Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 37

Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 37
BRETASÖGUR / 35 dæmis etur morgunmat, les blööin, liggur konur og leikur golf. Og þetta gerir hann öldum saman og er orðinn svo góður í golfi að hann leikur átján holur á átján höggum. Lengra er ekki hægt að komast; það er ekki hægt að leika átján holu völl á sautján höggum. Þegar svo er komið, verður hann að snúa sér að öðru. En allt tekur enda, þótt hann hafi óendan- legan tíma til allra hluta. Og hann fer að langa til að deyja. Það er líka mögulegt í þessari nýju Paradís, því þar deyja menn bara af fúsum og frjálsum vilja og búið er að leysa gát- una um nauðungina og frjálsa viljann. Sögumaðurinn óskar eftir því að verða maður, sem aldrei þreytist á Paradís. En það er ekki mögulegt nema verða annar maður. Og það hefur ekki gefist vel. Ég er ekki einn um þá skoðun, að þessi bók Julian Barnes og Páfa- gaukur Flauberts séu ólíkar öðrum bókum, sem maður þekkir. Það er á mörkum, að kalla megi þær skáldsög- ur. Þær eru samslungin röð af frá- sögnum af staðreyndum og ímyndun- um, sem tengjast með margvíslegum og ólíkum hætti og sífellt má finna á þeim nýjar hliðar. Textinn er snjall, lætur lítið yfir sér, en er djúpur, þegar maður skoðar hann. Og höf- undurinn er að segja ýmislegt, sem er mikilvægt um veröldina, mannlegt eðli og fjöldamargt annað. Ég er ekki enn sannfærður um, að Saga heimsins í 10 U2 kafla gangi upp eins og Púifa- gaukur Flauberts. En í henni er til dæmis verið að segja svolítið um eðli mannkynssögunnar og á stundum má skilja bókina sem svo, að sagan stefni ekki fram á við heldur í eilífan hring, eins og margir Grikkir töldu til forna. En bókin er engin kennsla í mann- kynssögu heldur skáldsaga. í lokin vil ég láta þá skoðun í ljósi, að fáar ef nokkrar bækur hafa skemmt mér betur í seinni tíð en þessar skáldsögur Julians Barnes. JULIAN BARNES SKRIFLEGT PRÓF Próftaki svari fjórum spurningum: báðum verkefnunum í A-hluta, og tveimur verkefnum í B-hluta. Ein- kunnir verða gefnar fyrir rétt svör ein- göngu; ekki fyrir framsetningu eða frágang. Dregið verður frá einkunnum fyrir aulafyndni eða yfirlætislega stutt svör. Tími: þrjár stundir. A-HLUTI: BÓKMENNTA- GAGNRÝNI FYRRA VERKEFNI Prófdómurum hefur orðið ljóst á undanförnum árum að próftökum veitist sífellt örðugra að gera greinar- mun á List og Lífi. Allir þykjast skilja muninn, en skoðanaágreiningur er mikill. Sumum er lífið auðugt og gómsætt, búið til eftir gamalli sveita- uppskrift úr náttúrulegum afurðum eingöngu, en Listin bragðlaus versl- unarframleiðsla, mestmegnis úr til- búnum litar- og bragðefnum. Öðrum er Listin sannari, þrýstin, spriklandi og tilfinningalega fullnægjandi, en Lífið verra en versta skáldsaga: eng- inn söguþráður, persónurnar leiðin- legar og lítilsigldar, húmorslausar, langorðar um óskemmtileg atvik, og sögulokin átakanlega fyrirsjáanleg. Þeir sem hallir eru undir síðara sjón- armiðið vitna oft í Logan Pearsall Smith: ’Fólk segir að lífið sé fyrir mestu; heldur vil ég þá lesa.’ Próf- tökum er ráðið frá því að nota þessa tilvitnun í svari sínu. íhugið samband Listar og Lífs út frá einhverjum tveim eftirfarandi full- yrðingum eða aðstæðum: a) ’í fyrradag, úti í skógunum við Touques, á yndislegum stað hjá lind- arvatni, rakst ég á vindilstubba og kæfubita. Þarna hafði einhver verið í pikknikk. Ég lýsti einmitt þessu í Novembre fyrir ellefu árum. Þá var það hrein ímyndun, og um daginn varð ég vitni að því. Allt sem þú býrð til er satt: þú mátt bóka það. Skáld- skapur er jafn mikið nákvæmnisverk og flatarmálsfræði Auminginn hún Bovary mín er örugglega hrjáð og grátandi á þessu andartaki í tuttugu þorpum í Frakklandi.’ Bréftil Louise Colet, 14. ágúst, 1853. b) í París notaði Flaubert luktan vagn til þess að komast hjá því að Louse Colet fyndi hann og drægi hann hugsanlega á tálar. í Rouen notar Léon luktan vagn til þess að tæla Emmu Bovary. Innan árs frá útkomu Madame Bovary mátti leigja vagna í Hamborg í kynferðislegu skyni; þeir voru kallaðir Bovary. c) (Þegar systir hans Caroline lá banaieguna) „Augu mín eru þurr eins og marmari. Skrítið hvernig sorglegir atburðir í skáldsögum opna mig og láta tilfinningar flæða um mig, en raunverulegar sorgir verða harðar og bitrar í hjarta mínu, breytast í kristal jafnskjótt og þær láta á sér kræla.“ Bréf til Maxime Le Camp, 15. mars 1846. d) „Þú segir að ég hafi elskað þessa konu [Mme Schlesinger] í alvöru. Það gerði ég ekki; það er ósatt. Að-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.