Teningur - 01.05.1990, Page 16

Teningur - 01.05.1990, Page 16
14 / DÖNSKU SKÁLDIN HENRIK S. HOLCK á þeirri sekúndu þegar 1 fugl flýgur 1 sekúndu yfir himininn blaktir grasstráið sem stendur hér á þessari sekúndu það rignir ekki, snjóar ekki enginn sefur, enginn vaknar, enginn hefur eða lýkur nokkru svört lína, jörð eins og þetta sem er fjárfest í 1 kyrrð það deyr ekki, lifir ekki ekkert rangt verður sagt, ekkert rétt en fingurnir um leið og þeir þrýsta á jörðina, þrýsta á andrúmsloftið, þrýsta á vatnið og finna mótstöðuna og mótstöðuleysið á þeirri sekúndu þegar 1 steinn lýstur 1 sekúndu í vatninu er það staðurinn sem veröldin hefst á og á því andartaki er ekkert þar fyrir handan, engar hugsanir það snjóar ekki, rignir ekki allt er á þeirri sekúndu nú stendur grasstráið kyrrt nú er heimurinn: að grasstráið stendur kyrrt og ekki að einhver deyr annarsstaðar og að nokkrar mannverur verða eftir grá lína, jörð heimurinn er ekki í líkinu sem liggur og rotnar vinstra megin við rykuga runnana heimurinn er ekki í greininni sem sveiflast í fýlunni, ekki heldur í skugganum sem vaggar þunglamalega yfir jörðina heimurinn er ekki á öðrum stað, ekki í steyttu fóstrinu sem vindurinn feykir af fingrum einhvers út í buskann Vegna þess að ég stend hér og við einbeitingu mína er 1 sekúnda ásamt fuglinum sem flýgur yfir himininn og grasstráinu sem blaktir aftur á þessari sekúndu: Þessi staður, þessi mynd er upphafspunktur heimsins Magnúx Gezzon þýddi

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.