Saga - 2005, Blaðsíða 207
1901 OG ALLT ÞAÐ
205
hafi orðið nokkum veginn á sama hátt og með samspili konungs-
valds og þegna í nokkurs konar samkomulagi um að hagur eins
væri hagur allra. Þannig virðist niðurstaðan vera sú að þetta hafi
verið bylting bæði að ofan og neðan.
Þeir stjórnuðu ríkjunum
— embættismenn tvíríkisins 1660-1814
Síðasta ritið sem hér verður tekið fyrir er bók Eriks Gobels De
styrede rigene. Eins og áður sagði var Gobel ritari nefndar þeirrar
sem sá um skjalaskil til Noregs í lok 20. aldar. Eitt af verkefnunum
sem hann vann að í því sambandi var athugun á embættismönnum
tvíríkisins frá upphafi einveldis til þess er Noregur hvarf úr ríkis-
heildinni árið 1814. Megintilgangurinn var að skapa heildarmynd
af þessum hópi manna, án þess þó að taka fyrir einstaka menn.
Hann byggir athugunina á 1256 einstaklingum og kannar 11 mis-
munandi atriði varðandi þennan hóp, svo sem þjóðerni, fæðingar-
stað, feður, tengdafeður, ættingja, félagslega stöðu, menntun, aldur,
starfsaldur og hvers vegna menn létu af embætti.
Skrá sína um embættismennina byggir hann á skrám G. N.
Kringelbachs, „Den civile Centraladministrations Embedsetater
1660-1814".18 Kringelbach einskorðaði sig við stjórnardeildir sem
höfðu rétt til að leggja mál fyrir konung, en þar með falla burt
nokkrar deildir sem heyrðu undir Danska kansellí. Gobel skráði alla
sína menn í gagnagrunn. Utkoman er töflulegt yfirlit yfir alla þá
þætti sem nefndir voru hér að framan. Ekki er hægt að gera grein
fyrir niðurstöðum Gobels í stuttu máli, en hann tekur sjálfur fram að
þetta sé í fyrsta sinn sem heildaryfirlit af þessu tagi sé gert. Það þýð-
ir líka að þetta er í fyrsta sinn sem allir embættismenn ríkisins á
þessum tíma eru þekktir með nafni. Nú er því hægt að segja ná-
kvæmlega til um hverjir fengu embætti, hvaðan þeir voru, hve lengi
þeir sátu og hvaða menntun þeir höfðu. Gobel lítur á þetta verk sitt
jafnframt sem undirstöðurit fyrir aðrar rannsóknir, og það má til
sanns vegar færa. Honum verður tíðrætt um gagnagrunnirm sem
bókin byggist á, en það kemur hvergi fram hvar hann er að finna.19
18 Meddelelser fra Det Kotigelige Geheimearchiv 1886-1888 og 1899.
19 Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að gagnagrunnurinn er aðeins til á einka-
tölvu Gobels sjálfs. Lægi raunar beinast við að hann afhenti Dansk Data Arkiv
grunninn til varðveislu.