Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 11

Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 11
DÖNSKUSKÁLDIN / 9 DÖNSKU SKÁLDIN ERU KOMIN MAGNÚX GEZZON Á svölu sumarkvöldi í Kaupmanna- höfn áriö 1984 átti ég leið hjá Vötnunum svokölluðu og var hálfn- aður meðfram Peblingesöen þegar ég sá mann álengdar. Hann stóð á flot- bryggju bátaleigunnar sem þar starf- ar. Þegar ég kom á móts við manninn heyrði ég orðaslitur úr hátalara og sá að hann bærði varirnar og las fyrir vindinn, skokkara sem geystust hjá og miðaldra karla sem viðruðu hunda sína og þanda kviði eftir kvöldmatinn. Ég lagði hjóli mínu, settist á gras- blett og hlustaði á ungan mann með lepp fyrir öðru auganu. Hann var klæddur vínrauðri rúllukragapeysu, köflóttum jakka og buxum í stíl. Hann las ljóð og hét Michael Strunge. Nokkrum dögum síðar frétti ég að þetta væri einn þeirra sem breyttu dönskum skáldskap í lok 8. áratugar- ins. Þetta var fyrsta kynslóðin sem ekki átti rætur í uppreisninni árið 1968 og fann ekki hjá sér hvöt til að halda þeirri uppreisn á listrænu floti, heldur leitaði þessi skáldahópur eigin tjáningar og fann hana. Þau sönnuðu að menningin lifir enn og vopnin voru steinsteyputáknsæisstefna (stein- steypusymbolismi), pönktjástefna (pönkexpressionismi), draumsæ svart- sýni (rómantísk svartsýni), nýrokk og framúrstefna. Þeim lá mikið á hjarta þó aldur þeirra væri ekki hár, mark- miðið var ævinlega náin upplifun. „Við viljum það sama, án þess að vilja eitthvað sérstakt,“ sagði F.P. Jac. Á stuttum tíma spratt hæfileika- fólk upp úr nafnlausri neðanjarðartil- veru og inni í miðju sviðsljóssins. Rykið var þurrkað af draumsæisstefn- unni (rómantíkinni) sem hafði lengi verið í banni. Hún var könnuð niður í kjölin, endurhönnuð og var full- komlega þess verð. Þetta var ekki endurvakning á gullöld þeirrar stefnu (1800 - 1860) heldur voru skynjun, ástfýsni og efi sett í öndvegi. Það sem nútíma skáld gat notað var tekið, hinu sleppt. Þau lifðu og skrifuðu samkvæmt því sjónarmiði að æðri andlegur veruleiki byggi að baki hlut- anna og skáldið ætti að skynja og tileinka sér það samhengi sem er milli hlutarins og þess er að baki hans býr. Með hjálp tilfinningar, skynjunar og ímyndunarafls væri hægt að þróa leið til frelsis. Þegar klukkan var langt gengin í aldamótin 1900 kom táknstíllinn (symbolisminn) til skjalanna; hann varð ein af uppsprettum nýstefnu í bókmenntum og listum og urðu þau dönsku skáld sem hér eru til umræðu fyrir talsverðum áhrifum frá Rim- baud og tilraunum hans með setn- ingaskipan og orða samsetningar. Næsta stig í þróuninni er hjástíllinn (súrrealisminn) og André Breton. Upp úr seinni heimsstyrjöldinni komu fram í Danmörku nokkrir höfundar sem fylktu sér undir merki nýstefnumanna (módernista) s.s. Thorkild Bjprnvig, Ole Sarvig og Paul la Cour en hann ritaði fræga bók, Frag- menter afen dagbog sem var einskonar leiðarljós skálda á þeim árum og til dagsins í dag. Þessir höfundar virkjuðu undirvitundina til bókmenntasköp- unar. Síðar komu fram höfundarnir Per Hpjholt sem hefur ásamt yrking- um skrifað ritgerðir um bókmenntir og heimspeki, Henrik Nordbrandt, ljóðskáld og Hans-Jprgen Nielsen ljóðskáld. Að ógleymdri Inger Christ- ensen sem hóf að birta ljóð um 1960. Á áttunda áratug þessarar aldar var svonefndur „Knækprose“ eða játn- ingabókmenntir mjög áberandi. Þessi bókmenntastefna óx með þeirri menningarstefnu sem 68 kynslóðin kom af stað. Orðið „knækprose“ hefur verið skýrt þannig að um sé að ræða sögur og ritgerðir sem brotnar eru niður í mislangar línur og kallað ljóð. Skáld 9. áratugarins voru í andófi gegn þessum stíl og iðkendum hans, t.d. Vitu Anderson og Kristen Bjprnkjær. Ein aðal röksemdin gegn játningabókmenntunum hefur verið sú að þær hafi ekki að markmiði smíði mynda sem innihalda alvöru- gagnrýni á heiminn hvað þá að lífs- reynsla og draumsýnir séu ekta. Auk þess sem játningahöfundarnir þóttu ekki leggja rækt við tilfinninga- og fagurfræðilegar hliðar lífsins eins og inntak stefnunnar bendir til. Fremur er um að ræða skýrslur úr heimilislíf- inu, af verksmiðjugólfinu eða enda- lausar skilgreiningar á þjóðfélaginu; jafnvel meinlokur og geðræn vanda- mál skrásetjarans sem oft er staddur á einhverju hæli. Öllu ímyndunarafli er ýtt út í horn. Þær myndir sem þessir höfundar draga upp kvikna flestar utan líkama þeirra og huga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.