Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 58

Teningur - 01.05.1990, Qupperneq 58
56 / MYNDLIST MARCEL DUCHAMP TVÖ ERINDI Sköpunarathöfnin Við skulum leiða hugann að tveimur mikilvægum atriðum, pólunum tveimur í sköpun listar: Lista- manninum annars vegar, og hins vegar áhorfandanum sem síðar til- heyrir eftirkomendunum. Eftir því sem best verður séð hagar listamaðurinn sér eins og vera gædd miðilshæfileikum sem leitar leiðar, gegnum völundarhúsið sem er handan við tíma og rúm, út á ber- svæði. Ef við eignum listamanninum eig- inleika miðilsins þá verðum við jafn- framt að neita honum um meðvitund á hinu fagurfræðilega sviði um hvað hann er að,gera og hvers vegna. Allar ákvarðanir hans við hina listrænu gerð verksins hvíla á hreinu innsæi sem ómögulegt er að þýða yfir á sjálfsgreiningu, hvorki talaða né rit- aða, né geta þær yfirleitt verið hugs- aðar. í ritgerð sinni „Hefðin og hæfi- leikar einstaklingsins“ skrifar T. S. Eliot: „Pví fullkomnari sem listamað- urinn er því aðskildari eru í honum maðurinn sem þjáist og hugurinn sem skapar; og af því meiri fullkomnun mun hugurinn melta og umbreyta ástríðunum sem eru efniviður hans.“ Milljónir af Iistamönnum skapa, einungis nokkur þúsund eru ræddir eða viðurkenndir af áhorfandanum og enn færri eru í hávegum hafðir af eftirkomendunum. Listamaðurinn gæti hrópað af hverjum mæni að hann sé snillingur en þegar öll kurl koma til grafar verður hann að bíða dóms áhorfand- ans svo yfirlýsingar hans öðlist félags- legt gildi, að endingu, vísa eftirkom- endurnir honum til sætis í Listasög- unni. Ég veit að þessi staðhæfing mun ekki vera samþykkt af mörgum lista- mönnum sem afneita þessu miðils- hlutverki en halda fast við mikilvægi eigin meðvitundar um sköpunarat- höfnina - engu að síður hefur lista- sagan hvað eftir annað skorið úr um kosti listaverks í gegnum vangaveltur sem eiga ekkert skylt við röklegar útskýringar listamannsins. Ef listamaðurinn, sem maður, fullur -af góðum ásetningi gagnvart sjálfum sér og öllum heiminum, gegnir engu hlutverki í dómnum um eigið verk, hvernig er þá hægt að lýsa því fyrirbæri sem hvetur áhorfandann til að bregðast á gagnrýninn hátt við listaverki? Með öðrum orðum, hvernig á þetta viðbragð sér stað? Þetta fyrirbæri er sambærilegt við flutning frá listamanninum til áhorf- andans í formi fagurfræðilegs flæðis sem á sér stað í gegnum ófrjótt efni svo sem litaduft, píanó eða marmara. En áður en við höldum lengra langar mig að gera skilning okkar á orðinu „list“ Ijósari - þó í vissu þess að ekki sé gerð tilraun til skilgreiningar. Pað sem ég hef í huga er að list kann að vera slæm, góð eða hlutlaus. En það gildir einu hvaða lýsingarorð er notað, við verðum að kalla hana list, og slæm list er ennþá list á sama hátt og slæmar tilfinningar falla ennþá undir tilfinningar. Þess vegna, þegar ég vísa til „list- stuðuls" verður það að vera skýrt að þá á ég ekki aðeins við afburða list, heldur er ég að reyna að lýsa þeim huglægu ferlum sem búa til list í sínu hráa ástandi - l’état brut - slæma, góða eða hlutlausa. í sköpunarathöfninni fer listamað- urinn frá fyrirætlun til framsetningar í gegnum keðju af algerlega sjálf- sprottnum viðbrögðum. Barátta hans í átt til framsetningar er endurtekin viðleitni, sársauki, fullnæging, afneit- un, ákvörðun, sem jafnframt geta ekki og mega ekki vera fullkomlega meðvitaðar, a. m. k. á hinu fagur- fræðilega sviði. Niðurstaðan af þessari baráttu er mismunur á milli fyrirætlunarinnar og framsetningar hennar, mismunur sem listamanninum er ekki kunnugt um. Þar af leiðandi vantar einn hlekk í viðburðakeðjunni sem fylgir sköpun- arathöfninni. Þetta bil sýnir vanhæfni listamannsins til að setja fullkomlega fram fyrirætlanir sínar; þessi mis- munur á milli þess hverju hann vildi koma frá sér og því sem hann í raun- inni kom frá sér er hinn einstaklings- bundni „list-stuðull“ sem er fólgin í verkinu. Með öðrum orðum hinn einstakl- ingsbundni „list-stuðull“ er eins og stærðfræðilegt samhengi á milli þess óframsetta en fyrirætlaða og þess ófyrirætlaða en framsetta. Til þess að fyrirbyggja misskilning verðum við að muna að þessi „list - stuðull“ er einstaklingsbundin fram- setning á Iist „I’état brut“, sem er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.