Saga - 2005, Blaðsíða 262
260
FRÁ SÖGUFÉLAGI
að hagnýta sér þennan greiðslukost sem skilar hverju hefti til áskrifenda á
ódýrari og greiðari hátt en póstkrafa.
Undanfarin ár hafa Sögufélag og Hið íslenska bókmenntafélag eflt með
sér samstarf um útgáfu fræðirita. Að þessu sinni komu út tvö rit sameigin-
lega á vegum félaganna . Annars vegar Saga íslands, 6. b., eftir Helga Þor-
láksson prófessor og hins vegar Ferð um fornar sögur. Noregsferð í fótspor
Snorra Sturlusonar eftir Þorgrím Gestsson rithöfund (232 bls.). Hvað varðar
Sögu íslands er skylt að taka fram að aðild Sögufélags að útgáfunni er meira
í orði en á borði. En þess má vænta að góður skriður komist nú á þessa út-
gáfu sem dregist hefur á langinn úr hófi fram. Um Noregsbók Þorgríms er
það að segja að hún seldist fremur dræmt á jólamarkaði þótt hún hlyti já-
kvæða umsögn gagnrýnenda.
Aldarafmæli heimastjómar setti nokkurt mark á útgáfu félagsins á
starfsárinu. Stjómvöld höfðu ákveðið árið 1999 að í tilefni af afmælinu skyldi
ráðist í að semja yfirlit yfir sögu Stjómarráðs íslands frá 1964 að telja, þ.e.
framhald af riti Agnars Kl. Jónssonar sem út kom hjá Sögufélagi 1969. Rit-
stjóm skipuðu Bjöm Bjarnason ráðherra (formaður), Heimir Þorleifsson
sagnfræðingur og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður; ritstjóri verksins var
ráðinn Sumarliði R. ísleifsson. Samið var við forlagið Mál og mynd um að
hafa með höndum prentumsjón verksins. Stjórnarráð íslands 1964-2004. 1.
og 2. bindi, kom út í lok janúar á þessu ári og voru fyrstu eintök afhent
Davíð Oddssyni forsætisráðherra þegar minnst var aldarafmælis heima-
stjómar í Þjóðmenningarhúsinu 1. febrúar sl. Aðalhöfundar fyrsta bindis
(520 bls.), sem nefnist Skipulag og starfshættir, em Ásmundur Helgason lög-
fræðingur og Ómar H. Kristmundsson stjórnsýslufræðingur, en auk þeirra
eiga Gunnar Helgi Kristinsson, Kristjana Kristinsdóttir, Ingibjörg Sverris-
dóttir og Sumarliði R. ísleifsson kafla í því. Annað bindi verksins, Saga rík-
isstjórna og helstu framkvæmdir til 1983 (447 bls.), er samið af þeim Ólafi
Rastrick sagnfræðingi (tímabilið fram til 1971) og Sumarliða R. ísleifssyni
(tímabilið 1971-1983). í þriðja bindi verksins, sem mun koma út í næsta
mánuði, verða tímabilinu frá 1983 til þessa dags gerð skil. Samkvæmt
samningi forsætisráðuneytis og Sögufélags sér félagið um sölu, dreifingu
og lagervörslu á verkinu og fær félagið í sinn hlut helminginn af útsölu-
verði þess. Ríður nú á að dreifa þessu myndarlega riti sem víðast.
í tengslum við útgáfu Stjórnarráðs íslands 1964-2004 var ákveðið að end-
urútgefa verk Agnars Kl. Jónssonar frá 1969, en þetta grundvallarrit hefur
lengi verið ófáanlegt. Ólafur Rastrick sá um að búa nýju útgáfuna til prent-
unar. Nýja útgáfan birtist svo í júní sl. í tveimur bindum (alls 1050 bls.) og
í sama broti og stjórnarráðssagan nýja. Fylgir henni nú myndaskrá í fyrsta
skipti; meirihluti myndanna var unninn á ný eftir frummyndum og skýr-
ingar við margar myndanna gerðar fyllri en í frumútgáfunni. Loks var aukið
við „áhugavökum" á spássíum. Sögufélag sér um sölu og dreifingu þessar-
ar endurútgáfu með sömu skilmálum og áður greinir frá um stjómarráðs-