Saga - 2005, Blaðsíða 53
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
51
Reiðhestar eru nú ætíð aljárnaðir, en brúkunarhestar venjulega
aðeins á framfótum, nema þegar farið er með þá í langferðir
eða ef um mjög grýtt land er að ræða, þá eru þeir járnaðir á öll-
um fótum. í langferðir verða menn að taka með sér skeifur,
fjaðrir og jámingatæki, einkum þó ef farið er um afskekkt
byggðarlög.27
Sú skoðun kemur víðar fram að klyfjahestar hafi að líkindum
sjaldnast verið járnaðir nema e.t.v. á framfótum.28 Ólíklegt er að
hestar sem voru aðeins notaðir í heybandslestir heima við hafi al-
mennt verið járnaðir.
Georg H. F. Schrader var þýskættaður Bandaríkjamaður sem
dvaldi á Akureyri 1912-1915. Hann var mikill hestavinur, lét m.a.
byggja þar almenningshesthús. Hann gagnrýndi íslenska reið-
mennsku og meðferð hesta harðlega í bók sem kom út í þýðingu
Jónasar frá Hrafnagili árið 1913. Ef marka má lýsingu hans, sem
einkum miðast við aðstæður á Akureyri, þá voru íslenskir hesta-
menn yfirleitt hinir verstu í heimi þó að íslenskir hestar væru á
margan hátt hinir bestu. Hann taldi raunar að hvergi í heiminum
hefðu hestar meiri þýðingu en hér, enda væru landsmenn 85.000 en
hestarnir 45.000.29 Þó að gagnrýni hans einkennist nokkuð af hroka
°g skilningsleysi örvaði hún vafalaust umræðu um sitthvað er bet-
ur mátti fara, m.a. járningar. í leiðbeiningarkveri Daníels Daníels-
sonar og Einars E. Sæmundsens um meðferð hesta sem út kom 1925
var því líka haldið fram að járningar á íslandi hefðu lengst af verið
bæði fátæklegar og óvandaðar.30 Innlend skeifnasmíðahefð fær
heldur ekki sérlega háa einkunn hjá þessum höfundum fremur en
hjá Schrader.
Erfiðar samgöngur í ógreiðfæru landi
Ætla má að um borð í dæmigerðum landnámsknerri hafi getað ver-
ið a.m.k. eitt eða tvö veturgömul tryppi en varla miklu fleiri. Þau
27 Daniel Bruun, íslenskt þjóölíf í þúsund ár II (Reykjavxk, 1987), bls. 410.
28 Sbr. Guðmundur Jónsson, „Úr sögu jáminga á íslandi", í Lars-Erik Magnus-
son, Járningar og hófhiröa, bls. 191. — Broddi Jóhannesson, Faxi, bls. 299.
29 Georg H. F. Schrader, Hestar og reiðmenn á íslandi, þýðandi Jónas Jónsson frá
Hrafnagili (Akureyri, 1913), bls. 1. Sjá einnig: íslenski hesturinn, ritstj. Gísli B.
Bjömsson og Hjalti Jón Sveinsson (Reykjavík, 2004), bls. 89.
30 D. Daníelsson og E. E. Sæmundsen, Hestar (Reykjavík, 1925), bls. 66-77. — Sjá
einnig: Theódór Ambjörnsson, Járningar.