Saga - 2005, Blaðsíða 106
104
JÓSEF GUNNAR SIGÞÓRSSON
í „Skipan orðræðunnar" leitast Foucault við að sýna fram á hvern-
ig ólík orðræðusvið myndast og er komið fyrir í ákveðinni stigskip-
an. Samfélagið reynir að hafa stjórn á þeirri orðræðu sem fram fer
innan þess og setur henni ramma með margvíslegum umbunum og
útilokunum. Þessi skipan tengist viðurkenndum hugmyndum um
sannleikann og þá um leið þeim textum37 sem gefa hinu sanna vægi
og skilgreina hið ósanna. Hún markast auðvitað líka af menntun,
vísindum og fræðimennsku á hverjum tíma því að þessi skipan
ákvarðar hverjir hafi vægi til að mæla sem handhafar sannleikans;
orðræðan takmarkast nefnilega enn fremur af því hverjir hafi rétt á,
og þar með hæfni til, að notfæra sér hana.38
í samnefndri bók sinni (1994) heldur Stanley Fish því fram að
frjáls [orðjræða eða tjáningarfrelsi (free speech) sé ekki til, og vísar þá
til þeirrar merkingar sem fylgismenn frjálshyggjunnar (liberalism)
leggja í hugtakið. Röklegt samhengi er alltaf menningarbundið
(fremur en formlegt eða tegundabundið) og þar með hlýtur um-
ræða að vera menningarlega skilyrt þeim áhrifum og áhrifavöldum
sem eru mest áberandi á hverjum tíma. Óhlutstæð hugtök á borð
við tjáningarfrelsi hafa enga „náttúrulega" merkingu umfram þá
sem menn hafa vald á og tækifæri til að gefa þeim. Góðu fréttirnar
eru hins vegar þær að einmitt vegna þess að orðræðan er ekki frjáls,
það er frá eigin afleiðingum og þrýstingi samfélagsins, þá skiptir
hún máli og kemur hlutunum á hreyfingu.39 Með þessa afstöðu
hans í huga held ég að það samræmist ágætlega að nýta framan-
greindar hugmyndir Foucaults samhliða kenningum Fish og end-
urskilgreina, undir merkjum viðtökufræðilegrar sagnfræði, hlut-
verk heimildarhöfundar í formi sundurgreinandi skipunar orðræð-
unnar. Að teknu tilliti til tímabilaskiptingar (epistéme) Foucaults þá
tel ég að vel megi sjá orðræðuskipan hans fyrir sér sem mótandi
skilyrði valds og merkingar innan þeirra túlkunarsamfélaga sem
37 Sem dæmi um slíka texta eða undirstöðuverk mætti nefna kenningar kristn-
innar, Karls Marx, Adams Smiths og Sigmunds Freuds en út frá þeim hafa
orðið til heilu orðræðukerfin sem eru þó í mörgum tilfellum komin töluvert
langt frá uppruna/höfundi sínum. Sennilega eru þessir höfuðtextar hvað
skýrustu dæmin um áhrifamátt viðtakenda þegar kemur að textalegri merk-
ingu.
38 Michel Foucault, „Skipan orðræðunnar," Spor í bókmenntafræði 20. aldar, bls.
193-209. í greininni er að finna nákvæmari útlistun á því hvemig hann skip-
ar þessum ólíku áhrifa/valdsmótandi þáttum niður.
39 Stanley Fish, There's no Such Thing as Free Speech, bls. 102,104,107,114,118.