Saga - 2005, Blaðsíða 154
152
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
eitt út af fyrir sig, setur löggjafarvaldinu
litlar skorður. Á meðan það stendur
óbreytt, er þó óheimilt að afnema ein-
staklingseignarrétt með öllu. Allsherjar
þjóðnýting sýnist þvf vart geta átt sér
stað að óbreyttri stjómarskrá. Arrnað mál
er það, að lítið hald yrði e. t. v. í þvílíkri
yfirlýsingu einni saman, er svo væri
komið, að löggjafinn og ráðandi þjóðfé-
lagsöfl vildu afnema einstaklingseignar-
rétt að mestu eða öllu leyti. Þess er enn-
fremur að gæta, að upphafsákvæði 67.
gr. stjskr. getur skipt máli við lögskýr-
ingu, haft þau áhrif, að af tveim hugsan-
legum skýringum sé þeim hafnað, sem
nær gengur eignarréttinum. (1978, bls.
439)
ákvæði 1. mgr., eitt út af fyrir sig, setur
löggjafarvaldinu litlar skorður. Á meðan
það stendur óbreytt, er þó óheimilt að af-
nema einstaklingseignarrétt með öllu.
Allsherjar þjóðnýting sýnist því vart
geta átt sér stað að óbreyttri stjómarskrá.
Annað mál er það, að lítið hald yrði e. t.
v. í þvílíkri yfirlýsingu einni saman, er
svo væri komið, að löggjafinn og ráð-
andi þjóðfélagsöfl vildu afnema einstakl-
ingseignarrétt að mestu eða öllu leyti.
Þess er enn fremur að gæta, að upphafs-
ákvæði 1. mgr. getur skipt máli við lög-
skýringu og haft þau áhrif, að af tveimur
hugsanlegum skýringarkostum sé þeim
hafnað, sem nær gengur eignarréttinum.
(Bls. 544-545)
Mörg fleiri svipuð dæmi má nefna. Þau Gunnar og Björg hafa ber-
sýnilega talið sér heimilt, væntanlega vegna allsherjartilvísunarinn-
ar í rit Ólafs Jóhannessonar í formála, að taka heila kafla úr riti hans
orðrétta eða því sem næst upp í hið nýja rit. Það orðalag, að Björg
hefði „endurskoðað mannréttindakaflann frá grunni", veitir þó vís-
bendingu um meira höfundarframlag hennar en sjá má af bókinni.
Þegar tilgátan hefur alltaf rétt fyrir sér
Mér er það minnisstætt, þegar Helga Kress flutti prófessorsfyrir-
lestur haustið 1991.69 Þar nefndi hún nokkur dæmi um það úr forn-
bókmenntum íslendinga, hvernig karlar kúguðu konur, en það
hefði farið fram hjá fyrri ritskýrendum. Margt var þar skarplega at-
hugað. Eftir fyrirlesturinn svaraði Helga spurningum áheyrenda.
Ég spurði, hvað hún segði um dæmi úr fornbókmenntum um það,
þegar konur kúguðu karla, svo sem þegar Gunnhildur konunga-
móðir lagði illt á Hrút Herjólfsson eða þegar griðkonan hló að
Gretti. Helga svaraði á þá leið, að þetta væru dæmi um það, þegar
textar kúguðu. Karlar hefðu sett slíka texta saman til að kúga kon-
ur. Með öðrum orðum vildi Helga taka texta trúanlega, þegar sagt
var frá kúgun karla á konum, en vísa þeim á bug, þegar sagt var frá
kúgun kvenna á körlum. Tilgáta Helgu hafði alltaf rétt fyrir sér, eins
69 Fyrirlesturinn er uppistaðan í köflum um Skímismál, Svarfdæla sögu og
„bardagann við tröllskessumar" í Helga Kress, Máttugar meyjar. íslensk forn-
bókmenntasaga (Reykjavík, 1993), sbr. bls. 9.