Morgunblaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 91. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Lést eftir að hafa setið fastur ...
2. Nota tíðatappa til að verða ölvuð
3. Ný sprunga í Almannagjá
4. Skoraði ótrúlega flautukörfu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Japanski útgefandinn Rallye Co.
hefur sterk tengsl við Ísland og hefur
m.a. gefið út Eberg og Rökkurró í
Japan og mun gefa út plötu Amiinu,
Puzzle, í apríl. Eftir jarðskjálftaham-
farirnar ákvað eigandinn, Fumi Chika-
koshi, að gefa út safnplötur til styrkt-
ar fórnarlömbunum. Hann hafði
samband við nokkra íslenska lista-
menn sem brugðust vel við. Amiina
gaf lagið „Bláskjár“ af fyrstu plötu
sveitarinnar Animamina. Hellvar gaf
sitt nýjasta lag, „Ding an Sich“ og
listamaðurinn 7oi samdi nýtt lag,
„Breath“. Einnig eiga Nóra, Rökkurró,
Kira Kira og Eberg lög á plötunum
Fyrri platan kom út í vikunni og fór
beint í 42. sætið á japanska
vinsældalista iTunes og í 4. sæti á
hinum óháða vinsældalista. Plöt-
urnar verða einnig til sölu á iTunes í
Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk-
landi, Þýskalandi, Noregi, Ástralíu,
Svíþjóð, Írlandi, Danmörku og Kan-
ada.
Morgunblaðið/Ernir
Amiina og fleiri á
japanskri safnplötu
Megas og Senuþjófarnir verða
með tónleika á Norðurpólnum á
morgun. Platan (Hugboð um) vand-
ræði kemur svo í
verslanir í næstu
viku. Aðrir tónleikar
sem liggja fyrir eru
á Græna hatt-
inum á Akur-
eyri, 24. apr-
íl, og á
Faktorý í
Reykjavík,
29. apríl.
Megas spilar
á Norðurpólnum
Á laugardag Hæg suðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða
slydduél. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag Hæg breytileg átt og dálítil él í flestum landshlutum.
Vægt frost, en yfirleitt frostlaust við ströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning með köflum í flestum landshlutum
og hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig. Norðaustlægari norðvestantil
seint í kvöld og kólnar lítið eitt.
VEÐUR
Stjarnan úr Garðabæ er
komin í úrslit Íslandsmóts
karla í körfuknattleik í
fyrsta skipti eftir að hafa
sigrað Íslandsmeistara
Snæfells í þriðja sinn í jafn-
mörgum leikjum, og mætir
þar KR eða Keflavík. „Við
erum núna að skrifa okkar
sögu og Teitur er höfund-
urinn,“ sagði Justin
Shouse, leikmaður Stjörn-
unnar, við Morgunblaðið í
leikslok í Stykkishólmi. »4
Stjarnan í úrslita-
leiki í fyrsta sinn
Heiðar Helguson er orðinn marka-
hæsti íslenski knattspyrnumaðurinn
á erlendri grund frá upphafi. Hann er
annar tveggja Íslendinga sem hafa
skorað yfir 100 mörk í deildakeppni
erlendis og nú er útlit fyrir að hann
spili á ný í ensku úr-
valsdeildinni næsta
vetur. Morgun-
blaðið ræddi við
Heiðar og birtir
lista yfir 12
marka-
hæstu Ís-
lend-
ingana
erlend-
is. »1
Heiðar er orðinn sá
markahæsti frá upphafi
Íslandsmeistarar Hauka taka ekki
þátt í úrslitakeppninni um Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik karla
þetta árið. Það varð ljóst eftir að þeir
töpuðu fyrir FH og HK lagði Fram í
næstsíðustu umferð úrvalsdeildar í
gærkvöldi. Afturelding vann deild-
armeistara Akureyrar og tryggði sér
þar með næstneðsta sætið sem þýðir
að lið Selfoss er fallið í 1. deild. »2-3
Haukar úr leik og Sel-
foss fellur úr deildinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Jón Sigurðsson á Sindra RE er
síðasti trillukarlinn í verbúðunum
við Geirsgötu í hjarta höfuð-
borgarinnar. Hann kvartar þó ekki
yfir breytingunum og alls ekki yfir
nágrönnum sínum í verslunum,
veitingastöðum og á verkstæðum í
nágrenninu.
„Auðvitað sakna ég gömlu vina
minna sem voru hérna með mér og
maður fær sjaldnar í nefið en áð-
ur. Hins vegar eru þessar konur
sem nú ráða víða ríkjum í verbúð-
unum bara yndislegar. Lífið er
orðið allt öðruvísi hérna en áður
var, svo ég tali nú ekki um lyktina.
Það má kannski segja að það sé
miklu betra að fá svona fínar
stúlkur í sambýlið hérna, heldur
en fúla trillukarla með kerrur full-
ar af drasli. Samt sakna ég karl-
anna minna svolítið, þeir spáðu
með mér í veðrið og fiskiríið,“ seg-
ir Jón á Sindra, sem nú er 73 ára.
Aukið líf færist í gömlu verbúð-
irnar með hækkandi sól og stöðugt
fleiri ferðamönnum. Jón segir ver-
búðirnar iða af lífi þegar komi
fram á sumar, en þeir trufla lítið
hans daglegu störf við að salta fisk
og verka grásleppuhrogn í hvíta
húsinu sem hann kallar svo. Þá
verbúð keypti Jón á sínum tíma og
starfar þar og í verbúðinni við
hliðina við þriðja mann stærstan
hluta ársins á milli þess sem hann
rær út á Flóann.
Þorskurinn um allt og
frestar grásleppunni
„Ég var búinn að vera
rannsóknamaður í tíu ár með Jak-
obi Jakobssyni og Hjálmari Vil-
hjálmssyni og öðru góðu fólki á
Hafrannsóknastofnun þegar ég
keypti fyrsta Sindrann af hag-
leiksmanni, sem hafði smíðað bát-
inn í bílskúrnum sínum í Bakka-
gerðinu. Þetta var árið 1974. Svo
lét ég byggja nýjan Sindra á
Skagaströnd árið 1977 og það ár
hætti ég hjá Hafró. Ég lét síðan
byggja ofan á hann og lengja og
báturinn varð á allan hátt miklu
betri við þær breytingar.“
Jón segir að þorskur sé um allt
þessar vikurnar og þess vegna hafi
hann frestað því um einhverja
daga að byrja á grásleppunni. „Við
fengum þrjú tonn af fínum þorski
á Sundunum nýlega og ég var al-
veg búinn eftir róðurinn. Síðan
vorum við þrír í þrjá daga að flaka
og salta. Ég hefði ekki boðið í að
fá sjö tonn eins og einn kunningi
minn gerði í vikunni. Sá rær einn,
en ég hef þó verið með ungan
mann með mér um borð í um 20
ár.“
Þeir á Sindranum reru í gær-
morgun og fengu um tonn við
Brimnes við Kollafjörð eftir að
netin höfðu legið í um tvo tíma.
„Boltafiskur,“ sagði Jón. »18
Nýtt líf og ný lykt í verbúðunum
Jón á Sindra RE
kvartar ekki yfir
nýjum nágrönnum
Morgunblaðið/RAX
Í heimsókn Karlarnir af Sindra litu inn hjá listakonunum í Gallerí Dunga, frá vinstri Bjarni Sigmar Kjartansson,
Jón Sigurðsson, Kristján Páll Ström Jónsson, Ingibjörg Þ. Klemenzdóttir og Gunnhildur Þórarinsdóttir.
Fimmtán bátar eru með farþega-
leyfi í Reykjavík og flestir koma
þeir að hvalaskoðun frá höfuð-
borginni. Í dag byrjar Elding sum-
aráætlun sína með fjölgun ferða. Í
vetur var fyrirtækið með daglegar
ferðir á áætlun og var algengt að
farþegar væru 50-70 þegar gaf til
hvalaskoðunar. Ferðin kostar 8
þúsund krónur eða 48 evrur. Að
sögn Vignis Sigursveinssonar voru
farþegar Eldingar um 50 þúsund í
fyrra og samtals fóru um 70 þús-
und farþegar í hvalaskoðun frá
Reykjavík í fyrra. Fyrirtækjum sem
sinna þessari starfsemi hefur
fjölgað.
Mikið líf er samfara sjávarferða-
mennskunni í suðurbugt hafnar-
innar og á næstu árum verður lögð
enn meiri áhersla á ferðamennsku
og lifandi starfsemi þar.
Lífleg sjávarferðamennska
DAGLEGAR HVALASKOÐUNARFERÐIR Á ÁÆTLUN Í VETUR
Elding Vignir Sigursveinsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg