Saga - 2005, Blaðsíða 244
242
RITFREGNIR
varpa ljósi á íslenska brúðkaupssiði í svo stuttum greinum. Þá gefa tilvís-
anir lesendum einnig kost á að kafa dýpra í hvert efni fyrir sig. Hér fer því
saman góð fræðileg miðlun og létt og falleg hönnun. Færi vel á því að Þjóð-
minjasafnið héldi slíkum gæðum í sýningarbókum sínum.
Þá hefur Þjóðminjasafnið einnig gefið út viðamikið rit sem segja má að
sé sérstakt fyrir ýmsar sakir. í Hlutaveltu tímans. Menningararfur á Þjóðminja-
safni eru í fyrsta sinn saman dregnar, á veglegan og aðgengilegan máta,
rannsóknir á fjórða tug fræðimanna á safnkosti, minjum og heimildum
Þjóðminjasafnsins í víðu samhengi. Bókinni, sem upphaflega átti að vera
fylgirit nýju grunnsýningarinnar, er nú ætlað að varpa ljósi á hinn mikla
forða safnsins, auk þess sem sjá má á sýningum, og setja hann í menning-
arsögulegt samhengi. Hún er skrifuð með hliðsjón af hinum almenna les-
anda og sýningargestum og þrátt fyrir oft sérhæft efni er málsnið yfirleitt
aðgengilegt. Þá hafa flestir forðast flatneskju í máli og þann fullyrðingastíl
sem oft einkennir bækur sem ætlaðar eru breiðum lesendahópi.
Greinamar em stuttar og fjölbreyttar enda höfundar efnis fjölmargir.
Þótt margar þeirra séu í raun yfirlit um afmörkuð svið má víða sjá niður-
stöður nýlegra frumrannsókna settar fram á aðgengilegan hátt. Má þar
nefna rannsóknir á uppruna landnámsmanna út frá heimildum, minjum og
erfðaefni (m.a. í kaflanum „Uppruni og elstu tímar") og á vitnisburði forn-
leifa og ritheimilda um verslunartengsl á miðöldum (í kaflanum „Atvinna
og afkoma"). Gerð er góð grein fyrir veigamestu atvinnuháttum þjóðarinn-
ar og meginþáttum efnismenningar hennar: húsagerð, heimilis- og kirkju-
munum, matföngum og handverki (sjá t.d. kaflana „Lífskjör og viðurværi",
„Húsakynni og byggingar", „Atvinna og afkoma"). Sérstaklega vel tekst til
í þeim yfirlitsgreinum sem ná að leiðrétta þann misskilning að hér hafi fátt
markvert gerst eða breyst frá lokum þjóðveldisaldar og fram til upphafs
þjóðríkismyndunar.
Listir og handverk er einnig tekið til sérstakrar umfjöllunar í samnefnd-
um kafla og varpað ljósi á listfengi íslendinga í útsaumi, tréskurði og
málmsmíðum auk þess sem tekið er sérstaklega á myndefni frá 1750 til árs-
ins 2000. Þróun og hlutverk ljósmyndunar er þar sett fram með spennandi
hætti. Annars er mikil áhersla lögð á myndir í ritinu öllu. Teikningar og
ljósmyndir bókarinnar (þ.m.t. nýjar ljósmyndir af gripum safnsins) geta
því, sem betur fer, varla talist til myndskreytinga heldur er þeim skipaður
álíka sess og textanum.
í kafla sem ber heitið „Safn og samfélag" er m.a. að finna fróðlega um-
fjöllun um þá sögusýn sem grunnsýningin byggist á. Þar má einnig finna
fersklegar hugleiðingar Péturs Gunnarssonar um forgengilega brúkshluti
og merkingu þeirra í tímans rás. Setur hann á tíðum tilviljanakennda varð-
veislu fornra gripa í samhengi við nytjahluti nútímans og gefur persónu-
lega sýn á tilgang sýninga þjóðminjasafna. Þessi kafli hefði hins vegar einnig
verið prýðilegur vettvangur til að fjalla ítarlegar um söfmmar- og sýning-
arstefnu Þjóðminjasafnsins í menningarlegu samhengi og spyrja spuminga