Morgunblaðið - 05.03.2011, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
✝ GunnlaugurKalman Stef-
ánsson var fæddur
28. mars 1935 í
Kalmanstungu í
Borgarfirði. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 17. febr-
úar 2011.
Foreldrar hans
voru Stefán Schev-
ing Ólafsson, f. 14.
júlí 1901, d. 18. september 1977
og Kristín Valgerður Ein-
arsdóttir, f. 30. nóvember 1901,
d. 27. febrúar 1988. Stefán ólst
upp í Kalmanstungu og var
bóndi þar, síðar þingvörður í
Reykjavík. Valgerður lærði
hjúkrun í Skotlandi og starfaði
síðan í nokkur ár á sjúkra-
húsum í Bandaríkjunum en
flutti til Íslands árið 1930 og
gerðist húsfreyja í Kalmans-
tungu. Systkini Kalmans eru
Ólafur lögfræðingur, sem er
látinn og Jóhanna Helga Lind,
búsett í Orlandó í Bandaríkj-
unum. Börn hennar og Róberts
Ibarguen, sem er látinn, eru
Stefán, Siri, og Sylvía.
Kalman kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Bryndísi Jónu
Jónsdóttur 22. nóvember 1959.
Bryndís er fædd 27. maí 1939 í
Reykjavík þar sem hún ólst
foreldrar Stefán Guðnason og
Anna Þórarinsdóttir. Synir
þeirra eru Tryggvi Kalman, f.
1994 og Stefán Gunnlaugur, f.
1995.
Kalman ólst upp í Kalman-
stungu, tók landspróf frá Reyk-
holti árið 1951, starfaði við bú-
störf í Kalmanstungu og var tvo
vetur við nám í Kennaraskóla
Íslands. Einnig fór hann á síld-
arvertíð og stundaði aðra vinnu
utan heimilis um tíma. Hann
gerðist bóndi í Kalmanstungu
árið 1957 og þar áttu þau Bryn-
dís heimili frá árinu 1959.
Kalmanstunga er stór fjallajörð
og auk sauðfjárbúskapar var
silungur, rjúpnaveiði og grenja-
leit á Arnarvatnsheiði, í Hall-
mundarhrauni og Strútnum
hluti af búrekstrinum. Kalman
var framkvæmdasamur og
hafði ánægju af því að byggja
upp á jörð sinni, bæði húsakost
og ræktarland. Á sínum yngri
árum tók Kalman virkan þátt í
starfsemi Sjálfstæðisflokksins,
meðal annars í Félagi ungra
sjálfstæðismanna og Félagi
sjálfstæðismanna í Mýrasýslu,
með setu á framboðslistum og
sem fulltrúi á landsfundum þar
sem hann var kjörinn í mið-
stjórn árið 1969. Kalman tók
jafnframt virkan þátt í störfum
björgunarsveita í Borgarfirði
um árabil.
Útför Kalmans fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, laug-
ardaginn 5. mars 2011 kl. 14.
upp, dóttir Jóns
Ásgeirs Brynjólfs-
sonar frá Hlöðu-
túni í Stafholt-
stungum og
Kristínar Ólafs-
dóttur frá Flateyri.
Systkini Bryndísar
eru Ásta, séra Ólaf-
ur Oddur, sem er
látinn og Margrét.
Börn Kalmans og
Bryndísar eru: 1)
Stefán Valgarð, f. 9. febrúar
1961. Maki Kristín Finndís
Jónsdóttir, foreldrar Jón Magn-
ús Finnsson og Sólveig Gutt-
ormsdóttir. Barn Stefáns og
Kristínar er Jóhanna Katrín, f.
2001. Kristín var áður gift
Kristjáni Arndal Eðvarðssyni
sem lést árið 1997. Börn þeirra
eru Ingvar Arndal, Ómar Arn-
dal og Anna Ólöf. Sambýliskona
Stefáns var Þórunn Liv Kvaran.
Börn þeirra eru Inga Val-
gerður, f. 1988, sambýlismaður
Alexander Þór Crosby og Kal-
man, f. 1992. 2) Kristín, f. 9. maí
1962. Maki Marcelo Luis Audi-
bert Arias, foreldrar Pedro
Audibert og Adriana Arias
Audibert. Börn þeirra eru
Bryndís Margrét, f. 1994 og
Marcelo Felix, f. 1998. 3) Jón
Ásgeir, f. 11. febrúar 1966.
Maki Ástríður Stefánsdóttir,
Að eiga Kalman Stefánsson
fyrir pabba, tengdapabba og afa
eru mikil forréttindi sem verða
aldrei fullþökkuð með orðum.
Kalmanstunga verður ekki söm
án hans né tilvera okkar sem
söknum hans svo mikið. Kalman
Stefánsson, bóndi í Kalmans-
tungu, var engum líkur. Minn-
ingin um hann lifir og veitir
gleði, huggun og styrk.
Kristín, Marcelo, Bryndís
og Marcelo Felix.
„Og hverra manna ertu?“
Þannig heilsaði Kalman nýrri
stúlku sem kom á bæinn og átti
síðar eftir að verða tengdadóttir
hans. Kalman hafði einlægan
áhuga á fólki, á ætt þess og upp-
runa. Ég þurfti því lítið að segja
áður en hann gat rakið ætt mína
og ættir okkar beggja saman.
Við vorum fimmmenningar. Það-
an í frá var ég frænka hans. Við
nánari kynni okkar leyndi sér
ekki að Kalman var bæði óvenju
skarpur í hugsun og minnugur. Í
viðræðum við hann hafði ég iðu-
lega á tilfinningunni að hann
hefði hlustað á alla fréttatíma
frá seinna stríði og myndi þá
alla með tölu. Því fljótt rak mig
iðulega í vörðurnar; ég mundi
ekki hver hafði verið forsætis-
ráðherra eða hvenær atburðir
höfðu gerst en Kalman mundi
það. Hann var vel að sér bæði í
innlendri og erlendri stjórn-
málasögu enda þar hans áhuga-
svið. Ef aðstæður hefðu verið
aðrar hefði hann án efa sótt sér
meiri menntun. Þangað stóð
hugurinn þegar hann var yngri.
En ábyrgðartilfinningin var líka
rík, hann átti að taka við jörð-
inni og búskapur varð hans ævi-
starf.
Kalman var óvenjustór maður
og fangaði athygli manns. Hann
lagði mikið upp úr því að vera
sjálfum sér nógur. Mér er minn-
isstætt þegar hann hafði á orði
við mig að hann vildi helst bara
borða það sem hann fengi af eig-
in jörð. Hann nýtti líka afurðir
jarðarinnar og var stoltur af
þeim gjöfum sem hún gaf af sér.
Hann sótti silung upp á Arn-
arvatnsheiði, fékk kjöt af eigin
fé, ræktaðar voru kartöflur
heima og tínd ber. Vitanlega er
það mikið ríkidæmi að búa í
slíkri matarkistu. En það þurfti
að hafa fyrir matnum. Ferðir
upp í Reykjavatn gátu verið erf-
iðar sem og smalamennska og
leitir, vetur voru oft harðir og
samgöngur torfærar. Í raun var
ekkert pláss fyrir meðal-
mennsku í Kalmanstungu,
bændur þar þurftu að vera stór-
ir og þrautseigir, annars nýttust
þeim ekki gæði landsins.
Kalmanstunga er stór jörð,
hún er hrjóstrug en hún er líka
fegurst allra jarða, með sitt
hraun, sinn jökul og sínar ynd-
islegu gróðurvinjar. Kalman var
eins og landið sem hann bjó á.
Hann var samofinn jörð sinni,
ekki einungis að hann bæri nafn
jarðarinnar, hann var hluti af
henni. Hann var skapmikill en
hann var líka hlýr. Hann var
ekki að flíka eigin tilfinningum
en hann stóð með sínu fólki og
það var svo augljóst af öllum
hans gjörðum og tali að fjöl-
skyldan, fólkið hans, var það
sem skipti hann mestu máli.
Hann elskaði fólkið sitt, hann
hafði metnað fyrir þess hönd og
var stoltur af því. Stuðning hans
átti maður ávallt vísan. Það hef-
ur verið ómetanlegt veganesti
fyrir fjölskylduna okkar og fyrir
það verð ég ævarandi þakklát.
Ástríður Stefánsdóttir.
Mitt ríki er heiðin; mýrarflákar
og móar,
mosaþembur, veiðitjarnir og flóar,
og þar eru kynni þursa og
álfabarna,
og þaðan er opin leið til sólar
og stjarna.
(Davíð Stefánsson.)
Nú hafa heiðarnar upp af
Kalmanstungu opnað faðm sinn
fyrir einum af sínum bestu son-
um, Kalmani Stefánssyni, og
greitt honum leiðina til stjarn-
anna. Hann er vel að hvíldinni
kominn að loknu drjúgu dags-
verki. Við sem eftir stöndum
syrgjum og þökkum góða leið-
sögn og gefandi samfylgd.
Tengdafaðir minn tók á móti
mér kíminn á svip þegar ég hitti
hann fyrst og það fór notalega á
með okkur frá fyrstu stundu.
Ræddum oft um lífið og til-
veruna. Ef um einhvern var
rætt var hann með ættartölurn-
ar á hreinu. Við sem njótum
gæða nútímalífsins metum lík-
lega ekki sem skyldi framlag
þeirra sem ruddu brautina,
bjuggu í haginn fyrir okkur.
Þess vegna er það hollt og nær-
andi að eiga samneyti við fólk
eins og Kalman sem þekkti tím-
ana tvenna. Hann stóð sína plikt
og eltist ekki við hégóma. Jarð-
sambandið var traust og óhagg-
að á hverju sem gekk. Samband
hans við Jóhönnu Katrínu, dótt-
ur okkar Stefáns, var fallegt.
Hann kallaði hana blómið sitt og
sagði að hún yrði örugglega for-
maður kvenfélagsins seinna
meir. Bryndís tengdamamma
var óþreytandi við að hlúa að
honum og gera allt til að hann
gæti verið heima. Á sinn hljóð-
lega hátt hafði hún ákveðið það.
Ég dáðist að þeirri virðingu og
kærleika sem á milli þeirra var.
Hann sagði mér eitt sinn að í
Kalmanstungu hefði hann fæðst
og lifað og þar vildi hann deyja.
Svo fór að það rættist næstum
því hann var rétt kominn suður í
nýju íbúðina þeirra þegar hann
var lagður inn á spítala mjög
veikur rétt fyrir jólin og kom þá
í ljós að fyrir honum átti ekki að
liggja að lifa annars staðar en í
sveitinni sinni kæru. Hann
kvaddi mig með blessun á vörum
nokkrum dögum fyrir andlátið.
Í gegnum lífsins æðar allar
fer ástargeisli, Drottinn, þinn
í myrkrin út þín elska kallar,
og allur leiftrar geimurinn,
og máttug breytast myrkraból
í morgunstjörnur, tungl og sól.
(Matthías Jochumsson.)
Ég sé kæran tengdaföður
minn fyrir mér standandi á fag-
urgrænum hól í Kalmanstungu
hvar hann teygir úr sér mót
heiðbláum himni, laus úr veik-
indaviðjum og kominn á fund
horfinna ættingja sem baða hann
í mildi sinni og umhyggju. Al-
máttugur Guð verndi og blessi
minningu Gunnlaugs Kalmans
Stefánssonar og umvefji með
styrk elsku Bryndísi og aðra
ættingja á erfiðum tímum. Þín
tengdadóttir,
Kristín Finndís.
Elsku afi minn, ég sakna þess
að fá að tala við þig og heyra
röddina þína og sakna þess líka
að koma heim til þín og þú segir
við mig halló litla blómið mitt, en
ég veit að núna ertu alltaf að
fylgjast með mér. Mér þótti og
þykir óskaplega vænt um þig og
ég veit að þér þótti vænt um mig
og ég veit að þér þykir enn vænt
um mig. Þetta er bænin sem þú
og amma kennduð mér:
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Blómið þitt,
Jóhanna Katrín.
Það er ósk mín að segja nokk-
ur orð í minningu Kalmans
bróður míns.
Betri bróður er ekki hægt að
hugsa sér. Þegar við vorum að
alast upp fann ég þann styrk,
sem það veitir að eiga stóran
bróður. Á seinni árum ævinnar
þegar við vorum aðskilin vegna
veru minnar í Bandaríkjunum,
þá var hann mér alltaf jafnkær.
Nú er hann horfinn á braut en
skilur eftir svo margar góðar
minningar.
Konu hans, Bryndísi, börnum
og barnabörnum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Jóhanna.
Kær mágur og svili er fallinn
frá, allt of fljótt. Kalman var
hjálpsamur athafnamaður og
mikill vinur. Það var gott að
vera í návist hans og ánægjulegt
að ræða við hann hin ýmsu mál
lífsins. Minningar úr Borgarfirð-
inum, sveit Kalmans, eru líka of-
arlega í huga, Arnarvatnsheiði,
Strútur, hellarnir og Tungan.
Hvað hann var umhyggjusamur
við þrettán ára mágkonu, sem
naut þess að annast yndisleg
börn hans. Einnig gleymist seint
útivera í heyskap, smala-
mennsku og að birkja tré í girð-
ingu. Þar lærði margur ungling-
urinn að vinna undir stjórn
þeirra hjóna Kalmans og Bryn-
dísar. Sú ánægjulega minning
endist þeim ævilangt. Að vera
lítil perla í vinakeðju er dýrmæt
reynsla. Síðustu árin sat at-
hafnamaðurinn Kalman á frið-
arstóli, hljóður en athugull.
Jafnt um það sem lesa mátti í
dagblöðum gærdagsins eða það
sem stóð í gömlum bókum eins
og Sturlungu.
Æðruleysi, bros og vinar-
kveðja þegar við komum í Kal-
manstungu verður okkar minn-
ing. Innilegar samúðarkveðjur.
Þökkum góða samfylgd.
Margrét og Torfi.
Frændi okkar og vinur, Kal-
man Stefánsson, hefur kvatt
okkur. Kalman var örlagavaldur
í lífi okkar og fráfall hans hleyp-
ir af stað skriðu tilfinninga og
minninga. Minninga frá dvöl
okkar í Kalmanstungu sem börn
og unglingar. Þetta var mótun-
artímabil í lífi okkar og þó að
hálf öld sé liðin er þetta tímabil
ljóslifandi enn þann dag í dag. Í
Kalmanstungu var allt stórbrot-
ið, þar gustaði um mikla per-
sónuleika og fjöllin rísa hátt á
þessum þá afskekkta stað. Það
var ómetanlegt fyrir okkur að
upplifa stórbrotið mannlíf og
stórkostlega náttúrufegurð Kal-
manstungu á uppvaxtarárum
okkar.
Kalman var einstakt glæsi-
menni, hæfileikaríkur á allan
máta og fæddur með leiðtoga-
hæfileika. Með framkomu sinni
og glaðværð var hann foringi í
starfi og leik. Fólk sóttist eftir
samneyti við hann og enda var
hann skemmtilegur maður. Ekki
fór hjá því að hitt kynið liti hann
hýru auga, en eftir að hann sá
Bryndísi sína í fyrsta sinn á
Snorrahátíð í Reykholti komst
ekki framar önnur kona að í
huga hans. Þetta var ást við
fyrstu sýn. Ást sem hafin var yf-
ir allan vafa og varði alla ævi.
Þessi djúpa ást og vinátta
hjónanna var gagnkvæm.
Nám lá vel fyrir Kalmani og
vinna lék í höndum hans. Hann
átti auðvelt með að virkja ung-
viðið í sveitinni og var næmur á
hvað mátti bjóða hverjum og
einum í verkum sem vinna
þurfti. Kalmani voru í raun allir
vegir færir og hefði hann auð-
veldlega getað valið sér hvern
þann vettvang sem honum sýnd-
ist. Hann kaus þó mjög ungur
að taka við ættaróðalinu af for-
eldrum sínum og var síðar bóndi
í Kalmanstungu alla sína starfs-
ævi. Hann valdi að rækta jörð-
ina og feta í fótspor feðra sinna.
Ekki er ólíklegt að hugsjón hafi
stýrt ferð og að blóðið hafi runn-
ið til skyldunnar með það nafn
sem hann bar.
Frammámenn í stjórnmálum
sóttust eftir þátttöku hans í
landspólitík og um skeið var
hann virkur í stjórnmálum. Það
var þó hans ákvörðun að helga
sig búskapnum alfarið og í Kal-
manstungu lifði hann til dauða-
dags. Bryndís var ætíð stoð
hans og stytta og undir lokin
gerði hún honum kleift að dvelja
jafnlengi á ættaróðali sínu og
raun bar vitni.
Í minningu okkar verður Kal-
man glæsimennið sem alla heill-
aði upp úr skónum með fram-
komu sinni og glaðværð. Það er
sannarlega sjónarsviptir þegar
stórmenni eins og Kalman
hverfur af sviðinu. Við sem
kveðjum hann hér erum full
þakklætis fyrir það að hafa átt
með honum samleið og að hafa
fengið að tengjast þeim einstaka
stað sem Kalmanstunga er. Við
færum Bryndísi og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og óskum þeim bless-
unar um alla framtíð.
Ingólfur, Ingibjörg og
Árni Björn.
Elskulegi frændi og vinur.
Okkar vinátta hefur staðið
lengi og alltaf jafnánægjulegt að
heimsækja ykkur Bryndísi, sem
var oft í gegnum árin. Börnin
okkar á svipuðum aldri. Nú þjá-
ist þú ekki lengur. Ég efast ekki
um að þú hafir fengið góðar
móttökur. Þú hafðir líka alltaf
gaman af er Jón tók í píanóið og
hafðir sérstakar mætur á Svana-
söng á heiði. Þið Jón náðuð vel
saman.
Það var toppurinn á tilver-
unni þegar við fórum fram á
Heiði að veiða. Ég tala nú ekki
um er við gengum á Strútinn –
vorum rígmontin er við stóðum
á toppnum. Þú talaðir um að þig
hefði alltaf langað að ganga á
Bauluna. Kannski eigum við það
eftir. Mér fannst sérlega
ánægjulegt er ég kom í
Kalmanstungu að koma á gamla
baðstofuloftið. Þar fann ég hvað
þetta hús hafði mikla sál.
Ég kveð þig með söknuði og
votta Bryndísi og allri ykkar
fjölskyldu innilegustu samúð.
Þú átt að vernda og verja
þótt virðist það ekki fært
allt sem er hug þínum heilagt
og hjarta þínu kært.
Vonlaust getur það verið
þótt vörn þín sé djörf og traust.
En afrek í ósigrum lífsins
er aldrei tilgangslaust.
(Guðmundur Ingi Kristjánsson)
Hvíl í friði, kæri frændi.
Hafðu þökk fyrir allt.
Ída Sigurðardóttir.
Þar sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt
en jörðin fær hlutdeild í himn-
inum
(Halldór Laxness)
Þessi tilvitnun úr Heimsljósi
kemur mér í hug þegar ég
hugsa til æskustöðvanna þar
sem nú hefur einn máttarstólp-
inn fallið frá.
Það fer ekki á milli mála að
margs er að minnast þegar ná-
inn vinur og frændi fellur í val-
inn.
Við Kalman vorum bræðra-
börn og bæði fædd og uppalin á
sama bæjarhlaðinu í Kalman-
stungu þar sem foreldrar okkar
bjuggu.
Æskan leið eins flestra sveita-
barna á fimmta og sjötta áratug
síðustu aldar.Við lékum okkur
mikið saman, einkum við þrjú,
Kalman og Nanna (Jóhanna) og
ég. Leiksvæðið var óendanlega
stórt og fjölbreytt og margt var
brallað.
En árin liðu og fyrr en varði
voru skylduverkin farin að segja
til sín. Kalman var mjög bráðger
unglingur, sterkur og óhræddur
við flest eða það fannst okkur
stelpunum.
Heimili Stefáns og Valgerðar
foreldra Kalmans og Nönnu var
sannkallað menningarheimili þar
sem tónlist og bækur áttu
öruggan sess við hliðina á bú-
störfunum og þetta nýtti unga
fólkið sér vel.
Ég man Kalman ungan og
bjartsýnan bónda sem tók við
föðurleifð sinni, fullan hug-
mynda og kjarks, nýlega kvænt-
an sinni frábæru konu Bryndísi.
Þá var bjart yfir staðnum. Börn-
in þeirra þrjú urðu kærkomnir
leikfélagar minna barna þegar
þau hittust.
Síðustu árin voru Kalmani ef-
laust mjög erfið þegar líkamlegt
þrek fór þverrandi en alltaf var
jafngaman og fræðandi að
spjalla við hann því minnið var
trútt og hann var fróðleiks-
brunnur hinn mesti og hafði
ákveðnar skoðanir.
Allar þessar góðu minningar
verða í huga mínum sem minn-
isvarði um frábæran mann og
góðan ferðafélaga á lífsleiðinni.
Ég bið Bryndísi, börnum
þeirra og öðrum afkomendum
allrar blessunar. Ég og mín fjöl-
skylda kveðjum Kalman frænda
minn og vin með þakklæti og
virðingu.
Ólöf Kristófersdóttir.
Tvívegis hef ég tekið sérstöku
ástfóstri við sveitir landsins. Í
fyrra skiptið var það árið 1976
þegar ég réðst sem kaupakona í
sveit austur á fjörðum á innsta
bæinn í Berufirði. Síðara skiptið
var um tíu árum síðar þegar
skólasystir mín úr háskólanum,
Kristín Kalmansdóttir, bjó svo
um hnútana að foreldrar hennar,
þau hjónin Kalman og Bryndís,
buðu mér til dvalar í Kalman-
stungu. Tilefnið var að gefa mér
kost á að kúra yfir fræðibókum
við próflestur, ein og ótrufluð í
stórbrotinni umgjörð efsta bæj-
arins í Borgarfirði þar sem Ei-
ríksjökull vakir yfir. Kalmans-
tunga er stórbýli, bærinn sjálfur
er reisulegur og engum sem
þangað kom blandaðist hugur
um þann myndarbrag sem ein-
kenndi búrekstur þeirra hjóna.
Á meðan á dvöl minni stóð
átti ég því láni að fagna að
kynnast nánar Kalmani og
Bryndísi, en þau voru einkar
samrýnd eftir áratuga farsælan
búskap. Kalman var hár og
myndarlegur á velli, stórbóndi
og framsýnn maður, hann var til
að mynda einn þeirra bænda
sem reistu rafstöð á landareign
sinni. Fáa hef ég hitt jafn víð-
lesna, minnuga og fróða, hvort
sem um var að ræða málefni líð-
andi stundar eða um ættfræði
Íslendinga. Ég minnist þeirra
skemmtilegu og oft á tíðum
mannmörgu samverustunda í
hlýlegri stofunni í Kalman-
stungu þar sem fjörugar um-
ræður um landsmálin fóru fram
og lífleg skoðanaskipti um það
sem efst var á baugi. Kalman
var miðpunkturinn og nærvera
hans fór ekki framhjá neinum.
Það var litið upp til hans og
hlustað þegar hann tók til máls
á sinn yfirvegaða hátt. Hann
þurfti ekki að hafa mörg orð um
hlutina. Hann velti fyrir sér
þjóðmálunum, var sjálfstæðis-
maður og hafði fastmótaðar
skoðanir í pólítík. Kalmani var
afar umhugað um fjölskyldu
sína en þau hjónin eignuðust
þrjú börn sem öll hafa gengið
menntaveginn en haldið mikilli
tryggð við heimahagana. Ég á
Kalmani og Bryndísi margt að
þakka.
Ekki aðeins fyrir að tryggja
það forðum að próflesturinn
skilaði árangri heldur einnig fyr-
ir alla þá gestrisni sem við hjón-
in og dætur okkar höfum fengið
að njóta í sveitinni. Fjölskyldur
okkar Stínu hafa bundist vin-
áttuböndum, ekki síst fyrir
ógleymanlegar stundir í Kal-
manstungu þar sem yngsta kyn-
slóðin fékk að komast í tæri við
Kalman Stefánsson