Saga - 2005, Blaðsíða 252
250
RITFREGNIR
stóðu; nýrri hluta borgarinnar tókst hins vegar að verja fyrir ágangi eldsins.
A heildina litið eyddi eldurinn því um þriðjungi húsa í borginni. Þama
brunnu til kaldra kola margar helstu opinberar byggingar og stofnanir
borgarinnar, eins og ráðhúsið með skjalasafni borgarinnar, flestar höfuð-
kirkjurnar, háskólinn, háskólabókasafnið, stúdentagarðar, embættisbústað-
ir biskups, presta, prófessora og margra annarra embættismanna, auk
heimila fólks af öllum stigum og fyrirtækja, verkstæða og birgðageymslna
hverskyns kaupmanna, iðnaðarmanna og veitingamanna.
Þessi atburður snerti íslenska menningarsögu með afdrifaríkum hætti
því að þarna munaði minnstu að færu forgörðum hin ómetanlegu handrit
sem Árni Magnússon prófessor hafði safnað saman og viðað að sér af mik-
illi elju á nærfellt hálfrar aldar starfsævi sinni. Betur fór þó fyrir handrita-
safni Árna en bókasöfnum margra annarra prófessora við háskólann og
tókst honum á síðustu stundu með dyggri hjálp þjónustufólks síns og
nokkurra íslenskra stúdenta að koma lunganum af handritunum yfir í
þann hluta borgarinnar sem varinn varð fyrir ágangi eldsins. Allur bóka-
kostur og handrit háskólabókasafnsins, sem var til húsa á loftinu yfir
Þrenningarkirkjunni, brann hins vegar til ösku og þar með nokkur íslensk
handrit í eigu þess.
Varðveist hafa nokkrar lýsingar skráðar af sjónarvottum þessara hörm-
unga sem yfir borgina gengu. Þrjár þeirra skera sig frá öðrum sökum þess
hve ítarlegar þær eru, þótt með nokkuð mismunandi hætti sé. Þetta eru lýs-
ing Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, sem þá var við nám í Kaupmannahöfn
og jafnframt skrifari hjá Árna Magnússyni, saman tekin á fyrri hluta ársins
1729; lýsing jústisráðsins og konunglega sagnaritarans Andreas Hojer sem
samin mun eitthvað síðar; og loks minningar frá þessum skelfingardögum
sem danski læknirinn C.F. Reiser, sem aðeins var níu ára gamall snáði þeg-
ar eldurinn geisaði, skráði á efri árum sínum og gaf út í lítilli bók árið 1784.
Káre Lauring byggir frásögn sína af brunanum þessi fimm dægur í megin-
atriðum á lýsingum þessara þriggja manna. Jón hafði í lýsingu sinni lagt sig
fram um að tímasetja atburðarásina og rekja í nokkru það hvernig eldurinn
las sig hús úr húsi og breiddist út frá einu hverfi í annað og því er nokkuð
sjálfgefið að lýsing hans hefur orðið sú uppistaða sem Lauring fyllir í með
frásögnum úr lýsingum hinna skrásetjaranna. Samhliða því brýtur Lauring
efnivið þeirra upp og raðar honum þannig saman að hann myndi samfellda
heildarsýn yfir atburðarásina frá degi til dags og fellir jafnframt að henni
margar aðrar heimildir og seinni tíma athuganir til að fylla myndina enn
frekar. Utan um þetta setur hann ramma þar sem lýst er aðstæðum í borg-
inni á þessum tíma og borgarbragnum eins og hann er talinn hafa verið. í
lokin greinir hann svo frá ýmsum ráðstöfunum konungsvaldsins til þess að
hjálpa íbúunum í neyð þeirra, og frá enduruppbyggingu borgarinnar eftir
brunann. Bók Laurings er lipurlega skrifuð og læsileg, brotum úr frum-
heimildunum er víða haganlega fléttað inn í frásögnina og henni fylgja
myndir af persónum og stöðum sem við sögu koma auk korta af borginni.