Teningur - 01.05.1990, Side 15

Teningur - 01.05.1990, Side 15
DÖNSKU SKÁLDIN / 13 MICHAEL STRUNGE BROTTFÖR FANAR DRAUMSINS Við erum þreytt eins og ár líkt og vélar næturinnar. Við göngum gegnum borgina til móts við dögunina á milli húsanna. Við sleppum forugum grímum kynslóðanna lausum ... þær líða út í myrkrið á eftir fylgja svefnlaus bros okkar. Með augun full af nótt stígum við inn í nýtt árþúsund. Við erum fánaberar draumsins þó sakleysi okkar beri djúp ör úr stríði hversdagsins. Við boðum velmegun og mjúk rúm fyrir svefn og ástarfarir. Við syngjum á sérstökum bylgjulengdum sem brjóta múr úr venjum og hefðum. Með ósnortinni reynslu æskunnar reisum við hús fyrir hið breytta fólk. Með brakandi losta æskulýðsins búum við til skemmtigarða fyrir alla aldurshópa. A hinu græna grasteppi verða til nýjar kynslóðir. Síðar förum við um borgina og hefjum baráttuna sem endar með sigri líffræðinnar. A nóttunni hvílast líkamarnir þandir af draumum og sársauka, titrandi af nýjum frumuvexti. Sameinuð á sál og líkama stofnum við til hins mjúka lífs. Um morguninn sofum við út áður en við hefjumst handa á hinum nýja degi baráttu og sára, kossa Við látum fána draumsins blakta. Þórhallur Þórhallsson þýddi

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.