Saga - 2005, Blaðsíða 232
230
RITDÓMAR
erlendis eða tæki til að sýna fyrirbæri sem ekki hefur tekist að finna inn-
lendar eða reykvískar myndir af. Tekst stundum allvel upp í þessu skyni,
en við og við er nokkuð langt seilst. í þriðja lagi eru samtímamyndir frá
Reykjavík eftir Gunnar Gunnarsson ljósmyndara. Þær myndir eru í öllum
köflum bókarinnar, allt frá umfjölluninni um landnámið í fyrsta bindi og
fram til bókarloka um 1870. Þarna er skemmtileg og hugvitssamleg tenging
milli nútímans og þeirrar sögulegu fortíðar sem fjallað er um í bókunum.
Þessar myndir eru m.a. endapunktur hvers kafla og gefa þær bókinni fersk-
an blæ. Töfluefni og myndrit eru nokkur og tengjast oftast umfjöllun um
mannfjölda og stéttir. Skrár og frágangur þeirra er til fyrirmyndar; nafna-
skrá og atriðisorðaskrá auk tilvísana-, heimilda- og myndaskrár.
Myndefni sem tengist Reykjavík fyrir tímabilið fyrir 1870 er auðvitað
afar takmörkuð auðlind, og þegar fjöldi mynda er slíkur sem hér er í þess-
um bókum, gefur auga leið að hluti myndefnisins er yngri en efnið sem um
er fjallað og fullmikið er um myndir sem birtar hafa verið áður. En erfitt
hefur verið að komast hjá því miðað við það magn mynda sem útgáfustefn-
an bauð og fylgt hefur verið í hinum bindum Reykjavíkursögunnar. Helst
til mikið er um að myndir séu teknar beint upp úr bókum í stað þess að fá
frummyndir með meiri gæðum beint frá eigendum þeirra. Prentgæði
mynda eru m.a. þess vegna stundum töluvert lakari en umgjörð bókarinn-
ar og gæði frummyndanna gefa tilefni til (sjá dæmi: I, bls. 23,137,144, 322,
og II, 116, 124, 127) og nokkurt ójafnvægi er í prentun myndanna. Tilvikin
eru þó fleiri þar sem vel er gert.
Þetta verk Þorleifs sýnir svo ekki verður um villst að það er samrýman-
legt að skrifa aðgengilegan texta fyrir almenning og vísa jafnframt til heim-
ilda með þeim hætti að það gagnist fræðimönnum. Bókin verður þar með
mjög nýtilegur grunnur til frekari rannsókna um þau málefni sem um er
fjallað. Ekki síst er mikið af nýju efni í þeim köflum sem snúa að daglegu
lífi manna og hugarfari svo og tölulegri úrvinnslu úr gögnum um mann-
fjölda, stéttir og verslunarmál. Ritið er afar læsilegt almennum lesendum.
Efnislega rennur textinn vel og samhengi og jafnvægi er gott. Þess sér
merkilega lítið stað hversu ólíkar heimildir höfundur vinnur oft með.
Spurningunni um hvers konar verk hér sé á ferðinni má svara á eftirfar-
andi hátt: í bókunum er um töluverða blöndu af byggðasögu, þjóðarsögu
og hversdagssögu að ræða. Bækurnar rúma alla þessa sjónarhóla, þótt
ákveðnar áherslur megi sjá eftir tímabilum. í fyrsta hlutanum hefur ís-
landssagan yfirhöndina, byggðasagan þegar kemur fram á 18. öldina og að
lokum er 19. öldin mjög mörkuð hversdagssögunni. Það er vel til fundið að
enda bókina á svipmyndum af viðhorfum fólks til Reykjavíkur á síðari
hluta 19. aldar. Varpað er ljósi á tvíræða afstöðu margra til hins unga þétt-
býlis á þessum tíma með hugleiðingu Þórunnar Stephensen frá 1860. Hún
vildi bæði lifa og deyja á íslandi, en hugsaði samt Ingólfi Arnarsyni þegj-
andi þörfina fyrir framtak sitt á sínum tíma.
Hrefna Róbertsdóttir