Birtingur - 01.01.1955, Page 24
um landsins nýríkan segja að Vatnsberinn
væri luralega vaxinn og hann skyldi þess
vegna sjá til þess að hann yrði malaður mél-
inu smærra ef settur yrði upp og svo langt
gekk það að félag var stofnað með þvílíkum
óhappamönnum og höfðu í heitingum að
brjóta myndina ef hún yrði sett á almanna-
færi. Nú skyldi maður ætla að þá kæmi lög-
gæzla borgarinnar til skjalanna af svo átak-
anlegu tilefni og segði: Stop! Ætla mætti
að ástæða fyndist lögreglunni til að taka
málið til athugunar og láta þá menn sæta
ábyrgð og refsingu, hljóta múlktir og tugt-
hús sem hóta opinberlega að fremja skemmd-
arverk og spilla sameign borgaranna
Ef ég lýsti því yfir í Morgunblaðinu að ég
hefði hugsað mér að handleggsbrjóta mann
ef hann gengur Bankastræti en ekki tiltek-
inn fáfarinn stíg á leið í fyrirtæki sitt: ætli
væri ekki ástæða til að hafa gát á mér og
jafnvel biðja glöggan lækni að líta á mig.
En þegar ruddalega innrættir menn hóta að
eyðileggja listaverk fyrir bæjarfélaginu ef
það er geymt á stað sem samir og vinna and-
legum verðmætum grand sem við eigum öll
saman: þá gugnar bæjarstjórnin og búkkar
sig fyrir dólgunum og þorir ekki að hafa
hina veglegu gjöf til sýnis fyrir þá sem hún
er ætluð: okkur.
Þessi mynd var að lokum afhjúpuð dag-
inn áður en kaupmenn reistu sína mynd í
hjarta bæjarins. En þessari var 'fundinn stað-
ur í jaðrinum á garði sem listamaðurinn á
sjálfur í úthverfi þar sem fáir fara um nema
þeir eigi beinlínis og brýnt erindi þangað til að
sjá list. Það var kyrrlát athöfn og fáir við-
staddir og ekkert sungið af þjóðkvæðum
hvað þá ort ný af þjóðskáldum og þar var
engin bumba t:l að berja og ekki var þar
básúna.
En þó gerðust góð tíðindi og merk. Þann
dag var loksins stofnað til samtaka til að
sýna í verki viðurkenningu þeirrar stað-
reyndar að Ásmundur Sveinsson er okkar
öndvegishöfundur á sínu listsviði og nokkrir
megandi menn gerðu þá félag um fjárhags-
legan stuðning við þennan sríjalla síunga
listamann sem hefur barizt um langa ævi
fyrir fyllri og skírari sannleik í list sinni
í hörðu stríði við fátækt og skilningstregðu,
svívirðingar og úthrópanir og fásinnu í litlu
landi þar sem mönnum veitist stundum svo
ósköp erfitt að þekkja dalaskáldin og dúllara
leirburðarins frá þeim sem rísa í sannleik
upp í heiðríkjuna. En Ásmundur Sveinsson
hefur aldrei gefizt upp — hann mun aldrei
gefast upp.
Maestro Rostropovitsj í Reykjavík
Hverjir skyldu vera betri sendimenn fyrir
þjóð sína en listamenn sem fara um löndin
og sameina hjörtu áheyrenda sinna og hugi
ofar þjóðerni og takmörkum landabréfsins
og hagfræði hvaðan sem þeir koma og hverj-
um kjörum sem þeir sæta frá degi til dags
— og hefja upp yfir allt dægurþras og deilur
og öngþveiti sem ríkir í þjóðfélaginu okkar.
Rostropovitsj sellóleikari kom og við heyrð-
um hann og hann sigraði okkur öll. Hann
hóf hlustendur sína upp af sviði hins dag-
lega lífs og hreif okkur með sér og leiddi um
lönd sem okkur hefur kannski dreymt en
voru allt í einu orðin okkar. Og þegar við
komum aftur út á götu vissum við varla hvað
var upp og hvað niður og allt var ilmur og
músík.
Og ég er alveg hissa á okkar elskulega
Ragnari í Smára að vera að fetta fingur
út í sellókonsertinn eftir Dvorák.
Þökk sé Rostropovitsj og hans félögum að
koma til okkar og boða það bræðralag sem
lætur ekki við sitja að veita líkamlega og jarð-
20