Saga - 2005, Blaðsíða 136
134
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
í sögunni, aðallega þó endirinn, minnir líka á smásöguna „Vonir"
eftir Einar H. Kvaran, sem þegar hefur verið nefnd í öðru sam-
bandi." Helga sleppir síðustu setningunni „sem þegar hefur verið
nefnd í öðru sambandi". Fyrr í bók minni hafði ég bent á það, sem
ekki hefur komið fram áður, svo að ég viti, að rittengsl séu milli
„Vona" Kvarans og smásögunnar „Júdít Lvoff" eftir Laxness. Og í
öðru bindi ævisögu Laxness, Kiljan, bendi ég á annað, sem ég veit
líka ekki betur en sé frumleg athugun, að sögulokin eru svipuð í
„Vonum" Kvarans og Heimsljósi Laxness, nema hvað í Heimsljósi
gengur skáldið á jökulinn, ekki út á sléttuna.34 Nægir dæmið úr
fyrsta bindi ekki til að sýna, að ég hafði gert sjálfstæða rannsókn á
rittengslum „Vona" Kvarans og ýmissa verka Laxness og þurfti því
ekki að fremja neirtn rannsóknastuld frá Helgu? Það hentaði hins
vegar ekki Helgu að vekja athygli á því, að ég hefði gert slíka rann-
sókn, og þess vegna sleppir hún í tilvitnun sinni setningunni „sem
þegar hefur verið nefnd í öðru sambandi".
Helga Kress sakar mig líka um rannsóknastuld frá Ólafi Ragn-
arssyni, þar sem ég vitni ekki til hans um fyrstu greinar, sem komu
á prent frá Halldóri Guðjónssyni í Laxnesi. Fróðleikur um það hafi
fyrst birst í bók Ólafs, Lífí skáldskap, 2002.35 En þá er þrenns að geta.
I fyrsta lagi fékk ég mann til þess, Snorra G. Bergsson sagnfræðing,
að fara fyrir mig í gegnum flest blöð og tímarit á Islandi tímabilið
fram til ársins 1932, þegar bókinni Halldór lýkur, og hann rakst á
margt, sem Ólafur hafði líka fundið. Þurfti ég að geta þess í hvert
skipti? I öðru lagi var Ólafur Ragnarsson ekki fyrstur til að benda
á, að Laxness hefði í æsku skrifað í blöð undir nafninu Snær svinni.
Það kemur til dæmis fram í endurminningabókum skólabróður
skáldsins, Guðmundar G. Hagalíns.36 í þriðja lagi hafði komið sér-
stök frétt um það í Morgunblaðinu, hvenær fyrsta grein Laxness birt-
ist þar, svo að segja má, að það hafi verið á almannavitorði, hluti af
viðteknum viðhorfum.37 En ástæðan til þess, að ég gat Ólafs Ragn-
34 Hannes H. Gissurarson, Halldór, bls. 196; Hannes H. Gissurarson, Kiljan, bls.
335-336.
35 Helga Kress, „Meðal annarra orða. Síðari hluti," bls. 197-202. Ólafur Ragnars-
son, Lífí skáldskap (Reykjavík, 2002).
36 Guðmundur G. Hagalín, Hrævareldar og himinljómi (Reykjavík, 1955), bls. 201.
Þessarar ábendingar Hagalíns er hvergi getið í skrifum Ólafs Ragnarssonar.
Sbr. „Birti undir dulnefninu Snær svinni", Morgunblaöið 19. apríl 2002 [frá-
sögn af fyrirhuguðu erindi Ólafs Ragnarssonar á Laxnessþingij.
37 „Skrifaði 13 ára um hverafugla," Morgunblaðið 3. nóv. 2002.