Teningur - 01.05.1990, Side 65

Teningur - 01.05.1990, Side 65
KVIKM YNDIR / 63 engin kvikmynd. Sagan getur veriö lítilfjörleg, hún getur verið um fugla sem fljúga til eyjar og gera sér þar hreiður, hvernig þeir finna sér mat o.s.frv. En saga verður það að vera. - Eií hvað með Godard, hvar er þráðurinn hjá honum? - Ég veit ekki hvað hann er að gera núna en hann notaði alltaf söguþráð í sínum fyrstu myndum. Mín skoðun er sú að hann hafi villst af leið þegar hann hætti því, þá missti ég áhugann á myndum hans. Ég hef engan áhuga á því að horfa á bíómynd sem enga sögu segir, og því ætti ég? þá fer ég frekar inn á góðan bar og skálda mínar eigin sögur. Ég vil ekki sjá bara einhverja mynd uppi á tjaldinu. - í „A riel“ er mikið um töff hluti, gœinn ekur um á kadilakk og er með sólgleraugu, þurfa kvikmyndir alltaf að vera töff á einhvern hátt? - Nei, ég hef engan áhuga á því. - En samt gerir þú það í þessari mynd, öll þessi nostalgía t. d. ? - Já, það er allt annað en að vera töff. Nostalgía og melankólía. En ég er enginn töffari og ég vil ekkert aö menn séu alltaf með sólgleraugu. Leikarinn var bara alltaf svo þunnur og þurfti þess vegna alltaf að vera með sólgleraugu. - En hvað með upphafsatriði myndarinnar? Voru viðbrögð aðal- persónunnar ekki full kaldranaleg gagnvart sjálfsmorði föður síns? Er þetta kannski eitthvað sérfinnskt? - Þetta er týpískur ég. Það mundi alls ekki gagna neitt ef hann byrjaði allt í einu að gráta þarna í horninu. Vissulega er þetta mjög sorglegur atburður og ég vildi undirstrika það með þessu hlutleysi. Allir vita hvernig brugðist er við í venjulegum kvikmyndum gagnvart svona, öll klósöppin koma og tárin, en ég vildi gera þetta öðruvísi, vildi sýna betur hversu alvarlegur atburður þarna var á ferð. - Ég var mjög hrifinn afþví hvernig þú lœtur fólk tala hreint út og án allra málalenginga. Ekkert mas. Eins og t.d. þegar þau lágu í rúminu og voru nýbúin að sofa saman, í fyrsta sinn, og hún spurði „Stingur þú svo af eld- snemma í fyrramálið?" og hann svarar „Nei við verðum saman að eilífu". Pað fannst mér ansi íslenskt, allavega mjög norrœnt. - Já ég hef tekið eftir því hér í U.S.A. að fólk talar og talar án þess að meina neitt með því og þá bregður því svoldið þegar maður talar svona hreint og beint. Þeim finnst það skrýtið. Hér heilsa manni allir „How are you?“ en hlusta svo ekkert á svarið. - Hvað segja landar þínir um verk þín? - „Ariel“ fékk mjög góða gagnrýni, ég hef í raun aldrei fengið slæma gagnrýni. Og hvað aðsókn snertir hefur hún alltaf verið í lagi, mynd- irnar hafa aldrei „floppað" né heldur hafa þær grætt mér mikla peninga, alltaf verið í góðu lagi. „Ariel“ er fyrsta myndin sem hefur gefið eitt- hvert fé af sér og þá vegna þess að okkur tókst að selja hana mikið er- lendis. Reyndar hafa síðustu þrjár myndir mínar gengið ágætlega er- lendis. - Ertu ríkur núna? - Ég veit það nú ekki en ég á alla- vegana þrjá kátiljáka, en þeir eru nú ekki mikið dýrari en Renó fimm svo... ég keyrði bílinn sem leikur í „Ariel“ til Portúgal í síðustu viku. - Hvað með finnsk stjórnmál, þú ert ekki hrifinn af Koivisto? - Hvaða asni er það nú eiginlega? Kekkonen var allavega maður þó að hann hafi gert sín mistök. - Þér er þannig sama um finnska pólitík? - Ég er kommúnisti. - Enn þá? - Já enn þá kommúnisti, en í Finn- landi er allt svo leiðinlegt, þetta er allt að fara til fjandans, við erum búin að tapa öllum andanum sem við höfðum í gamla daga. — En Ameríka? - Sem þjóð eru ameríkanar bara bla bla, þeir hafa engan kúltúr, en New York er öðruvísi, hún er í raun evrópsk borg. - Þannig að það er engin hætta á því að þú endir í Hollywood? - Nei aldrei á meðan ég lifi mun ég svo lítið sem drepa þar niður fæti. - Sama hvað þeir bjóða þér mikið? - Já, ég hef alveg nóg eins og er, alveg nóg til að kaupa bensín á bílana mína. - Ertu frœgur í Finnlandi? - Já, of, og ein af ástæðunum fyrir því að ég er að flytja þaðan. — Þeir kalla þig „Wunderkind" í blöðunum hérna? - Það er vandamál blaðamanna. (Og nú er eiginkona Akis komin og sest hjá okkur, Pála myndlistakona, ljóshærð á finnska vísu og hún segir:) - Maðurinn er kominn yfir þrítugt og þeir eru enn að kalla hann barn, undrabarn... - Já ég er lítill hvolpur, ég er og verð alltaf lítill krakki, verð aldrei fullorðinn. - En hvað er að myndunum þínum? - Þær eru bara algjört „shit“, það er það sem er að þeim. Eða eins og Howard Hawks orðaði það: „I’m not good enough“. - Og í kvöld verðið þig í Algarve? - í Portúgal a.m.k. heimilisfangið er algjört leyndó, segjum bara Al- garve, já, já þá veit fólk að ég verð ekki þar. - Einhver skilaboð að lokum til íslenskra áhorfenda og kvikmynda- áhugamanna? - Já, haldið ykkar stíl, því ef þið týnið ykkar stíl þá týnið þið ykkar rétta anda og ef þið gerið það er ekk- ert eftir. - Og þú hlakkar til að heimsœkja okkur á kvikmyndahátíð í framtíð- inni? - Já ég vona svo sannarlega að þeir bjóði okkur aftur, það var mjög gaman síðast. Ég vona að þeir taki þessi skilaboð til sín sem eiga, gjörið svo vel og bjóðið mér. New York City, 26. september 1989- Hallgrímur Helgason

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.