Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 52

Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 52
AF GRÁTI Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Það er fátt meira frelsandien að gráta hressilega yfirbíómyndum eða sjónvarps- þáttum. Frelsandi er kannski ekki rétta orðið, fari gráturinn fram í kvikmyndahúsum. Þá getur verið vandasamt að koma sér og sínum rauðbólgnu hvörmum óséðum út úr kvikmyndahúsinu. En ef áhorf fer fram heima í stofu er fátt því til fyrirstöðu að leyfa ekkasog- unum að flæða fram að vild.    Ég á tvær minningar semflokkast myndu undir fyrr- greinda lýsingu á grátbólgnum kvikmyndahúsaferðum. Annars- vegar var það þegar ég fyrir nokkrum árum sá mynd sem nefn- ist Simon Birch, mynd um ungan fatlaðan dreng sem sér lífið svo ljómandi fallegum augum. Hann endar svo á að bjarga fjölda skóla- barna frá drukknun þegar skóla- rúta þeirra sekkur í sæ. Simon veikist svo af volkinu að hann deyr skömmu síðar! Það er skemmst frá því að segja að ég grét næstum úr mér augun, svo hressilega að ég var enn með ekka í bílnum á leiðinni heim. Í hitt skiptið sem ég grét ótæpilega í bíói var það einnig yf- ir örlögum ungs drengs. Það var þegar aðalpersóna Pay It Forward var stungin til bana eftir að hafa reynt að hafa góð áhrif á um- hverfi sitt með heimatilbúnum góðverkaleik.    Reyndar fer þetta eftir dags-forminu. Augu mín hafa fyllst af tárum þegar tilkynnt er um sigurvegara á Óskarsverð- launahátíðinni. Og þá er ég ekki bara að tala um þegar Heath heit- inn Ledger vann eftir dauða sinn og fjölskylda hans tók við verð- laununum. Nei nei, það er alveg jafn áhrifaríkt þegar hinn sprell- lifandi Colin Firth fær Óskarinn. Þá kemst ég helst ekki grátandi í gegnum heilan þátt af Brothers and Sisters, enda þar annar hver maður með krabbamein eða stend- ur í skilnaði, nema hvort tveggja sé.    Þess á milli get ég setið stein-runnin yfir ýmsum hörm- ungum sem á manni dynja gegn- um viðtækið án þess að votti fyrir tári á hvörmum. Ég horfði til dæmis bæði á La Vita E Bella án þess að blikna og ég grét ekki baun yfir Schindler’s List. Dags- forminu er því greinilega að ein- hverju leyti um að kenna þó að ég minnist þess ekki að hafa verið að ganga í gengum neinar andlegar hremmingar í áðurtöldum bíóferð- um.    Að lokum má geta þess að einsorglegasta mynd allra tíma verður sýnd í Sjónvarpinu í kvöld. Það er myndin um Joseph Mer- rick, sem gekk undir nafninu Fíla- maðurinn. Góðhjörtuð sál í van- sköpuðum líkama sem almenningur traðkaði á líkamlega sem andlega. Dragið fram vasa- klútana, gott fólk! birta@mbl.is Grenjað í bíói » Góðhjörtuð sál ívansköpuðum lík- ama sem almenn- ingur traðkaði á lík- amlega sem andlega. Dragið fram vasa- klútana, gott fólk! Fílamaðurinn Sorglegasta mynd allra tíma er í Sjónvarpinu í kvöld. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SPARBÍÓ 3D á allar sýningar merktar með grænu950 kr.. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI ATH. NÚMERUÐ SÆ TI Í KRINGLUNNI „MYNDIN ER Í ALLA STAÐI STÓRBROTIN OG STENDUR FYLLI- LEGA UNDIR LOFINU SEM Á HANA HEFUR VERIÐ BORIÐ.“ - H.S. - MBL.IS HHHHH „ÓGLEYMANLEG MYND SEM ÆTTI AÐ GETA HÖFÐAÐ TIL ALLRA. BJÓDDU ÖMMU OG AFA MEÐ, OG UNGLINGNUM LÍKA.“ - H.V.A. - FBL. HHHHH GAGNRÝNENDUR OG ÁHORFENDUR UM ALLAN HEIM ERU SAMMÁLA UM AÐ THE KING'S SPEECH SÉ EIN BESTA OG SKEMMTILEGASTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í ÁRARAÐIR FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI „EIN BESTA MYND ÞEIRRA COEN BRÆÐRA“ - EMPIRE „MYNDIN BÝÐUR ÞVÍ UPP Á ENDURTEKIÐ ÁHORF OG ÓGLEYMANLEGA SKEMMTUN.“ - H.S. - MBL 7 BAFTAVERÐLAUN BESTI LEIKSTJÓRI - TOM HOOPER BESTI LEIKARI - COLIN FIRTH BESTA HANDRIT4 ÓSKARSVERÐLAUN BESTA MYND SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM Á EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FRÁ FARRELLY BRÆÐRUM, ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SOMETHING ABOUT MARY OG DUMB AND DUMBER! SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI - T.V. - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI FÓR BEINT Á TO PPINN Í USA - ROGER EBERT HHHH HALL PASS kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 GEIMAPAR 2 ísl. tal kl. 2 - 4 L HALL PASS kl. 1:30 - 3:40 - 8 - 10:20 VIP YOGI BEAR 3D ísl. tal kl. 1:20 L RANGO ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L I AM NUMBER FOUR kl. 10:30 12 RANGO enskt tal kl. 10:30 L TRUE GRIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 JUSTIN BIEBER kl. 1:30 - 3:40 - 5:40 - 8 L THE KING'S SPEECH kl. 3 - 5:30 - 8 L THE RITE kl. 8:10 - 10:30 16 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 L / ÁLFABAKKA HALL PASS kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 TRUE GRIT kl. 10:20 16 RANGO 3D ísl. tal kl. 1 - 3:20 - 5:40 L YOGI BEAR 3D ísl. tal kl. 1 - 3:20 L JUSTIN BIEBER 3D ótextuð kl. 3:20 - 5:40 - 8 L GEIMAPAR 2 3D ísl. tal kl. 1 - 3:20 L I AM NUMBER FOUR kl. 8 - 10:30 12 THE RITE kl. 10:30 16 THE KING'S SPEECH kl. 5:30 - 8 L ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D ísl. tal kl. 1 L / EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.