Saga - 2005, Blaðsíða 215
RITDÓMAR
213
erfðir goðorða frá söguöld til Sturlungaaldar eru sjaldnast finnanleg" (bls.
169).
Þar næst gerir Gunnar grein fyrir myndun héraðsríkja, leitast við að
tímasetja þau og finna orsakir fyrir þeim. Þar kemst hann að þeirri niður-
stöðu „að ekki séu heimildir eða sérstök ástæða til að gera ráð fyrir að neitt
þeirra héraðsríkja sem einkenna síðustu áratugi þjóðveldisins hafi myndast
fyrr en um eða eftir miðja 12. öld" (bls. 306). Margir fræðimenn hafa gert
ráð fyrir þessum valdasamruna fyrr, en líkt og áður er röksemdafærsla
Gunnars traust og tel ég að sönnunarbyrðin hvíli nú á þeim sem vilja hafna
henni. A hinn bóginn gefst hann upp á því að útskýra hvers vegna valda-
samruninn varð fyrr á sumum stöðum en öðrum og gerir jafnvel ráð fyrir
„sögulegri tilviljun" (sbr. bls. 310).
Að lokum er farið yfir tvö aðskilin efni. Annars vegar hvort goðar muni
hafa farið með trúarlegt hlutverk í heiðnum sið og aðhyllist Gunnar þá kenn-
ingu eða telur a.m.k. ekki hægt að afsanna hana. Bendir hann m.a. á að það
sé ekki fráleitt að ætla heiðnum prestum hlutverk innan nýs siðar nema að
litið hafi verið á kristni og heiðni sem höfuðandstæður. Ekki sé víst að það
hafi verið skoðun goðanna eða að það hafi verið erfiðara fyrir þá en konunga
að gegna trúarhlutverki fyrir og eftir kristnitöku (bls. 409). Gunnar gerir því
enn fremur skóna að tilvist goðakerfis eftir kristnitöku og þó einkum kon-
ungsleysið hafi ýtt undir sagnaritun íslendinga: „Þannig hafi orðið sérkenni-
legur samruni veraldlegrar menningar sem hafði áhuga á persónulegum
heiðri, ástum og kvonbænum, skógamytjum, dómum og þingum, og klerk-
legrar menningar sem kunni skil á ritmáli og bókagerð" (bls. 457).
Ekki er unnt að lýsa jafn margbrotnu og viðamiklu verki svo vel sé í jafn
stuttu máli og hefur verið gert hér. Um bókina má þó gefa þá almennu um-
sögn að Goðamenning sé grundvallarrit sem frekari umræða um goðaveldið
muni hvíla á, eigi á annað borð að vera nokkurt gagn af henni. Niðurstöð-
ur ritsins eru yfirleitt traustar og vel rökstuddar og sem betur fer skilur höf-
undur ýmis vandamál eftir óleyst handa öðrum fræðimönnum til að spreyta
sig á. Við það verk munu þeir hafa ómælt gagn af þessari bók.
Sverrir Jakobsson
Gísli Gunnarsson, FISKURINN SEM MUNKUNUM ÞÓTTI BESTUR.
ÍSLANDSSKREIÐIN Á FRAMANDI SLÓÐUM 1600-1800. Ritsafn
Sagnfræðistofnunar 38. Ritstjóri Guðmundur Jónsson. Háskólaútgáf-
an. Reykjavík 2004. 117 bls. Heimildaskrá, tilvísanir, myndir, kort,
myndrit, töflur, bókarviðauki, english summary.
Verslunarsaga íslands á einokunartímabilinu verður að teljast nokkuð vel
rannsökuð og Gísli Gunnarsson hefur unnið þar mikið verk. Með nýrri bók
sinni, Fiskurinn sem munkunum pótti bestur, bætir hann við þann skerf og fer