Saga - 2005, Blaðsíða 195
1901 OG ALLT ÞAÐ
193
á tímabilinu 1971-1997. Norðmenn hafa líka notið góðs af gjafmildi
Dana, nú síðast á níunda áratug 20. aldar er afhent voru gögn um
Noreg úr ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn. Nefnd á vegum
ríkisskjalasafnanna í Ósló og Kaupmannahöfn vann að þessum
skilum á tímabilinu 1982-1986 og árið 1991 var gengið frá samningi
milli landanna um skjalaskil.7 Hluti samningsins gekk út á að gefin
yrðu út nokkur rit um sameiginlega sögu ríkjanna, jafnframt því að
endurbæta skyldi skjalaskrár og setja á örfilmur öll þau skjöl sem
afhent yrðu. Þessar örfilmur gætu verið áhugaverðar fyrir íslend-
inga, þar sem þó nokkuð af þeim skjölum sem nú eru komin í
skjalageymslur Ríkisskjalasafnsins við Kringsjá í Ósló varða jafnt
ísland sem Noreg. Erik Gobel, skjalavörður í Kaupmannahöfn, var
ritari skjalaskilanefndarinnar og gaf í því sambandi út þrjú rit sem
byggjast á þessu skjölum.8 Hér verður fjallað um rit hans De styrede
rigene, sem er greining á menntun, fjölskyldutengslum og stöðu
embættismanna í dansk-norska ríkinu frá upphafi einveldis 1660 til
Kílarfriðarins 1814.
Öll þau rit sem hér verða greind fjalla um dansk-norska ríkið að
hluta eða í heild, en nálgunin er þó mjög mismunandi. Það er því
ómaksins vert að skoða þau í heild og sjá hverja mynd þau draga
upp af stjórnsýslu þessa ríkis sem ísland varð hluti af um leið og
Noregur á seinni hluta 14. aldar. Best er þó að byrja á að fjalla um
þau hvert fyrir sig.
Dansk forvaltningshistorie — I: Frá miðöldum til 1901
í formála gerir Ditlev Tamm réttarsögufræðingur grein fyrir mark-
miði verksins, sem er að draga saman niðurstöður fyrri rannsókna,
og sýna þar með hvað hefur áunnist á þessu sviði, en benda jafn-
framt á þær hliðar stjórnsýslunnar sem enn hafa ekki verið rann-
sakaðar sem skyldi. Er hér því í fyrsta sinn gerð tilraun til að segja
7 Samningurinn, Aftale mellem Danmark og Norge om losning af det dansk-
norske arkivsporgsmál, var undirritaður af menningarmálaráðherrum Dan-
merkur og Noregs 21. maí 1991.
8 Hið fyrsta er Kommenteret bibliografi til dansk-norsk historie 1536-1814, især
vedrorende centraladministrationen, sem út kom 1997 (unnið í samvinnu við Knut
Sprauten í Ósló), og á árinu 2000 komu tvö verk frá hendi Gobels, NOREG.
Tværregistratur over norgesrelevant materiale i Rigsarkivet i Kebenhavn, og De
styrede rigene. Auk Gobels munu norskir sagnfræðingar vinna að verkefnum í
sambandi við þessi skjalaskil.