Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.03.2011, Qupperneq 48
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Er hægt að halda í sakleysi sitt í heimi sem er á leiðinni til andskot- ans? Getur hinn mesti sakleysingi orðið algjör illvirki? Hver er vilji þessa Guðs sem allir eru alltaf að tala um og hver má framfylgja hon- um?“. Svo er spurt í kynningu á leikritinu Ljótleik sem leikfélag Menntaskólans við frumsýnir í kvöld kl. 21. Verkið er eftir leik- stjóra verksins, Bjartmar Þórðar- son og leikhóp menntskælinga. Í kynningu segir ennfremur að í verkinu fái leikhúsgestir að kynnast „ofurjákvæðri húsmóður, þroska- hömluðum krúttum, kynóðum nunnum og nokkrum öðrum mis- bitrum einstaklingum“ og að per- sónulegir djöflar, fíkniefnadjöflar og aðrir árar komi við sögu og „leggi sitt af mörkum til að mann- skepnan mígi í þær tæru lindir sem fyrirfinnist í mannflóru nútímans – jafnvel í nafni hins góða“. Hvert stefnum við? Blaðamaður sló á þráðinn til leik- stjórans og spurði hvort verkið væri einn allsherjar heimsósómi. „Þetta lýsir heimi sem er í rauninni orðinn það firrtur að það er ekkert pláss fyrir sakleysi, hið ósnerta og tæra. Við göngum pínulítið út frá því, eins og er oft, að þegar fólk hefur misst sakleysi sitt kemur oft upp afbrýði- semi í garð hins tæra og ósnerta og þörf fyrir að rífa niður á sama hátt og maður sjálfur hefur verið rifinn niður,“ útskýrir Bjartmar. Í verk- inu sé búinn til áferðarfallegur heimur sem sé ljótur undir niðri. „Það má að vissu leyti líta á þetta sem einhvers konar viðvörun eða aðvörun varðandi það hvert við stefnum. Hvernig heimi viljum við búa í?“ bætir hann við. Fólk þurfi að skapa þann heim sem það vilji búa í, það sé ekki nóg að tala um það hvernig heimurinn eigi að vera en grafa um leið undan honum. Ýjað að ofbeldi – Það er varað við því að sýningin sé ekki fyrir viðkvæma og kynning- arveggspjöld Ljótleiks hafa verið fjarlægð af veggjum MH, þóttu of gróf. Eru þau of gróf? „Mér finnst þau ekki of gróf, þau sýna ekki neitt en það sem fer kannski fyrir brjóstið á fólki sem sér þessi plaköt er að þau eru áferðarfalleg en þematískt ljót. Þegar maður sér þau þá gefa þau til kynna að eitthvað sé ekki í lagi,“ svarar Bjartmar. Á öðru vegg- spjaldinu sjást tvær nunnur aftan frá, berar að ofan, að reykja og á hinu liggur ófrísk kona í kjól með nærbuxurnar dregnar niður að hnjám. „Það er ekkert ofbeldi í myndinni en hún ýjar að ofbeldi undir fallegri glansmynd,“ segir Bjartmar um síðarnefnda vegg- spjaldið. „Þetta er einmitt hluti af þeirri ádeilu sem við viljum koma á framfæri.“ Verið sé að fjalla um eitthvað sem er ljótt, ekki að upp- hefja það, að skoða heiminn út frá sakleysi eða öllu heldur skorti á því. Því sé verkið öfgakennt í því séu sagðar nokkrar sögur sem tengist saman á endanum með þematískum hætti. Áferðarfallegur en ljótur heimur  Það er ekkert pláss fyrir sakleysi í leikritinu Ljótleikur sem leikfélag MH frumsýnir í kvöld  Veggspjöld Ljótleiks með myndum af berum nunnum og óléttri konu voru tekin niður í MH Ljótt Sakleysinu fórnað í leikritinu Ljótleik sem frumsýnt verður í kvöld. Leikstjórinn Bjartmar Þórðarson. Gróft? Annað veggspjaldanna sem fóru fyrir brjóstið á einhverjum inn- an veggja í menntaskólans. Ljótleikur er sýndur á Eyjarslóð 3 í Reykjavík. Upplýsingar um sýning- artíma má finna á ljotleikur.tk. 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikarinn Magnús Jónsson hefur í vetur farið mikinn á leikhúsfjölum á Akureyri sem hinn skæði Frank N Furter í rokksöngleiknum Rocky Horror. Magnús hefur komið víða við leiklist en einnig í tónlist, m.a. í dúettinum BB&Blake og hljóm- sveitinni GusGus. En listmálarann Magnús Jónsson þekkja færri og í dag gefst mönnum tækifæri á að kynnast honum því hann opnar sýn- ingu á málverkum sínum í galleríinu Auga fyrir Auga, að Hverfisgötu 35, kl. 16. Hundurinn Sámur Magnús er nýkominn úr teikni- myndartalsetningu þegar blaðamað- ur nær í hann. „Ég hef alltaf verið að mála, kannski meira fyrir skáp- inn síðustu tíu árin og svo hefur þetta verið að ágerast mikið, ég á orðið svo mikið af myndum að ég ákvað bara að stíga út úr skápnum og sýna þetta,“ segir Magnús. – Málverkaskápnum? „Já, algjörlega,“ segir Magnús og hlær. Sýningin ber yfirskriftina Skrámur og Magnús segir þann titil hafa margbreytilega merkingu fyrir sér. „Fyrir það fyrsta er Skrámur einhvers konar tröll, fólk þekkir kannski bræðurna Glám og Skrám og svo átti ég hund sem hét Sámur. Einhverra hluta vegna tengist þetta nafninu á honum og svo einhvern veginn finnst mér þetta tengjast svolítið myndunum hjá mér. Þar eru sterkar fígúrur, svolítið tröllalegar og svo eru það skrámur, eins og skráma á hendi og svoleiðis. Mér fannst þetta nafn henta vel sýning- unni.“ Picasso, Kandinsky, Eggert – Aðhyllist þú einhverja ákveðna stefnu í málaralistinni? „Ég er algjörlega ólærður, hef ekkert lært í myndlist en ég þekki náttúrlega vel málara eins og Kand- insky, Picasso og Miró, þetta eru þeir sem ég tengi mest við. Eggert Magnússon finnst mér frábær hérna heima, mikill naívisti. Ég mála frek- ar tjáningarríkar og kannski frekar barnalegar myndir sem eru svona expressjónismi og naífismi, ef mað- ur á að fara í þessar isma-stellingar. Hver mynd er ákveðin saga líka og „statement“,“ útskýrir Magnús. Hann segist iðulega sjá liti og form þegar hann semji tónlist, tón- listin og myndlistin renni saman. Það hafi lengi blundað í honum að fara að mála og einn daginn hafi hann látið verða af því, keypt öll nauðsynleg áhöld og efni til listmál- unar en verkin málar hann með akrýlmálningu á striga. „Ég var kannski að semja lag í einu herbergi og fékk þá hugmynd að málverki og fór þá á strigann. Þegar ég var kom- inn í þrot þar fór ég að semja tón- list.“ Magnús segir ákveðinn grunnstíl að fæðast hjá sér en hann hafi aldrei verið bundinn við eitt þema. „Þetta eru mikið sterkar fí- gúrur í undarlegu umhverfi, und- arlegum borgum. Ég nota marga liti, er mjög litaglaður. Það er mikið af trúðum og skrýtnum persónum.“ Stigið út úr skápnum Fígúrur Málverkið Skrámur af samnefndri sýningu Magnúsar sem opnuð verður í dag í Auga fyrir Auga. Magnús sýnir tugi málverka á sýningunni.  Leikarinn Magnús Jónsson opnar málverkasýninguna Skrámur  Naíf-expressjónismi, ef skilgreina þarf verkin með „ismum“, segir hann Skapti Hallgrímsson Leikarinn Magnús Jónsson gerir sig kláran fyrir hlutverk Franks N Fur- ter í Rocky Horror. Nú er hann stig- inn út úr skápnum sem listmálari. Bjartmar er lærður leikari og hefur einnig starfað sem leik- stjóri. Hann hefur m.a. leikið í seinni þáttaröð Pressu, í kvik- myndinni L7: Hrafnar, sóleyjar og mirra og í einleiknum Skepna sem sýndur var í Norðurpólnum í fyrra. Hann lagði stund á leik- stjórnarmarkaðsnám í Bretlandi árið 2008, var aðstoðarleikstjóri í verkinu Ég heiti Rachel Corrie sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum og stýrði Stúdentaleikhúsinu í fyrra í verk- inu Hrópíum sem hann samdi með leikhópnum. Þá má einnig nefna að hann leikstýrði verkinu Glerlaufin sem sýnt var í Norður- pólnum í fyrra. Leikari og leikstjóri ÚR FERILSKRÁNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.