Saga - 2005, Blaðsíða 51
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
49
Skeifur hafa ekki tíðkast á Norðurlöndum á víkingaöld en svo-
nefndir ísbroddar virðast hafa verið nokkuð algengir í Noregi og
Svíþjóð. Aðeins tveir hafa þó fundist hér á landi. Þeir voru þannig
gerðir að einn broddur var festur neðan í hófinn með tveim járn-
göddum sem voru reknir upp í gegnum hófinn framarlega og
hnykkt að ofan.18
Norrænir hestar voru á fyrri tíð ekki aðeins notaðir til reiðar og
áburðar heldur líka til dráttar. í Hávamálum er ást fláráðra kvenna
sögð vera „sem aki jó óbryddum / á ísi hálum".19 Þessar hending-
ar vísa til notkunar ísbrodda en hér er ekki talað um að ríða hesti
heldur aka, væntanlega sleða. Slíkt hefur ekki verið óþekkt hér á
landi; í Finnboga sögu ramma er t.d. sagt frá því að Finnbogi lét aka
heim heyhlössum að vetrinum.20 Sleðar sem hestum var beitt fyrir
voru algeng farartæki í Skagafirði í upphafi 20. aldar; ísilögð Hér-
aðsvötn voru „þjóðvegur margra Skagfirðinga".21
Vfirleitt ber þeim sem um málið hafa fjallað saman um það að
skeifur hafi fyrst farið að tíðkast meðal norrænna manna þegar
komið var fram undir 1100.22 Hér á landi hafa menn tæplega haft
nhklar nytjar af hestum að vetrinum nema þeir væru á ísbroddum,
a.m.k. að framan, annars hafa þeir verið ójárnaðir. Kristján Eldjárn
orðaði þetta svo: „Þótt ótrúlegt megi virðast hafa fornmenn riðið
um þetta land þvert og endilangt á ójárnuðum hestum."23 Broddi
Jóhannesson komst að þeirri niðurstöðu að það mundi hafa verið
//fágætt að aljárna hesta á íslandi fyrr en á 13. öld og jafnvel síðar."24
Vetrarferðir hefðu hins vegar verið óhugsandi án járningar af ein-
hverju tagi. Hvernig var það hægt sem flestir munu nú ætla
ómögulegt? — Tvö atriði blasa við:
18 Kristján Eldjám, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi. 2. útg. Ritstjóri Adolf
Friðriksson (Reykjavík, 2000), bls. 319-320.
19 Eddukvæði, Ólafur Briem annaðist útg. (Reykjavík, 1968), bls. 113.
20 íslenzk fornrít XIV. Finnboga saga, Jóhannes Halldórsson gaf út (Reykjavík,
1959), bls. 292-293.
21 Guðmundur L. Friðfinnsson, Þjóðlífog þjóðhættir (Reykjavík, 1991), bls. 79.
22 Sbr. Aslak Liestol, Rune Norberg, NiiloValonen, „Hestesko", Kulturhistorisk
Eeksikon for Nordisk Middelalder 6. (2. oplag 1981) bls. 545-548 (hér eftir
skammst.: KLNM). — Sbr. einnig Peter Foote, David Wilson, The Viking Achieve-
ment (London, 1979), bls. 259.
23 Kristján Eldjám, „Fornþjóð og minjar", Saga fslands I (Reykjavík, 1974), bls.
136.
24 Broddi Jóhannesson, Faxi, bls. 299.