Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 43

Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 43
KAZUO ISHIGURO / 4/ manni og giftist honum. Stevens er þó ekki ósnortinn af Kenton, en hann hafði eins og alltaf látið starfið ganga fyrir. Stevens rifjar upp dvölina hjá Dar- lington lávarði. I augum Stevens er hann eftirsóknarverðasti húsbóndi sem nokkur yfirþjónn getur kosið sér. í húsinu koma saman helstu leiðtogar breskra stjórnamála og þar eru teknar mikilvægar ákvaðanir í þágu Bretlands. Stevens er sannfærður um að með þjónustu sinni leggi hann sitt af mörkum til stefnu heimsmálanna. En það er aðeins eitt vandamál. Dar- lington lávarður verður fljótlega stuðningsmaður Hitlers og reynir gera Englendinga og Þjóðverja að bandamönnum. Eftir stríð deyr lávarðurinn niðurlægður og einangr- aður, en hollusta Stevens við minn- ingu lávarðsins stendur óhögguð. Eftir því sem á ferðalag hugans líður verður lesanda æ ljósar að Stev- ens hefur farið á mis við allt sem veitir hamingju í lífinu. Hann hefur ekki myndað náið tilfinningasamband við neinn og allt í kringum hann er til- finningalegt tóm, sem embætti yfir- þjóns á að fylla. Samband hans við föður sinn, sem er fyrrum yfirþjónn en kemur sem undirþjónn til starfa hjá syni sínum byggist á formlegu sambandi yfirþjóns og undirþjóns. Faðirinn er fyrirmynd hans, óhaggan- legur andlitslaus þjónn, sem haggast ekki hvað sem á dynur. Þegar faðir hans er orðinn sjötugur, fær hann starf sem undirþjónn hjá syni sínum í Darlington höll. Ekki fer mikið fyrir tilfinningasemi þessara tveggja fyrir- myndarþjóna. Úti á landsbyggðinni hittir Stevens hvarvetna vingjarnlegt sveitafólk og það kemur honum á óvart hversu gestrisinn hinn sauðsvarti almúgi er. Alþýðleg gestrisni fólksins verður andstæða formlegrar gestrisni sem ríkir í höll Stevens og undirstrikar hversu lítils virði lífsstarf Stevens hefur verið, þ.e. að fullkomna form- fasta hegðun sína sem yfirþjónn. Að leiðarlokunt hittir hann ráðs- konuna Kenton. Þegar þau hittast opnar Stevens örlitla rifu á harða skel sálar sinnar. Hann þráir Kenton og honum finnst sem hjarta sitt bresti þegar hún segir honum að hann hafi misskilið bréfið sem hún sendi honum. Hún segist ekki vera óham- ingjusöm og hún hefur engar fyrirætl- anir um að yfirgefa eiginmann sinn. Stevens snýr því til baka til hallar sinnar þar sem blasir við honum áframhaldandi vinna, „ekkert nema endalaust tóm“. Við lok heimferðar- innar viðurkennir hann fyrir sjálfum sér að líf hans hefur verið innihalds- laust, og allar hugmyndir hans um virðuleika og mikilvægi starfs yfir- þjóns verða hjákátlegar þegar hann hefur rifjað upp lífshlaup sitt. Hann er einmana og sér fram á ævikvöld í áframhaldandi þögn. En um hvað er þá saga yfirþjónsins Stevens? Stevens veltir sífellt fyrir sér spurningunni hvað gerir mann að mikilmenni, í hverju felst virðing. Líf Stevens gengur út á starfið. Starfið krefst þess að Stevens haldi gjörsamlega aftur af öllum persónu- legum duttlungum. Yfirþjónn er maður sem sýnir fullkomna þjónustu- lund og lætur tilfinningar ekki hlaupa með sig í gönur. Hann álítur starf sitt mikilvægt og göfugt þ.e. þjóna mikil- menni og halda um leið virðingu. En það er einmitt það sem greinir þjón frá þræl. En hvað kemur svo í ljós? Steven hefur ekki varið lífi sínu í að þjóna mikilmenni heldur manni á sið- ferðilegum villigötum. Manni sem hafði tekið siðferðilega ranga stefnu og í blindni og í fullkomini þjónustu- lund hafði Stevens fylgt honum eftir. I lok ferðarinnar viðurkennir Stevens það sem honum og lesandnum var fyrir löngu orðið ljóst að líf hans hafði verið tilgangslaust. „Darlington lávarður var ekki slæmur maður. Hann var alls ekki slæmur maður Hann hafði þó þau forréttindi að geta sagt að leiðarlokum að hann gerði sín eigin mistök. Lávarðurinn var hugrakkur maður. Hann valdi ákveðna leið í lífinu, hún reyndist röng, en samt hann valdi hana, hann getur þó sagt það. En ég fyrir mína parta get það ekki. Þú skilur, ég treysti. Ég treysti á dómgreind hans. Ég hef þjónað honum í öll þessi ár og ég treysti því að ég væri að gera eitthvað sem var einhvers virði. Ég get ekki sagt að ég hafi gert mín eigin mistök. Maður spyr sig, hverskonar virðing er það?“ Hann kemst sem sagt að því í lokin að maður á aðeins eitt líf og maður ber ábyrgð á því sjálfur: Það er ekki hægt að láta aðra vísa veginn. Það sem eftir lifir dags er saga um mann sem telur sig tilheyra hinu besta í líf- inu en fer á mis við hið eina og dýr- mæta líf. Lífinu hefur hann fórnað í einhvern formlegan leik, forskrifaða hegðun og forskrifað tilfinningaleysi. Líf hans hefur farið eftir forskriftum og hegðunarkerfi duttlungafullra yfir- stéttarmanna, en um eigið líf hefur ekki verið að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.