Saga - 2005, Blaðsíða 84
82
JÓSEF GUNNAR SIGÞÓRSSON
starfað hafa undir merkjum einsögunnar (micro-history)} Innan
sagnfræðinnar voru kenningar tengdar póstmódemisma ótrúlega
lengi í „pósti" til íslands og sennilega má segja að umræðan um
þetta fyrirbæri hafi ekki náð almennilega upp á yfirborðið hérlend-
is fyrr en á undanfömum tíu árum. En hvað er póstmódemismi? I
fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins vorið 2000 um póstmódern-
isma og íslenska sagnfræði kom skilgreiningarvandi hugtaksins
berlega í ljós, enda ganga póstmódernískar kenningar gegn hug-
myndum um algildi og heildstæðni.1 2 Sem vísi að svari mætti nefna
þætti eins og áherslu á það sértæka, andóf gegn eða andúð á því al-
menna, uppbrot sannleikshugtaksins í ótal smærri sannleika, rétt-
indabaráttu kúgaðra, baráttu minnihluta- og jaðarhópa gegn ríkj-
andi miðlægum viðhorfum, þá skoðun að allt sé texti og síðast en
ekki síst niðurrif á hefðbundnum hugmyndum heimspeki og trúar-
bragða. Áherslan færist með öðrum orðum frá algildi hlutanna yfir
á afstæði þeirra, yfir á sundurgreiningu fremur en samhengi. Það
sem skiptir mestu máli hér er hvort og þá hvernig þessar áherslur
samræmast sagnfræðinni sem fræðigrein.
Ýmsir telja raunar póststrúktúralismann vera fræðilega birting-
armynd hins póstmódemíska ástands.3 Mörgum sagnfræðingum
1 Davíð Ólafsson sagnfræðingur hefur m.a. fjallað um tengsl póstmódemismans
og einsögunnar í samhengi við póstmódernisma í íslenskri sagnfræði; sjá grein
hans „Fræðin minni. Einsaga, póstmódernismi og íslensk sagnfræði," Molar og
mygla. Um einsögu og glataðan tíma. Ritstj. Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Haf-
stein. Atvik 5 (Reykjavík, 2000), bls. 55-99.
2 Fyrirlestraröðina er að finna í í heild sinni á slóðinni http://www.kistan.is
3 Mýtunni um merkingarhyldýpið botnlausa sem sogar allt til sín og skilur ekk-
ert eftir nema merkingarleysið er oft haldið á loft af þeim sem gagnrýna
póststrúktúralísk fræði undir neíkvæðum formerkjum. Sennilega birtast and-
fmmspekileg viðhorf póststrúktúralistanna hvað skýrast í þekktustu grein
franska fræðimannsins Jacques Derrida (1930-2004) um afbygginguna
(deconstruction). í stuttu máli má segja að hann færi rök fyrir því að formgerð-
arhugtakið sé jafngamalt vestrænni heimspeki og vísindum og sögu þess væri
hægt að hugsa sér sem „sífelld víxl á einni [merkingarjmiðju fyrir aðra, með
óslitinni keðju skilgreininga á miðjunni. Miðjan öðlast því með reglubundnum
hætti ólík form eða nöfn". Saga Vesturlanda og frumspekinnar er saga þessar-
ar víxlunar. En helsta einkenni á grunnmynd miðjunnar er það að hún hefur
alltaf gefið til kynna falska, óbreytanlega nálægð (eðli, tilveru, efni, veru, sann-
leika, yfirskilvitleika, meðvitund, Guð, mann o.s.frv.). Hlutverk miðjunnar er
ekki aðeins að gefa formgerðinni jafnvægi, mið og skipulag, heldur sér hún
einnig um að takmarka leik táknanna. Innan formgerðar með guðlega merk-