Saga - 2005, Blaðsíða 261
FRÁ SÖGUFÉLAGI
259
SKÝRSLA STJÓRNAR SÖGUFÉLAGS
2003-2004
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 25. september 2004 í húsi
félagsins og hófst hann kl. 14. í fjarveru forseta félagsins setti Hulda S. Sig-
tryggsdóttir, ritari félagsins, fund og skipaði Guðmund Jónsson dósent
fundarstjóra. Síðan flutti ritari skýrslu stjórnar.
Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 26. október 2003, er kunnugt
um að eftirtaldir átta félagsmenn hafi fallið frá: Guðmundur Friðgeir
Magnússon bókavörður á Þingeyri, Guðni Guðmundsson fyrrum rektor,
Gylfi Þ. Gíslason fyrrum ráðherra, Haraldur Blöndal lögfræðingur, Högni
Ágústsson verkamaður, Kolbeinn Kristófersson læknir, Matthías Viðar Sæ-
mundsson dósent, Robert Kellogg prófessor í Virginíu og Þorgeir Þorgeir-
son rithöfundur. Fundarmenn vottuðu hinum látnu félögum virðingu með
því að rísa úr sætum.
Stjórnin var skipuð sömu mönnum og á starfsárinu á undan. Á fyrsta
fundi sínum skipti stjórnin með sér verkum. Ritari var áfram Hulda S. Sig-
tryggsdóttir og gjaldkeri Ragnheiður Kristjánsdóttir. Átta stjórnarfundir
voru haldnir á starfsárinu. Tóku varamenn að vanda þátt í fundarstörfum.
Tímrit félagsins, Saga, kom út í tveimur heftum á starfsárinu, haustið
2003 og vorið 2004. Ritstjórar voru Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson.
Ráðgefandi ritnefnd starfaði áfram með ritstjórunum. Stefnt er að því að
hausthefti Sögu komi að jafnaði út fyrir lok október og vorheftið fyrir lok
apríl. Að þessu sinni tókst þó ekki að ná settu marki hvað vorheftið varðar.
Hausthefti Sögu 2003 var 259 bls. að lengd. Helstu efnisflokkar voru:
Viðtal 7 bls. (3%); greinar 111 bls. (48%); viðhorf 68 bls. (30%); sjónrýni, rit-
dómar og ritfregnir 44 bls. (19%). Greinarhöfundar voru Eggert Þór Bern-
harðsson, Karen Oslund og Vilborg Auður ísleifsdóttir.
Vorhefti Sögu 2004 var 257 bls. að lengd. Helstu efnisflokkar voru:
Viðtal 7 bls. (3%), greinar 118 bls. (47%), málstofa 44 bls. (17%), viðhorf
48 bls. (19%), sjónrýni, ritdómar og ritfregnir 36 bls. (14%). Greinarhöfund-
ar voru Svavar Jósefsson, Hjalti Hugason og Auður Ingvarsdóttir. Málstof-
an var helguð umfjöllun um kosti og galla yfirlitsrita. Meðal viðhorfsgreina
vakti sérstaka athygli umfjöllun Helgu Kress prófessors (fyrri hluti) um rit
Hannesar H. Gissurarsonar, Halldór.
Útgáfa og dreifing Sögu var sem endranær meginþáttur í starfsemi fé-
lagsins. Prentþjónusta Egils Baldurssonar og Steinholt ehf. sá um prentum-
sjón og prentun tímaritsins. Ný kápa var hönnuð fyrir vorhefti Sögu. Við-
leitni til að afla nýrra áskrifenda skilaði nokkrum árangri og andspænis
stórhækkuðum póstgjöldum hafa margir notfært sér kortagreiðslu. Er að
þessu mikið hagræði fyrir alla og full ástæða til þess að hvetja sem flesta til