Saga - 2005, Blaðsíða 144
142
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Helga Kress segir með velþóknun í Sögu 2002: „Það er einkenni
á verkum Halldórs Laxness að hann vinnur mjög úr öðrum textum,
jafnt útgefnum sem óútgefnum."50 Þegar um Laxness er að ræða,
heitir það „úrvinnsla úr textum". Þegar ég á hlut, heitir það „texta-
taka"! Sá munur er á verkum Laxness og bók minni, að Laxness gat
þess sjaldnast, hvaðan hann tók efni sitt. Ég gerði hins vegar grein
fyrir því í eftirmála bókar minnar, hvernig ég nýtti mér frásagnir
Laxness um ævi sína, og vísaði í þær eftir þörfum, jafnframt því
sem ég reyndi að hafa það, sem sannara reyndist, frekar en hitt, sem
betur hljómaði. Engum hefur hins vegar dottið í hug að halda því
fram, að Halldór Kiljan Laxness hafi ekki sjálfur skrifað bækur sín-
ar. Sköpun hans fólst í úrvinnslu textans, eins og Helga bendir
raunar á, í því að skrifa nýjan texta upp úr gömlum, raða brotum
saman, fella þau að tilgangi verksins, blása nýju lífi í gamla texta,
setja mark sitt á þá, umskrifa þá með sínum stíl.
Samkvæmt mælikvarða Helgu Kress hefur Snorri Sturluson
auðvitað ekki skrifað Heimskringlu fremur en Halldór Kiljan Lax-
ness íslandsklukkuna, og fer þá að sneyðast um íslenska öndvegis-
höfunda. En samkvæmt sama mælikvarða er Laxness raunar ekki
aðeins sekur um orðréttan ritstuld, að skrifa bækur sínar ekki sjálf-
ur, heldur líka hugmyndastuld. Það er alkunna, að margar skáld-
sögur Laxness kallast á við sögur eftir aðra höfunda. Þangað sækir
Laxness hugmyndir, jafnvel söguþráð. Sjálfstætt fólk er um margt
líkt verk og Gróður jarðar eftir Knút Hamsun, Heimsljós er samið
upp úr ritum Magnúsar Hjaltasonar, ástarsagan í íslandsklukkunni
er tekin úr skáldsögunni Jón biskup Vídalín eftir Torfhildi Hólm, og
Paradísarheimt styðst við rit Eiríks á Brúnum. Sjálfur upplýsti ég í
Kiljan, öðru bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness, að söguþráð-
urinn er svipaður í Atómstöðinni og skáldsögunni Öreigastúlkunni
Önnu eftir tékkneska rithöfundinn Iwan Olbracht. En auðvitað
framdi Laxness engan hugmyndastuld með þessu. Orð kviknar af
orði og hugmynd af hugmynd.51 Einar Kárason var árið 2000 sak-
50 Helga Kress, ,,„Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar"," Saga XL:2
(2002), 125. bls. Á undan vitnar Helga, enn af velþóknun, til Rolands Barthes:
„Texti er búinn til úr texta."
51 Það veldur því, að athugasemdir Þorleifs Haukssonar í hugleiðingu á Kist-
unni við ábendingu mína missa marks. Sjá http://www.kist-
an.is/efni.asp?n=3218&f=l&u=17. Ég held því hvergi fram, að rittengslin séu
veruleg, og því síður, að Laxness hafi framið hugmyndastuld. En enginn vafi
er á því, að rittengsl eru milli skáldsagnanna tveggja.