Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 13
Landakotskirkja
andi í vegi fyrir eðlilegri framrás menningarlífs. Enda kemur það í ljós
að kirkjan hættir einmitt um þessar mundir að setja svip sinn á menn-
ingarlíf þjóðanna, hún er hætt að draga til sín gáfuðustu og mikilhæfustu
mennina, hvort sem það eru byggingarsmiðir eða aðrir, hún staðnar eða
skreppur saman. Við skulum ekki velta því fyrir okkur hvers vegna, það
yrði of langt mál eins og sagt er, staðreyndin er okkur nóg.
Frum-forsenda hvers húss, að það sé knýjandi þörf fyrir það, að það
spretti úr jarðvegi sínum andlegum sem líkamlegum líkt og urt eða tré,
virðist vera horfin í þessu tilfelli. En segjum nú að samhliða þessum aðal-
einkennum aldarinnar hafi samt verið einhver trúarþörf og að hún hafi
skapað þessa kirkju. Að hve miklu leyti er hún þá vottur tilfinninga og
hugsana þeirra sem byggðu hana?
I fyrsta lagi vekur það efa um gildi þessa húss sem sannrar byggingar-
listar að það ber ekki megineinkenni tímans í dag, og við nánari ath. kem-
ur í ljós, — og það getur hver maður séð, sem gengur upp Túngötu í góðu
skyggni og einhverja nasasjón hefur af listasögu, þó ekki sé nema þeirri
sem kennd er í menntaskóla, að húsið er stælt eftir gotneskum stíl. Þó með
9