Saga - 2005, Blaðsíða 36
34
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
Philippe Ariés segir að dauðastundin fyrr á öldum hafi almennt
verið mönnum hugleikin ólíkt því sem gerist í nútímanum þar sem
dauðinn heyrir undir viðeigandi stofnanir. Viðbrögð manna við
dauðanum er vinsælt viðfangsefni í fornritum. Ahuginn lýsir sér í
umfangsmiklum og nákvæmum frásögnum af aðdraganda og at-
vikum allt til enda.109 Dauðinn kemur aldrei fyrirvaralaust heldur
gerir hann boð á undan sér sem felast í fyrirboðum og draumum.
Höfundar bregða síðan fyrir sig mælskulistinni þegar kemur að
hinni þýðingarmiklu senu sem allt hefur stefnt að. Þetta á ekki ein-
vörðungu við um vopndauða heldur snýst þungamiðja frásagnar
ávallt um þann einstaka dauðdaga sem sjálf söguhetjan hlýtur.
Viðbrögð og kringumstæður eru jafnframt þrungin móralskri
merkingu.110 Þeir sem deyja með reisn eru jafnan viðbúnir skapa-
dægri sínu. Söguhetjan hefur á valdi sínu að taka erfiðum aðstæð-
um af einstakri ró og yfirvegun. Dauðinn er prófraun. Þeim sem
komið er að óvörum er hætt við að sýna óttamerki og missa virð-
inguna í kjölfarið.* * 111 Þeir sem falla smánarlega eru aldrei búnir
undir dauðann.
í Sturlungu er nauðsyn skrifta á vígvellinum brýn fyrir aftökur.
Friðþæging syndajátninga var á 12. og 13. öld orðin mikilvægur lið-
ur í undirbúningi fyrir dauðann. Hinum deyjandi bar fyrst og
fremst að beina huganum til Guðs. Með skriftunum voru menn
látnir taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum og þeim örlögum sem
biðu þeirra fyrir augliti kennimanns. Með þessu hafði kirkjan tryggt
sér lykilaðstöðu að himnaríki.112 Á hinn bóginn þegar skriftir stóðu
mönnum ekki til boða hölluðu menn sér að mætti bænarinnar og
krossmarksins.113 Innileg iðrun og kristileg auðmýkt virðist höfuð-
atriði þessarar stundar. Hvað sem öðru líður er ljóst að dauðavið-
109 Philippe Ariés, The Iwur of our death, bls. 5-28, 188-201. — Sjá einnig Úlfar
Bragason, „The Art of Dying", Skímir 63 (1991), bls. 455 og Sverre Bagge,
„Doden i middelalderen", bls. 233.
110 Theodore M. Andersson, Thc lcelandic Fatnily Saga: An Analytic Reading
(Cambridge, Massachusetts, 1967), bls. 62. — Sjá einnig Úlfar Bragason, „The
Art of Dying", bls. 455-457 og Philippe Ariés, Dodcns historie i Vestern: fra
tniddelalderen til nutiden, bls. 35.
111 Philippe Ariés, The hour ofour death, bls. 10-13. — Sjá einnig Úlfar Bragason,
„Tlie Art of Dying", bls. 459.
112 Amved Nedkvitne, Motet med doden i norron middelalder, bls. 76-77,113-116.
113 Gunnar F. Guðmundsson, „Iðrun og yfirbót. Nokkur orð um skriftamál á
miðöldum", bls. 222.