Saga - 2005, Blaðsíða 255
RITFREGNIR
253
ALÞÝÐUMENNING Á ÍSLANDI 1830-1930. RITAÐ MÁL, MENNT-
UN OG FÉLAGSHREYFINGAR. Ritstjórar Ingi Sigurðsson og Loftur
Guttormsson. Sagnfræðirannsóknir — Studia Historica. 18. bindi.
Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfan. Reykjavík
2003. 351 bls. Útdráttur á ensku. Heimiidaskrá, mannanafnaskrá, töfl-
ur og línurit.
Strax eftir útkomu þessarar bókar urðu allharkalegar umræður um hana í
fjölmiðlum. Bókin er ritgerðasafn um tiltekna þætti alþýðumenningar, sem
skilgreindir eru í undirtitli, og var hún m.a. gagnrýnd í Lesbók Morgunblaðs-
ins. Kannski er aðaltitill bókarinnar djarfur, a.m.k. hélt ég áður en ég sá bók-
ina og undirtitilinn að hún væri eins konar yfirlitsrit. í formála er því
reyndar sérstaklega afneitað að bókinni sé ætlaður nokkur slíkur tilgangur.
Því er vandséð hvers vegna bókinni var ekki gefinn hógværari titill —
nema útgefandi hafi tekið ráð af ritstjórunum. Ekki fylgdist ég nánar með
umræðum um bókina enda ekki hlutverk ritdómara Sögu að rekja gagnrýni
annarra heldur rita um bókina á sjálfstæðan hátt. Þessi upphafsorð hér
koma hins vegar til af kvíða yfir því hvaða tökum ætti að taka ritfregnina,
með hvaða hugarfari ég sem ritdómari ætti að lesa bókina — því satt að
segja vil ég ekki taka þátt í slíkum þrætum sem ég komst ekki hjá að verða
var við vorið 2004. Nú hef ég ákveðið mig: Ég ætla að lesa hana mér til
skemmtunar, njóta hennar, segja frá hvernig mér líka ritgerðirnar.
Að loknum lestrinum get ég staðhæft að bókin er hið ánægjulegasta
verk að lesa. Vissulega setti ég mér nokkur viðmið um skemmtilegheitin,
einkum þau að grein væri læsileg og fróðleg og að í henni hefðu verið sett
fram skýr markmið eða rannsóknarspurningar. Greinarnar uppfylla þessi
viðmið, hver og ein, auk þess sem það veitir ánægju að lesa vandað verk.
Greinarnar hafa þar að auki höfundareinkenni en þó ekki sundurleitari en
efnissviðin sem tekin eru fyrir gefa tilefni til.
Markmið bókarinnar er að kanna arfleifð upplýsingarinnar á íslandi. í
vandaðri inngangsritgerð gera ritstjórar grein fyrir tildrögum bókarinnar,
sögulegu baksviði rannsóknarinnar sem hún byggist á, lykilhugtökum og
kenningum um þróun alþýðumenntunar og bókmenningar. Enn fremur
gera þeir grein fyrir því hvernig erlendir straumar og innlendar félags-
hreyfingar hafa áhrif á breytingar á hugmyndaheimi íslendinga á því tíma-
bili sem rannsóknin nær yfir. Rannsóknin naut styrkja úr vísinda- og rann-
sóknasjóðum og þannig gátu ritstjórarnir ráðið fimm aðra höfunda til
verksins, þau Eirík Þormóðsson, Erlu Huldu Halldórsdóttur, Huldu S. Sig-
tryggsdóttur og Ólaf Rastrick sagnfræðinga og Jón Jónsson þjóðfræðing.
Úr vöndu væri að ráða ef ég ætti að nefna einhverjar greinanna sem
bestar eða sístar — nú eða skemmtilegastar. Margar greinanna kalla að
mínum dómi á að efni þeirra verði rannsakað enn ítarlegar, t.d. tengsl al-
þýðu- og héraðsskóla við forystustörf í sveitum, en í grein sinni rekur
Hulda S. Sigtryggsdóttir forystustörf einstaklinga er höfðu numið í Hvítár-