Teningur - 01.05.1990, Page 13

Teningur - 01.05.1990, Page 13
DÖNSKU SKÁLDIN I 11 veru með líkama sínum. Þetta má segja að séu meginþræðir City Slang frá 1981. En í næstu bók sinni Ukendt under den samme máne frá 1982 teygir hann hugmynd sína um líkam- ann sem miðstöð drauma og hug- leiðslu svo langt að sjálfið leysist full- komlega upp eða er túlkað eins og það ástand sem augnablikin eru mynduð úr. Bók Sörens Ulriks Thomsens Mit lys brœnder kom út árið 1985 og fjallar um skáldskaparfræðin. Hún fyllti fljótlega upp í tómarúm sem Fragmenter af en dagbog eftir Poul la Cour skildi eftir. Var nær í tímanum og þar af leiðandi áhugaverðari fyrir skáld í dag. Varðandi tónlistaráhrif hjá Thomsen má segja að þau birtist í takti Ijóðanna og hljómi orðanna þegar aðrir gera meira að því að nefna fræga poppara, vitna í þá og yrkja til þeirra. Sören Ulrik Thomsen verður ásamt Piu Taftrup dæmi um „ég-lausan“, taugaspenntan og titrandi líkama í leit að eigin skipulagi og vitund sem tengd er náttúruskynjun í borginni. Pia Taftrup er án efa mikilvægasta konan í þróun danskrar ljóðlistar og hóf hún feril sinn með bókinni Nár der gár hul pá en engel árið 1981. Rætur hennar liggja aðallega til R.M. Rilke og Pauls Celans og í einni þekktustu bók hennar Springflod frá 1984 ferðast líkamsnálægt sjálf hcnnar frá einu ljóðrænu ástandi til annars. Talandinn er bæði dýr og engill í einum líkama sem á stund girndarinnar ryðst fram án alls tví- skinnungs og krefst alls af hinum aðil- anum, karlmanninum og í yfirfærðri merkingu - skáldinu sjálfu. En jafn- vel á andartaki kynsvölunarinnar læð- ist dauðabeygurinn að. Þessi bók er talin vera hápunktur ljóðagerðar sem fjallar um líkama mannsins á tímabil- inu 1976-1985. Annars er talið að kynnautnum sé mest og best lýst í kvæðum danskra kvenna nú um stundir. Eftir 1985 hafa Bo Green Jensen, Sören Ulrik Thomsen, Pia Taftrup og fleiri haldið áfram að þróa sitt per- sónulega ljóðmál, nema Strunge sem dó fyrir aldur fram árið 1986, innan við þrítugt. Þó skáldin þrói sína einkavegi eru ýmsar hugmyndir á bak við ljóðin sameiginlegar: Hlutverk tórnar- lambsins, einsemd, persónuleika- klofnun, ótti og útrýming sérkenna í mannlegu félagi. Málfræðingurinn Neal Ashley Conrad telur að nýtt tímabil hefjist 1985 og fara þar fremstir Peter Huus, Morti Vizki, Pia Juul og Niels Frank (Kritik 87 1989). í stuttu máli má segja að þessir höfundar haldi áfram á svipuðu róli og þau sem fyrr eru nefnd nema nú hefur trúarlegi þáttur- inn aukist. Það eru ekki allir ánægðir með þróun bókmennta í Danmörku og hina nýju kynslóð. Þeirra á meðal er Jörgen Christian Hansen sem fæddur er árið 1956 og er þar af leiðandi hluti þeirra eðalbornu arftaka skáld- skaparins sem fyrr eru nefndir. Hann segir m.a.: „Frá upphafi hefur kyn- slóðin komið á framfæri þeirri goð- sögn að 68 kynslóðin haldi henni úti í kuldanum, að við séum uppreisnar- gjörn skáld sem kortleggja fjandsam- legt fjölmiðlaþjóðfélag. Sannleikur- inn er hinsvegar sá að engin kynslóð hefur komist svo fljótt í sviðsljósið og frá upphafi hefur hver einasta uppá- koma okkar fyllt útvarp, sjónvarp og dagblöð. - En það var og er alltaf talað við sama fólkið sem átti að vera málsvarar okkar. Þess vegna er ekki hægt að tala um kynslóð heldur ákveðinn minnihluta sem með hraði fékk aðgang að fjölmiðlum.“ Fleiri hafa gagnrýnt fjölmiðla og segja þá ýta skáldunum inn á ákveð- inn bás, en skipta sér ekki af listinni - innihaldi orðanna heldur fletji þeir allt út í meðalmennsku og þó Pia Taf- trup segði: „Við erum ekki meiri hópur en fyrirrennarar okkar“, breytti það engu. „Fjölmiðlarnir vita hvernig þeir vilja hafa okkur og þannig munum við lifa í 1000 kennslubókum.“ J.C. Hansen gerir athugasemdir við skáldskapariðkun Sörens Ulriks og þær hugmyndir sem hann setur fram í bók sinni Mit lys brænder. Hana kallar Hansen spurningakver eða leiðbeiningabók enda sé hún lítil, fari vel í vasa og henti til lestrar hvar sem er. Hann bendir á að rithöfundur eigi sér stoð hver sem efnismeðferðin er og að hin „niðursoðna“ ljóðlist sem hann nefnir svo sé ekki fínni pappír en raunsæ skáldsaga. Sören Ulrik hefur hinsvegar svarið af sér þá ásökun að hann sé einhver leiðtogi eða kennari eða svo notuð séu hans eigin orð: „Skáldskapar- fræðin eru ekki safn reglugerða um það hvernig maður á að skrifa. Hún er vangaveltur um ljóðlist og í henni finnast aðeins tvær reglur: Ljóð á að halda sig við sitt eigið niðurlag og það þarf að hljóma. Við samningu ritgerðarinnar hef ég stuðst við eftirfarandi rit og greinar. 1. Kritik 87 - 1989. Neal Ashley Conrad: Men digterne har vendt ryggen til. 2. Café existens nr. 36. 4. 1987; viðtal við Sðren Ulrik Thomsen. 3. Fredag nr. 17, maí 1988. Viðtal við S0ren Ulrik Thomsen. 4. Tendenser í dansk lyrik 1976-83; inder- lighed og 80’er modernisme. Höfundar eru Susanne Yvonne Nielsen og Lise Charlotte Jörgensen. Útg. Kaupmanna- hafnarháskóli i júní 1983. 5. Kritik 55 - 1981. Hans-j0rgen Nielsen: Grafiti pá en sort, blank uigennem- trœngelit monolit. 6. Digtes forfald og genrejsning - tendenser i dansk lyrik efter 1965. Erik Skyum- Nielsen. 7. Fredag nr. 1, ágúst 1985. Grein eftir Jprgen Christan Hansen. Eftirtöldum þakka ég hvatningu, áhuga, góð ráð, bókalán og margháttaða aðstoð: Einari Má Guðmundssyni rithöfundi, Keld Gall J0rgensen sendikennara, Sigurði Hjart- arsyni, M. Litt og Viðari Hreinssyni bók- menntafrœðingi.

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.