveggina að utan með okkur og þú slóst ekki slöku við þrátt fyrir 30 stiga hita í skugga. Svo komstu aftur til okkar og þá byggðir þú hreinlega nýtt hús utan um okkar gamla hús og hristir hausinn yfir því hvernig Svíar byggðu hús. Við vorum heppin með veðrið allan byggingartím- ann og það rigndi bara einn dag. Frá okkar fyrstu kynnum tókstu mér sem þinni eigin dóttur og þú sagðir stoltur frá því að þú ættir dóttur, sem náttúrlega ekki allir trúðu, en við vissum betur. Ég er þakklát fyrir þau forréttindi að hafa átt tvo pabba. Í Svíþjóð kallast góður stjúppabbi bónuspabbi og fyrir mér var Alan pabbi algjör bónus og forréttindi að eiga hann að. Þín bónusdóttir, Íris Gyða. Í tæp fjögur ár hef ég þekkt Alan. Á um hann margar minn- ingar sem flestar tengjast ein- hverju hestastússi. Varla leið sá dagur að Alan kíkti ekki til okk- ar í hesthúsið, þó að hann hafi ekki haft heilsu til að skella sér á bak og alltaf var hann tilbú- inn að hjálpa ef það var eitt- hvað sem hann gat gert. Hann hafði líka afskaplega gaman af því að vera með ef það þurfti að keyra með hrossin. Spennan var þá svo mikil, að ef það átti að leggja af stað klukkan eitt, þá var hann mættur a.m.k. tveimur tímum fyrr til að missa alls ekki af ferðinni. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá hon- um og gaman að tala við hann um ýmis mál. Hann hafði skýr- ar skoðanir á flestum hlutum, stóð fastur á sínu en var engu að síður mjög einlægur og blíð- ur. Vorið 2009 kom hann mér mjög á óvart. Hafði talað um það í tvö ár að vera á leiðinni á hestbak og sat svo einn daginn á Brún-Blesa sínum úti í gerði. Ég viðurkenni að mér var frek- ar brugðið. Ekki bara vegna þess að hann var kominn í hnakkinn, heldur líka vegna þess að hesturinn var stór og ekki auðvelt að komast á bak og svo var umtalað af strákunum sem tömdu hann að hann væri bæði þver og alls ekki öruggur. Þetta vissi Alan alveg en vildi sýna strákunum að það væri ekki sama hvernig þetta væri gert. Alan var mjög ánægður með sig og mátti það eftir vel unnið verk, nokkra hringi í gerðinu. Galvaskur mætti hann nokkur skipti í viðbót til að fara á bak og ég dáðist að hugrekki hans. Það var líka vorið 2009 sem Alan fékk á hús framtíðar- drauminn sinn, Húmor frá Reykjavík. Það er óhætt að segja að þá hafi birt verulega til hjá honum, hann ljómaði eins og lítið barn á jólum með draumagjöfina sína. Hesturinn var bæði fallegur og mikið prúður og sýndi okkur mjög efnilegar hreyfingar. Þarna á stéttinni tók Alan strax þá ákvörðun að þessi hestur fengi aðeins það besta sem völ væri á og fylgdi hann því eftir eins og hann gat. Eftir áhættusama að- gerð sem Alan fór í, í febrúar 2010, náði hann aldrei fullri heilsu á ný. Það var þó sann- kallað kraftaverk að hann skyldi koma til meðvitundar eftir fjögurra mánaða baráttu og árangurinn á Grensási var líka kraftaverk og að geta gengið nánast sjálfur um húsið hjá okkur þegar hann kíkti til okkar í jólagrautinn, var enn eitt kraftaverkið. Það var sann- kallað gleðiefni að verða vitni að þessum árangri. Hann var líka svo jákvæður og bjartsýnn á að verða vel ferðafær í sumar. Þess vegna var það mikið sjokk fyrir hann þegar hann veiktist í lok janúar. Það var eins og all- ur vonarglampi hefði slokknað. Það voru erfiðar þrjár vikur sem tóku við og það tók á, elsku vinur, að sjá þér hraka dag frá degi. Ég gerði hvað ég gat til að gefa þér styrk, stappa í þig stálinu og spjalla við þig um framtíðardraumana, en það var eins og þú ættir ekki von á því að geta unað þér á ný eins og staðan var orðin og augljóst hvað þú vildir sjálfur. Elsku Alan minn, ég þakka þér fyrir stutt en ánægjuleg kynni og allar góðar samveru- stundir. Aðstandendum votta ég samúð mína. Með kærleikskveðju og ljósi. Bryndís Guðmunds. Elsku vinur, við þökkum þér innilega fyrir samfylgdina. Minningin er mild og góð, man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líka hinsta hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. (Bjarni Kristinsson.) Samúðarkveðja með ljósi og hlýju til allra aðstandenda. Bjartur og fjölskylda. Frederick Alan Jónsson (Bates) ✝ Mín ástkæra eiginkona og besti vinur, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN EYDÍS LÁRUSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 17. febrúar síðastliðinn. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til þeirra sem sýndu Þórunni Eydísi hlýhug og aðstoð í veikindum hennar. Jacob Jacobsen, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Gnoðarvogi 70, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju, Grafar- holti, þriðjudaginn 8. mars kl. 13.00. Ragnar Guðjónsson, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, Sólrún Ragnarsdóttir, Sveinn Bjarnason, Margrét Ragnarsdóttir, Sveinn Þorgrímur Sveinsson, Guðný Ragnarsdóttir, Bergþór Pálsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.