Saga - 2005, Blaðsíða 29
HEIÐUR OG HELVÍTI
27
agra manna sögur innihéldu fjölbreytilegt efni, goðsögulegt eða í
formi þjóðsagna. Þær gáfu mönnum tilefni til að heimfæra söguefn-
ið upp á eigið líf.79 Réttlæting manna á oft ókristilegri hegðun sinni
hefur síðan að öllum líkindum verið í samræmi við þær hugmynd-
ir sem þeir höfðu viðað að sér og hagrætt eftir eigin geðþótta. í dag-
legum störfum voru t.a.m. ýmis boð og bönn sem sögðu til um
hvað mætti og hvað ekki á ákveðnum helgidögum. Ákvæði um þá
er að finna í kristinna laga þætti Grágásar, sem gilti til 1275.80 Ymsar
óskráðar siðferðilegar skyldur sem menn höfðu við vini og vanda-
menn brutu þannig oft í bága við hin kristnu boð. Þetta olli því að
hinn gullni meðalvegur var vandfarinn ef ekki nánast ófær með
öllu. íslenska kirkjan var háð löggjafarvaldi og laut landslögum. En
þar sem hún var auk þess hluti af hinni rómversk-kaþólsku kirkju
þá var hún einnig bundin hinum almennu kirkjulögum, svonefnd-
um guðslögum, sem voru óháð hinum veraldlegu lögum.81 Skilin
milli guðslaga og landslaga voru afar óskýr og urðu því einn or-
sakavaldur ófriðarbáls 13. aldar.
Leiðarvísir leikmanna
Samhliða hinum trúarlegu siðaboðum varð til rit sem var ætlað að
sameina hinn veraldlega þátt lífsins hinum kristilega. Ritið nefnist
Konungs skuggsjá og er skrifað af vel menntuðum kennimanni fyrir
þá sem voru í þjónustu konungs og er nokkurs konar leiðarvísir hirð-
manna í góðum siðum.82 Á 12. og 13. öld, þegar kirkjan hafði hert
siðferðiskröfur til muna, má ætla að slíkt rit hafi verið hið mesta
þarfaþing; einkum þar sem skyldur veraldlegra manna brutu oft
stórlega í bága við kristilega breytni. Kerfisbundið var predikað um
hvað biði handan dauðans og hvernig menn gætu undirbúið sig svo
að þeir öðluðust góða vist. í Konungs skuggsjá er að finna réttlætingu
á flestu því veraldlega vafstri sem flokkast undir syndsamlegt athæfi:
79 Einar Ólafur Sveinsson, The Age ofthe Sturlungs, bls. 138.
80 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir", íslensk þjóðmenning V. Trúarhættir
(Reykjavík, 1988), bls. 215.
81 Hjalti Hugason, Kristni á íslandi I. Frumkristni og upphaf kirkju (Reykjavík,
2000), bls. 280-288. — Einnig Jón Jóhannesson, íslendinga saga 1, þjóðvcldisöld
(Reykjavík, 1965), bls. 192-194, 224.
82 Amved Nedkvitne, Motet med doden i norron middelalder, bls. 119,121. — Sjá
einnig Sverri Jakobsson, „Uppmni nútímans á 13. öld", Skírnir 174 (2000), bls.
219-220.