Morgunblaðið - 05.03.2011, Side 56

Morgunblaðið - 05.03.2011, Side 56
LAUGARDAGUR 5. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2011  Á morgun kl. 14 heldur Skóla- hljómsveit Kópavogs árvissa vor- tónleika sína í Háskólabíói og verður henni skipt í þrjár hljómsveitir eftir aldri. Um 150 ungmenni koma fram á tónleik- unum og er efnisskráin fjölbreytt, m.a. syrpa úr kvikmyndunum Pir- ates of the Caribbean, lög eftir Bítlana og Led Zeppelin. Stjórnandi hljóm- sveitanna er Öss- ur Geirsson. Vortónleikar í Háskólabíói 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. FBI maður á lífi eftir 4 ár í haldi 2. 12 ára drengur handtekinn 3. Síminn stoppaði ekki 4. Stöðvaðir á Gardermoen  Í dag verður haldin tískusýningin Fashion with Flavor á Höfn í Horna- firði. Viðburðurinn kallar fram ís- lenska náttúru með nýstárlegum hætti, þar sem hráefni tengd land- búnaði og sjávarútvegi verða fléttuð saman á mjög áhrifaríkan hátt bæði í mat og tísku. »18 Tískusýning sem bragð er að  Í tengslum við HönnunarMars sem fram fer í Reykjavík 24.-27. mars stendur Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir sér- stakri fyrirlestra- dagskrá þar sem erlendir fyrirles- arar velta fyrir sér hlutverki hönnuða á tímum breytinga. Vöruhönnuðurinn Jersey Seymour og Winy Maas arki- tekt (á mynd) munu m.a. halda erindi. Heimsfrægir hönn- uðir á HönnunarMars FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 15-23 m/s, heldur hægari austantil. Slydda eða snjókoma, fljótlega rigning sunnan- og vestanlands. Allhvöss eða hvöss sunnanátt. Á sunnudag og mánudag Suðvestanátt, víða allhvöss eða hvöss og éljagangur, en yf- irleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti um frostmark, frost 0 til 5 stig á mánudag. Á þriðjudag Snýst í norðanátt, með snjókomu eða éljum fyrir norðan en úrkomulítið annars staðar. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Rut Jónsdóttir, landsliðskona í hand- knattleik, og félagar hennar í danska úrvalsdeildarliðinu Team Tvis Holste- bro tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úr- slitakeppninni um danska meistara- titilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Sex efstu lið deildarinnar fara í úr- slitakeppnina. Lið Örnu Sifjar Páls- dóttur, Team Esbjerg, á sæti í úrslita- keppninni næsta víst. »1 Rut fer með Tvis Holste- bro í úrslitakeppnina Stjarnan, sem tapaði fyrir ÍR í síðustu umferð úrvals- deildar karla í körfuknatt- leik, sneri heldur betur við blaðinu í kvöld þegar hún vann Íslandsmeistara Snæ- fells, 94:80, á heimavelli í Iceland Express-deildinni. Keflavík lagði leikmenn KFÍ að hólmi, 123:87, í Keflavík í kvöld og Njarðvík vann Hauka á Ásvöllum, 80:72. »2 Stjarnan vann meistarana Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði þýska liðs- ins N-Lübbecke, fær ekki nýjan samning hjá félagi sínu. „Auðvitað er ég fúll þar sem ég er búinn að standa mig vel undanfarin ár og vera fyrirliði liðsins. Það finnst flestum þetta mjög skrýtið, félagarnir eru undr- andi og flestir í kringum félagið,“ segir Þórir. »1 „Flestum finnst þetta mjög skrýtið“ Ágúst Ingi Jónsson Víðir Sigurðsson Rúmlega hálfa ævi sína hefur Katrín Jónsdóttur átt fast sæti í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Í gær náði hún þeim merka áfanga að jafna met Rúnars Kristinssonar, sem lék á sínum tíma 104 landsleiki með karlalandsliðinu. Kvennalands- liðið lék þá gegn Kína í Algarve- bikarnum og vann glæsilegan sigur, 2:1. Líklegt má telja að Katrín landsliðsfyrirliði slái landsleikja- metið á mánudag er Ísland mætir Danmörku á mótinu í Portúgal en eftir sigra á tveimur af sterkustu landsliðum heims, Svíum og Kín- verjum, nægir Íslandi jafntefli í þeim leik til að spila um gull- verðlaunin á mótinu gegn liði Bandaríkjanna. Katrín er 33 ára gömul og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland gegn Skotum ytra árið 1994 er hún kom inn á sem varamaður og lék í fimm mínútur. Þá var hún 16 ára og hefur sagt frá því að hún var kölluð krakk- inn í allri þeirri keppnisferð. „Það er alltaf jafnmikill heiður að spila fyrir Íslands hönd og mér hef- ur liðið eins þegar þjóðsöngurinn er spilaður, hvort sem það var í fimmta leiknum eða þeim hundraðasta. En sem betur fer var enginn að velta þessum 104. leik fyrir sér þegar hann var að hefjast, fókusinn var all- ur á leiknum sjálfum og að vinna hann, sem skiptir mestu máli. Svona áfangar verða án efa dýrmætari seinna meir þegar maður horfir til baka yfir ferilinn. En það er mikill heiður að vera komin við hlið Rúnars Kristins- sonar, leikmanns sem ég fylgdist að sjálfsögðu mikið með og var magnaður íþrótta- maður,“ sagði Katrín við Morgunblaðið eftir sigurinn á Kínverjum í gær. »Íþróttir Hálfa ævina í landsliðinu  Katrín jafnaði landsleikjamet Rúnars í gær Ljósmynd/Algarvephotopress Skallar Katrín Jónsdóttir er jafnan aðgangshörð við mark andstæðinganna í föstum leikatriðum og hér skallar hún að marki Kínverjanna í leiknum í gær. Katrín hefur skorað 19 mörk í 104 landsleikjum fyrir Íslands hönd. „Ferill Katrínar er einstakur, hún er margfaldur meistari, mennt- aður læknir, leiðtogi og mikil fyrirmynd,“ sagði Rúnar Kristinsson í gær, en hann er núna við stjórnvölinn hjá KR. „Ég býð hana velkomna í hópinn og óska henni inni- lega til hamingju með áfang- ann og frábæran árangur.“ Rúnar sagði margt athyglisvert við feril Katrínar Jónsdóttur. Hún hefði til dæmis náð að mennta sig sem læknir og starfað á því sviði samhliða knatt- spyrnunni. Þá hefði hún verið mjög sigursæl, en tvívegis hefur Katrín orðið Noregsmeistari og er marg- faldur meistari á Íslandi með Val og Breiðabliki. Árið 2008 var hún kjörin íþróttamaður Reykjavíkur. „Það þarf karakter, vinnusemi, dugnað, gæði og eitthvað af heppni í bland til að ná svona árangri. Ég fagna hverjum þeim sem hlotnast sá heiður að spila svona marga landsleiki og óska þess að sem flestir fái að upplifa það sama og við Katrín höfum gert með landsliði Íslands. Katrín er afrekskona í íþróttum og mikill karakter,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leiðtogi, meistari, fyrirmynd, læknir RÚNAR KRISTINSSON BÝÐUR KATRÍNU VELKOMNA Í HÓPINN Rúnar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.