Saga - 2005, Blaðsíða 131
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
129
traustataki að meira eða minna leyti orðréttir kaflar úr ritum
annarra. Krafan um frumleik höfundar á hins vegar upptök sín
í rómantík 19. aldar; allt frá klassískri fornöld og lengi síðan
þótti eðlilegt og sjálfsagt, að höfundar sæktu efnivið sinn í
eldri rit, stældu þau eða endursemdu, stundum svo að nú
mundi kallaður r[itstuldur]. Aftur á móti verður ekki kallaður
r[itstuldur], þótt höfundur noti sér eldri ritverk með því að
setja efni þeirra í nýtt samhengi, skapa úr því nýja heildar-
mynd; það hafa margir höfundar gert allt fram á þennan dag.
Brot krefst jafnan ásetnings (nema um vítavert gáleysi sé að ræða).
Skýrum þetta með dæmi. Maður birtir snjalla hugmynd á prenti.
Honum er síðan bent á það, að annar maður hafi birt sömu hug-
mynd nokkrum árum áður. Maðurinn er ekki sekur um hugmynda-
stuld, hafi hann ekki vitað af því eða jafnvel vitað af því og gleymt
því. Hann var grandalaus. En ef hann endurprentar grein sína síð-
ar án þess að geta ábendingarinnar, þá er hann sekur um ritstuld.
Þá er ásetningur kominn til sögu. Það leiðir síðan af sjálfu, að mað-
ur þarf að reyna að leyna ritstuldi sínum: Hann birtir „sem sitt eig-
ið verk" það, sem aðrir hafa gert. Samkvæmt skilgreiningum Hann-
esar Péturssonar og Jakobs Benediktssonar á ritstuldi er ég ekki
sekur um hann. Ég nýtti mér vissulega lýsingar Halldórs Kiljans
Laxness á ævi sinni og rannsóknir Peters Hallbergs á ævi og verk-
um skáldsins í bók minni. En ég tók þetta ekki traustataki og birti á
prenti sem mitt eigið verk, því að ég gat þess sérstaklega í eftirmála,
hvernig ég nýtti mér þetta, og vísaði jafnan í það, þegar ég taldi
þess þurfa (til dæmis þegar ég leiðrétti eitthvað, sem Laxness sagði
í minningabókum sínum). Mér fannst augljóst, hvernig þetta efni
væri nýtt.22 Engu var leynt, enda engu að leyna.
Skýrum hins vegar ritstuldarhugtakið með raunverulegu dæmi.
Arið 1977 kom út bókin Jafnaðarstefnan eftir Gylfa Þ. Gíslason.
Nokkur hluti hennar er endursögn og nánast bein þýðing á köflum
úr bók frá 1975 eftir hinn kunna bandaríska hagfræðing Arthur
Okun.23 Hér skal tekið dæmi:
22 Það fannst fleirum. í ritdómi um bók mína benti Illugi Jökulsson, ritstjóri DV,
einmitt á, hversu nákvæmlega ég þræddi æskuminningabækur Laxness í fjór-
um fyrstu köflunum. Þetta duldist honum ekki, þótt hann tæki fram, að hann
hefði ekki gert á því nákvæma athugun. Sjá Illuga Jökulsson, „Halldór að ein-
um þriðja," DV 2. des. 2003.
23 Arthur Okun, Equality and Efficiency. The Great Trade-Off (Washington DC,
1975).