Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 51

Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 51
TÓNLIST / 49 HJÁLMAR H. RAGNARSSON BRÉF TIL BJARGAR HUGLEIÐINGAR TÓNSKÁLDS UM HLJÓM TUNGUMÁLSINS Kæra Björg Þakka þér aftur fyrir bréfið þitt frá í nóvember. Ég vona að þú hafir fengið línurnar frá mér þar sem ég bað þig um að hafa biðlund varðandi svör frá mér. Ég vona að biðlundina hafi ekki þrotið og að ég sé ekki orð- inn alltof seinn með að stinga að þér einhverjum hugmyndum. Þetta viðfangsefni: tónlistin í tungumálinu og áhrif tungumálsins á tónlistina er ákaflega spennandi og hefi ég oft velt vöngum yfir því án þess að vera sérfræðingur á því sviði og án þess að hafa nokkrar pottþéttar kenningar í því efni. Hins vegar hefi ég ýmsar tilgátur varðandi tónlistina í tungumálinu (ekki alfarið mínar eig- in) og hefi á takteinum dæmi sem vakið geta áhugaverðar spurningar varðandi þetta mál. Þú söngst í verkinu mínu Corda Exotica við ljóðin hans Dunganons. Eins og þú veizt þá eru ljóðin samin á „tungumálum“ sem Dunganon bjó sjálfur til í þeim anda sem hann ímyndaði sér að viðkomandi „tungu- mál“ ætti rætur í. í raun eru ljóðin eins og þau líta út á pappírnum full- komlega meiningarlaus. Hins vegar má að nokkru leyti fylla þessi orð og orðasambönd merkingum með „hljómgun“ og skýrast þá sérkenni hvers orðs fyrir sig og ekki síður tengsl orðanna hvers við annað. Sum atkvæðanna fá ríkari áherzlur en önnur, hljóma lengur og fá nokkurs konar dramatískar þungamiðjur. Önnur verða eins konar stuðningsat- kvæði, hljóma stutt og eru veik í framsögninni. Með „hljómgun" á ég við annaðhvort upplestur ljóðsins eða söng þess. Söngurinn er miklu sterk- ari „hljómgun“ en upplesturinn, því að í söngnum er hægt að teygja og til- færa textann miklu meira án þess að hann slitni í sundur heldur en hægt er að gera í upplestri. Þá er hægt að ná fram í söngnum (ekki sízt kórsöng) dramatískum tilþrifum og undirstrik- unum í ljóðtexta, sem alls ekki er hægt að ná fram á annan hátt. Það sem fyrst og fremst vakti fyrir mér við smíði Corda Exotica var að fylla ljóðtexta Dunganons mínum eigin merkingum með minni eigin tónlist. Þessar merkingar, held ég, að hafi orðið þeim, sem vel kynntust verkinu, skynjanlegar án þess að vera útskýranlegar. Ég held, að flestir kór- félaganna hafi til dæmis skynjað hvað „tann glarra“ þýddi án þess að geta komið skýringu sinni í orð, eða þá skynjað dramatíska muninn á t.d. „Tsettna morr úlla lama“ og „Gann úvú kúmbrick". í stuttu máli þá var ég að reyna að sýna fram á, að orð og orðasambönd geta lifað sjálfstæðu lífi án þess að merkingar þeirra skírskoti til hins útskýranlega hugmyndaheims eða hversdagsheims okkar. Það er nefnilega tónlistin, hljómurinn sjálfur, sem gel'ur orðunum líf. Fjórum árum áður en ég byrjaði að stjórna Háskólakórnum, þá gerði ég raftónverk sem byggir á hugmyndum varðandi orð og hljóm þeirra. Verkið er í þrettán köflum, og byggir hver þeirra á notkun eins orðs úr forngel- ísku stafrófi (13 stafa stafróf, þar sem hver stafur er einkenndur með aðeins einu orði og er það orð nafn á ákveð- inni trjátegund). í hverjum kafla er fjöldi mismunandi rafliljóða og not- aði ég viðkomandi orð sem eins konar mót, sem rafhljóðin voru mótuð í. Með raftækni „þurrkaði“ ég út mannsröddina í orðunum og setti í hennar stað eitthvert rafhljóð, þannig að af upphaflega lestri orðsins stóð aðeins styrkleikalögun þess eftir. Dæmi um þetta er orðið - Gort - sem gæti haft styrkleikalögunina: eða eitthvað svipað þessari mynd. Öll rafhljóðin í kaflanum -Gort- hefðu þá sömu styrkleikalögun. Rafhljóðin sjálf gátu hins vegar verið af ólíkasta toga en innan sama kafla var lögun þeirra sú hin sarna. Þetta er auðvitað mikil cinföldun á smíði þessa verks, en ég held þó að með því að tæma orðið bæði af merk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.