Saga - 2005, Blaðsíða 196
194
RAGNHEIÐUR MÓSESDÓTTIR
heildarsögu danska stjórnsýslukerfisins, bæði héraðsstjórnar og
stjórnunar ríkisins.
Lítum fyrst á fyrsta bindið. Það er mikið að vöxtum, enda nær
það yfir langt tímabil, frá miðöldum og fram til þess er þingræði
komst á 1901. Bindinu er skipt í tvo meginkafla, fram til 1814 og
frá 1814 til 1901. Árið 1814 er tilfinningahlaðið ártal í danskri
sögu, því að þá hvarf annar helsti hluti dansk-norska ríkisins yfir
til Svíþjóðar. Þótt það hafi ekki valdið neinum stjórnsýslulegum
breytingum í Danmörku er það samt haft sem viðmið straum-
hvarfa í þessu bindi. í rauninni hefði verið eðlilegra að miða við
1848 vegna þeirra mikilvægu breytinga sem þá urðu við endalok
einveldis.
Innan hvors meginkafla eru undirkaflar og fjallar sá fyrsti um
tímabilið til 1536 (fram til siðaskipta). Höfundur þessa kafla, Jens
Olesen, krefst þess af lesandanum að hann búi yfir mikilli forþekk-
ingu um danska sögu til að geta fylgt þróun stjórnsýslunnar. Til
dæmis er ekki auðvelt að sjá hvort hann telur þróun kansellískipu-
lagsins hafa borist til Danmerkur frá Englandi eða frá meginland-
inu (bls. 11). Lýsing hans á þróun skrifveldis í Danmörku er þó
skýr og góð. Næsti kafli er eftir E. Ladewig Petersen og lýsir þró-
uninni fram til valdatöku Kristjáns fjórða árið 1596. Ladewig Pet-
ersen fjallar um samskipti konungs og þegna, ríkisvalds og héraðs-
stjórna, en allt virkar þetta eins og langur inngangur að sjálfri
stjórnsýslusögunni, sem hefst ekki fyrir alvöru fyrr en með kafla
Leons Jespersens um tímabilið 1596-1660. Hér verða þær breyting-
ar í stjórnun sem höfðu áhrif allt fram til 1901. Jespersen skrifar
mjög læsilegan stíl, og er því auðveldara að meðtaka allar þær
flóknu breytingar sem verða. Þó fer ekki hjá því að manni finnist
hann stundum taka það nokkuð oft sem sjálfsagðan hlut að þróun-
in hafi verið jákvæð og í rétta átt fyrir samfélagið. Að aukin stjórn-
sýsla sé merki um jákvæða þróun virðist gefið, en fyrir hvern, kon-
unginn, aðalinn, bændurna? Engin afstaða er beinlínis tekin til
þessa, enda er það yfirlýstur tilgangur með verkinu að segja sög-
una, lýsa þróuninni. Það er einkum þróun valdsríkisins (magtsta-
terí) sem Jespersen ræðir. Hann lýsir því hvernig uppbygging hers
og flota kallar á breytingar og endurbætur í stjórnsýslunni og gerir
hana umfangs- og áhrifameiri. Annað einkenni þessa tíma voru
deilur konungs og ríkisráðs, sem lauk með sigri konungs 1660.
Jespersen lítur á þessar deilur sem kapphlaup um yfirráðin yfir
stjórnsýslukerfinu. Það var tekjulind aðalsins að gegna opinberum