Saga - 2005, Blaðsíða 152
150 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Hæstaréttardómurinn í máli Eiríks Jónssonar er fróðlegur.
Talið var óviðurkvæmilegt að brigsla Eiríki um óheiðarleika, þótt
hann vísaði ekki í bók sinni til rita Peters Hallbergs í hvert skipti,
sem hann hefði hugsanlega nýtt sér efni þaðan. Eiríkur gerði enga
tilraun til að leyna því í bók sinni, að hann styddist við rit Hall-
bergs. Öðru nær. Bók hans var að mörgu leyti eins konar andsvar
við þeim, því að Eiríkur taldi, að Hallberg hefði þar ekki fullkann-
að heimildanotkun Laxness. í þessu sambandi má síðan nefna rit
eftir sjálfan forseta Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson. Það er
Einkamálaréttarfar, sem kom út sem handrit 1993. í formála segir
Markús:
Til að draga saman umfang handritsins hefur verið farin sú
leið að hafa mjög fáar tilvísanir til rita, tímaritsgreina og lög-
skýringargagna. Til að bæta aðeins úr því verður að geta
þess, að stuðst er hér talsvert við eldri íslensk rit, en þau eru
Dómstólar og réttarfar eftir Einar Arnórsson, Almenn meðferð
einkamála eftir sama, Réttarfar I og II eftir Theódór B. Líndal
og Einar Arnórsson og Réttarfar I, II og III eftir Þór Vilhjálms-
son.67
Markús telur bersýnilega, að ein allsherjartilvísun nægi. Ekki þurfi
tilvísun í hvert skipti, sem hann nýti sér fræðirit annarra. I annarri
útgáfu 2003 er ekki um frekari tilvísanir að ræða, heldur þessi alls-
herjartilvísun enn látin nægja.
Fleiri fróðleg dæmi má nefna í umræðum um það álitamál,
hvort allsherjartilvísun í stuðningsrit nægi. Skýrsla Helgu Kress,
sem ritgerð hennar var samin upp úr, var upphaflega tekin saman
sem eins konar greinargerð með kæru erfingja Halldórs Kiljans
Laxness á hendur mér fyrir siðanefnd Háskóla íslands. Skipuð var
sérstök nefnd til að fara með kæruna, og sátu í henni Þorsteinn Vil-
hjálmsson, prófessor í vísindasögu, Guðrún Nordal, dósent í ís-
lenskum bókmenntum, og Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði.
Af flóknum lagalegum ástæðum, sem of langt mál yrði að skýra
hér, hætti nefndin eftir nokkurt þref við að taka erindi erfingjanna
fyrir. En Björg Thorarensen hefur átt hlut að riti, sem hlýtur að
koma hér til álita. Það er Stjórnskipunarréttur eftir Gunnar G.
Schram prófessor, sem kom út 1999. í formála sagði Gunnar, að rit
Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun íslands, sem síðast kom út að höf-
undi lifandi 1978, hefði „verið lagt til grundvallar að mörgu
67 Markús Sigurbjömsson, Einkamálaréttarfar (Reykjavík, 1993), bls. iii.