Teningur - 01.05.1990, Side 62

Teningur - 01.05.1990, Side 62
60 / KVIKMYNDIR „MY FILMS ARE ALGJORT SHIT“ RÆTT VIÐ AKI KAURISMÁKI í*aö er kvikmyndahátíð í New York og utan úr heimi eru komnir nokkrir leikstjórar til fylgdar myndum sínum. Einn þeirra er Aki Kaurismáki, „undrabarnið“ í finnskri kvikmynda- gerð, hann er hér staddur vegna sýn- inga á mynd sinni „Ariel“ sem hann tók í heimalandi sínu á síðastliðnu ári. Aki er skrifaður fyrir handriti, leikstjórn og framleiðslu þessarar fimmtu fullu kvikmyndar sinnar sem fjallar um lapplenskan námuverka- mann sem segir upp starfi sínu í upp- hafi myndarinnar. Síðan lætur faðir hans hann hafa bíllyklana áður en hann fer inn á klósett og skýtur sig. Taisto, aðalsöguhetjan, ansi agga- legur náungi a la Friðrik Þór, heldur suður í þessum blæjubíl, til höfuð- borgarinnar þar sem hann býr á hernum þar til hann kynnist stöðu- mælaverði, fráskilinni konu með einn dreng. En Taisto lendir þó fljótt í fangelsi og síðan þaðan út aftur og eftir ýmsan hasar endar myndin í óvísri en bjartri framtíð. Ýmsir kollegar Akis hafa kallað myndir hans gamlar Hollywood B- myndir í niðrandi merkingu, en það lýsir stíl hans einmitt vel og er í raun hrós. Frásagnamátinn er á einhvern hátt ósvikinn og finnskur, þynglyndis- legur, kaldranalegur og óskreyttur, persónurnar ganga hreint til verks og komast strax að kjarna málsins. Húmorinn er ansi svartur en krydd- aður af nostalgískri rómantík sem birtist í gömlu útvarpstæki sem sögu- hetjan hefur með sér hvert sem hann fer og úr því hljóma gömul finnsk dægurlög, eða amerísk í finnskum þýðingum. Myndatakan er alltaf eðli- leg og hrá, án allra stæla og allur bragur á myndinni er mjög ódýr án þess nokkurn tíma að vera billegur. Kvikmyndin er rík af hugmyndum þó kostnaður sé greinilega í lágmarki. Og sjálfur er Aki Kaurismáki fullur af hugmyndum að sjá og heyra, að sýningu lokinni settist hann til svara fyrir fullum sal af amerískum áhorf- endum í Lincoln Center. Hann gengur inn á sviðið, mjög þunglama- legur í hreyfingum, klæddur í brúnan leðurjakka í rassíðum gallabuxum og skóm sem hann skeytir greinilega lítið um. Hárið er gamalt og sítt og andlitið á einhvern ósvikinn hátt svo finnskt að það gerist ekki betra. Svip- urinn er þungur á brún og siginn í munnvikum en er þó fljótur að breyt- ast í glott þegar Aki hefur sagt eitthvað gott. „Myndir mínar eru allar mishepp- naðar, þetta er algjör drulla hjá mér, ég er alltaf að reyna að gera góða mynd, en það virðist vera alveg vonlaust... eins og þið sáuð þá var þessi ekki beint góð...“ Áhorfendur spyrja: Af hverju ertu svona óánægður með myndirnar þínar: „Ég var fæddur svona“. En er ekki bróðir þinn líka kvikmyndagerðarmaður, heitir hann ekki Mika? „Jú þau skírðu hann Mika til að aðgreina hann frá mér“. En gerðir þú þessa mynd með ameríska áhorfendur í huga? „Ég fer ekki einu sinni á kló- settið án þess að hugsa um ameríska áhorfendur.“ Daginn eftir tókst mér að ná honum á fætur með því að segjast vera frá Islandi, hann segist vera lítið fyrir viðtöl en fyrir íslendinga vill hann allt gera, Aki kom til landsins á kvikmyndahátíð fyrir nokkrum árum og kvaðst hata líkað það geysi vel. Hann heimtar að sér verði boðið að koma aftur sem fyrst. Við hittumst klukkan tólf á hádegi í anddyri Alg- onquin hótelsins á 44. stræti og Aki er grautþunnur að sjá, við setjumst inn á barinn og þegar hann hefur fengið fyrsta bjór dagsins er hann til í slaginn. Að hætti sannra skandínava ræðumst við saman á ensku. -Hvert fóruð þið í gœrkveldi? - Ég er búinn að vera að drekka með Jim Jarmusch (hinum góðkunna ameríska kvikmyndaleikstjóra, Stranger than Paradise, Mystery Train o.fl.) og vinum hans núna í þrjá daga, þú fyrirgefur hvað ég er þunnur. Við fórum á Mónubar niðrí East Village, ég kom ekki heim fyrr en snemma í morgun. - Hvenær ertu fœddur? - 1957, svo það gera 32 ár. - Gekkstu í kvikmyndaskóla? - Nei, þeir hleyptu mér ekki inn, sögðu að ég væri of kaldhæðinn til þess að gera kvikmyndir, nokkuð sem alls ekki er rétt. Petta var seint á átt- unda áratugnum. Nokkrum árum síðar kom síðan einn af kennurum skólans að máli við mig og bað mig um að framleiða mynd fyrir sig. En þá sagði ég auðvitað nei, hann væri alltof kaldhæðinn. Þetta var mín hefnd.

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.