Saga - 2005, Blaðsíða 142
140
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Laxness gat þess ekki, þegar smásagan birtist í fyrsta skipti 1941,
hvaðan hann hefði efnið, og ekki heldur í smásagnasafninu Sjö
töframönnum, þar sem hún var prentuð ári síðar.45 Hann nefndi hins
vegar í formála að annarri útgáfu í Þáttum 1954, að flest eða öll
nöfn, sem vörðuðu söguna, yrðu fundin í bók, sem Ralph Fox hefði
gert um Dséngis kan.46
í íslandsklukkunni sótti Laxness sér efni úr ýmsum áttum, eins og
Eiríkur Jónsson hefur rakið nákvæmlega í heilli bók, Rótum íslands-
klukkunnar.47 Hér verða aðeins örfá dæmi tekin af fjölmörgum. Lax-
ness nýtti sér meðal annars bréf frá Jóni Hreggviðssyni:
Jón:
Da fandt ieg noget med mine fodder, og
folte der paa. Det var da en kabutz, og
som ieg var barhovet, saa satte ieg den
paa mit hovet. Siden raabte ieg tvende
gange med hoi rost, saaledes: Ho, Ho.
Men ingen svarede mig. (Arne Magnus-
sons private Breweksling, bls. 212)
Laxness:
Ég vaknaði berhöfðaður, sagði Jón
Hreggviðsson. Og þegar ég hafði geing-
ið nokkur skref þá fann ég þetta kabúss.
Síðan kallaði ég hástöfum hó-hó en ein-
ginn ansaði, svo ég setti það upp. (ís-
landsklukkan, 2. k. (Reykjavík, 1994), bls.
20)
Laxness nýtti sér líka Alpingisbækur íslands. Hér er dæmi:
Alþingisbækur:
í lægra lagi en að meðalvexti, réttvaxinn,
þrekvaxinn, fótagildur, með litla hönd,
koldökkur á hárslit, lítið hærður, skegg-
stæði mikið, enn nú afklippt, þá síðast
sást, móeygður, gráfölur í andliti, snar-
legur og harðlegur í fasi. (VIII. b., bls. 35)
Laxness:
Andspænis þessu stórmenni landsins
stendur tötramaður í rifinni mussu,
gyrður reipi úr hrosshári, berfættur og
svartur á fótum, með sára úlnliði bólgna,
en handsmár, koldökkur á hár og skegg
og gráfölur í andliti, móeygður, snarleg-
ur í fasi og harðlegur. (íslandsklukkan, 7.
k., bls. 57)
Laxness nýtti sér einnig annála. Hér er dæmi:
Annálar 1400-1800:
Hér um kl. 10 kom eldurinn í Vorfrúar-
kirkju. Vissu menn ekki til þess, fyr en
ógnarlegan reyk lagði upp um hennar
háa tum, og strax þar eptir gusaði út af
honum hræðilegu eldsbáli, og skömmu
síðar féll hann og spíran niður. (II. b., bls.
624)
Laxness:
Hémm jöfnu báðu dagmála og hádegis
kom eldurinn f Vorfrúarkirkju. Vissu
menn ekki fyren reykjarmökk lagði upp-
um hennar háa tum og strax þareftir
gusaði útaf honum miklu eldsbáli; litlu
síðar féll tuminn niður ásamt spírunni.
(Eldur í Kaupinhafn, 15. k., bls. 415-416)
45 „Temúdjín snýr heim," Tímarit Máls og menningar 2:1 (jan.-apríl 1941), bls.
23-40. Þar segir þó í byrjun: „Sett saman úr gömlum bókum". Sú skilagrein er
felld niður í Sjö töframönnum (Reykjavík, 1942), bls. 155-185.
46 Halldór K. Laxness, „Formáli að Sjö töframönnum," Þættir (Reykjavík, 1954),
bls. 226. (Formálinn er dags. á Gljúfrasteini á nýári 1954.)
47 Eiríkur Jónsson, Rætur íslandsklukkunnar (Reykjavík, 1981).