Saga - 2005, Blaðsíða 203
1901 OG ALLT ÞAÐ
201
fyrir þetta bindi að höfundarnir eru ýmist lögfræðingar, stjórnmála-
fræðingar eða hagfræðingar, en flestir eru þó háskólakennarar.
Sem samtímasaga er þetta mjög nothæft rit og þemaaðferðin
gefur góða raun. Að mörgu leyti er þetta bindi betri „saga" en ann-
að bindið sem á stundum virðist vera of sundurhólfað eftir efni án
þess að þar séu dregnar stærri línur. Þessu bindi fylgir jafnframt at-
riðisorðaskrá, sem fyrri bindin tvö hafa ekki, en mannanafnaskrá er
engin, ólíkt því sem er í hinum tveimur, og bendir til þess að nokk-
uð hafi skort á samræmingu milli bindanna.
Ekki hefur verið fjallað hér sérstaklega um myndanotkun í
stjórnsýslusögunni, en vert er að geta þess að hún er til fyrirmynd-
ar á allan hátt. Mannamyndir sýna fólk við vinnu sína, á skrifstof-
um, sjúkrahúsum eða í skólum. Portrettmyndum fylgja stuttar ævi-
sögur þeirra sem í hlut eiga. Flestar eru myndirnar svarthvítar, en
þó eru nokkrar litmyndir inni á milli.
Bylting að ofan?
Eins og segir í undirtitli bókarinnar A Revolution from Above? fjallar
hún um þróun ríkisvalds á 17. og 18. öld í dansk-norska ríkinu í
samanburði við það sænsk-finnska. Bókin byggist á framlögum
þriggja sagnfræðinga sem í framhaldi af sagnfræðingaþinginu í
Óðinsvéum 1984 ákváðu að halda áfram rannsóknum á þróun
valdsríkisins (magtstaten). Bókin hefst á inngangi eftir 0stein Rian,
sem var verkefnisstjóri. En auk Rians voru Leon Jespersen og Nils
Erik Villstrand þátttakendur í verkefninu. Upphaflega var Jan
Lindegren með í þessum hópi, en hans framlag er ekki með hér. Að
loknum inngangi er kafli eftir Leon Jespersen, sem nefnist „The
Constitutional and Administrative Situation". Þar er fjallað um
bæði ríkin jöfnum höndum og gerður samanburður á stöðu og þró-
un hinna félagslegu eininga. Síðan er fjallað um tvær staðbundnar
rannsóknir sem varpa ljósi á þróun ríkisvalds beggja vegna Eyrar-
sunds: annars vegar er kafli um rannsókn Rians á Bratsbergshéraði
í Noregi, sem hann nefnir „State, Elite and Peasant Power in an
Norwegian Region: Bratsberg County in the 17th Century", og hins
vegar kaflinn „Adaptation or Protestation: Local Community
Facing the Conscription of Infantry for the Swedish Armed Forces,
1620-1679" eftir Villstrand. í lokin dregur svo Rian þræðina saman.
Ritinu fylgir góð heimildaskrá, bæði um prentaðar og óprentað-
ar heimildir. Manna- og staðanafnaskrá er mjög góð og ekki er