Morgunblaðið - 01.04.2011, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2011
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
MEÐAL EFNIS:
Páskamatur.
Sælkerauppskriftir.
Páskaskreytingar.
Ferðir innanlands.
Landsbyggðin um páskana.
Skíðasvæðin.
Viðburðir um páskana.
Sæla í sveitinni.
Börn og páskar.
Páskegg.
Merkilegir málshættir.
Trúin og fólkið.
Ásamt fullt af
spennandi efni.
Pás
kab
laði
ð
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. apríl.
Páskablaðið
SÉ
RB
LA
Ð
Morgunblaðið gefur út sérblað
tileinkað páskahátíðinni. Farið
verður um víðan völl og komið inn á
viðburði páskahelgarinnar.
Girnilegar uppskriftir af veislumat
og öðru gómsætum réttum ásamt
páskaskreytingum, páskeggjum,
ferðalögum og fleira.
Allt er tortryggt,
hver höndin upp á
móti annarri og
svikabrigsl daglegt
brauð. Svívirðingar,
uppnefni, móðganir
og fullyrðingar eru
helstu tækin til þess
að drottna yfir um-
ræðunni: „ Baugs-
maður – náhirð, þorp-
ari – hetja, svart –
hvítt, íhaldskurfur og kommatitt-
ur, landráðamaður – lands-
ölumaður, þú gerðir þetta – nú má
ég. Þú ert asni sem átt að fá þér
eitthvað annað að gera.“
Þegar skoðanaskipti byggjast
ekki á því að ræða saman og
hlusta heldur hávaða, skætingi og
útúrsnúningum er þjóðfélagið orð-
ið helsjúkt – einræðistilburðir og
ofbeldi ráða ríkjum. Umræða af
þessum toga leiðir til þöggunar.
Raddir þeirra þagna sem eiga
undir högg að sækja eða eru ann-
arrar skoðunar en hávaðadólg-
arnir. Sú þöggun er skaðleg. Borið
uppi af heift, hatri og sárindum
veldur þetta ástand máttleysi og
fullkomnu úrræðaleysi við úrlausn
brýnustu verkefna.
Það hrundi margt fleira en efna-
hagur landsins í október 2008. Þar
fóru vissulega miklir
fjármunir í súginn en
alltaf er hægt að vinna
til baka forgengileg
verðmæti. Þegar rætt
er um kreppu á Ís-
landi er umfjöllunar-
efnið oftast nær tengt
fjármálum, hins op-
inbera, fyrirtækja eða
almennings. Minna
ber á umræðu um það
gjaldþrot lýðræðisins,
sem við blasir. Þar er
alvarlegasta kreppan í íslensku
þjóðfélagi sem kemur m.a. í veg
fyrir að unnið sé á hinni fjárhags-
legu kreppu.
Gjaldþrot lýðræðisins kemur í
veg fyrir að þjóðin rísi glöð og
kvíðalaus úr rekkju á hverjum
starfsdegi og takist bjartsýn á við
verkefni dagsins – að búa í haginn
fyrir sig og sína. Oft kemur mér í
hug, þegar síbyljan og bölmóð-
urinn hefst, að þeir sem þannig
„Baugsmenn,
náhirð, íhaldskurf-
ar og kommatittir“
Eftir Kristján Þór
Júlíusson
» Borið uppi af heift,
hatri og sárindum
veldur þetta ástand
máttleysi og fullkomnu
úrræðaleysi við úrlausn
brýnustu verkefna.
Kristján Þór Júlíusson
Margar góðar ábendingar komu
fram um stöðu Orkuveitu Reykja-
víkur í grein Stefáns Svavarssonar
hér í blaðinu í gær. Það er rétt hjá
honum að blikur eru á lofti í lausa-
fjárstöðu fyrirtækisins og réttmæt
sú fullyrðing hans að fyrirtækið eigi
í erfiðleikum með að endur-
fjármagna afborganir. Hann dregur
líka skýrlega upp afstöðu erlendra
fjármálafyrirtækja. „Allir erlendir
bankar eru á varðbergi gagnvart ís-
lenskum aðilum,“ skrifaði Stefán. Sú
niðurstaða hans að fráleitt hafi verið
ástæða til að grípa til aðgerða í
rekstri Orkuveitunnar kemur því á
óvart.
Blikurnar sem Stef-
án nefnir, afborganir af
lánum OR, nema um
107 milljörðum króna
til ársloka 2016. Þar af
eru 17 milljarðar króna
á gjalddaga á þessu
ári, 13 á næsta ári og
29 milljarðar árið 2013.
Þá eru vaxtagreiðsl-
urnar ótaldar. Það er
rétt hjá Stefáni að
miklar eignir standa á
bak við skuldir Orku-
veitunnar. Það breytir
ekki því að fé skortir í
sjóðinn til að greiða þessar afborg-
anir, fyrir utan laun og annað.
Greint hefur verið frá því viðmóti
sem OR hefur mætt hjá erlendum
fjármálafyrirtækjum og er það ná-
kvæmlega það sem Stefán lýsir. Það
fást ekki lán til að borga lán.
Að baki þeim erfiðu ákvörðunum,
sem nú hafa verið teknar, liggur
mikil vinna við greiningu á stöðu og
horfum í rekstri. Afrakstur þeirrar
vinnu liggur skjalfestur á vef Orku-
veitu Reykjavíkur, Reykjavík-
urborgar og Kauphallarinnar. Það
er því nokkuð óvænt að
kvartað sé yfir að
gegnsæi skorti. Það er
einmitt lykilatriði ætli
Orkuveita Reykjavíkur
sér að endurvinna
traust eigenda sinna og
viðskiptavina að varpa
sem allra gleggstu ljósi
á þá stöðu sem fyr-
irtækið er í. Það má
ekki fegra stöðuna.
Orkuveita Reykja-
víkur er ekki gjald-
þrota. Án aðgerða
stefndi hins vegar í að fyrirtækið
yrði ógjaldfært, svo gripið sé til
tungutaks endurskoðenda. Í maí
hefði þurft að greiða laun með yf-
irdrætti og síðari hluta ársins hefði
yfirdráttinn þrotið. Þannig var það
nú bara. Fyrirtækið býr við verulega
markaðsáhættu og þar vega gengi,
álverð og vextir þyngst. Í rekstri OR
verður að hafa borð fyrir báru, að-
gang að lausafé til að mæta sveiflum.
Til þess eru lánalínurnar. Fyrirtæki
á borð við Orkuveitu Reykjavíkur
getur ekki búið við það að greiða
laun starfsmanna sinna með yf-
irdrætti frá mánuði til mánaðar.
Í grunninn og til lengri tíma litið
er veiturekstur OR hins vegar
traustur. Þjónustan er góð og því
verði sem greitt er fyrir hana er
stillt í hóf, hvort heldur sem er í inn-
lendum samanburði eða við útlönd.
Afkoman af rekstri veitnanna er
misgóð. Tekjur hitaveitunnar og frá-
veitunnar urðu að aukast. Hækkun
var því nauðsynleg. Léleg afkoma nú
um mundir er ávísun á hækkun í
framtíðinni.
Staða Orkuveitu Reykjavíkur
Eftir Bjarna Bjarnason
» Fyrirtæki á borð við
Orkuveitu Reykja-
víkur getur ekki búið við
það að greiða laun
starfsmanna sinna með
yfirdrætti frá mánuði til
mánaðar.
Bjarni Bjarnason
Höfundur er forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur
Þróun og staða handbærs fjár (fjármögnunarþörf) án aðgerða
20.000
10.000
0
-10.000
-20.000
-30.000
-40.000
-50.000
-60.000
M
ill
jó
ni
r
kr
ón
a
2011 2012 2013 2014 2015 20162010
Breytingar á handbæru fé Staða handbærs fjár
Fátt gefur skýrari
vísbendingar um að
spilling sé að festa
rætur innan stjórn-
kerfis en þegar hátt-
settustu embætt-
ismönnum þess er nóg
boðið og þeir gagn-
rýna valdamenn harð-
lega á opinberum vett-
vangi fyrir að fara á
svig við réttarríkið.
Eins og hörð gagnrýni æðsta emb-
ættismanns ákæruvaldsins á Ís-
landi – sjálfs ríkissaksóknara Val-
týs Stefánssonar – sem hann beindi
gegn forsætisráðherra á ráðstefnu
um ákæruvaldið 18. mars. Orð Val-
týs eru óhugnanleg staðfesting á
því að ekki er allt með felldu í ís-
lenskri stjórnsýslu.
Ríkissaksóknari sagði ekki aðeins
forsætisráðherra tjá sig fjálglega
um ákæruatriði í viðkvæmum
dómsmálum og að slíkar yfirlýs-
ingar væru settar fram af ásetningi
af ráðherranum áður en áfrýj-
unarfrestur mála væri liðinn. Hann
staðfesti einnig berum orðum að
pólitísk afskipti af ákæruvaldinu
hefðu átt sér stað. Ríkissaksóknari
varaði við því sem jaðrar við aðför
að sjálfstæði ákæruvaldsins á Ís-
landi, en eins og flestir vita teljast
afskipti framkvæmdavalds af
ákæruvaldi spilling í vestrænum
löndum. Þessi æðsti
embættismaður
ákæruvaldsins stað-
festi bókstaflega að ís-
lenskt ákæruvald væri
hvorki sjálfstætt né til
þess fallið að auka
réttaröryggi borg-
aranna(!)
Ríkissaksóknari
sagði orðrétt: „[P]óli-
tísk afskipti af ákæru-
valdinu [eru] mikil í
dag.“ Og: „Forsætis-
ráðherra [hefur] auk
þess tekið virkan þátt í baráttu
gegn öllum „útrásarvíkingunum“
svokölluðu.“ Og „[H]ún hvatti menn
[les: ákæruvaldið] til dáða á þeim
vettvangi.“ Og að: „Ráðherra ærist
af fögnuði t.d. þegar menn úr þeim
geira eru hnepptir í gæslu-
varðhald.“ Þetta er hryllileg lýsing
háttsettasta embættismanns ís-
lensks ákæruvalds á háttalagi for-
sætisráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Samráð á bak við luktar dyr
Segja má að þessi tegund spill-
ingar hafi náð vissu hámarki í ís-
lensku stjórnkerfi í forsætisráð-
herratíð Davíðs Oddssonar þegar
framkvæmdavaldið vélaði aftur og
aftur um ákærur á frjálsa borgara
úti í bæ á bak við tjöldin. En þótt
slíkri spillingu hafi hnitmiðað verið
hrundið til baka í ríkisstjórnartíð
Geirs Hilmars Haarde – sem stóð
staðfastlega vörð um mannréttindi
Er Ísland að breyt-
ast í lögregluríki?
Eftir Ragnar
Halldórsson
Ragnar Halldórsson
Stórfréttir í tölvupósti