Birtingur - 01.01.1955, Síða 31
JÓN ÓSKAR:
LEIT A Ð FEGURÐ
Þrjú Ijóð
Ég hef horft á börnin tala gegnum fingur mánans
þegar ég var á gangi
upp með blágresinu
í leit að fegurð einstigisins;
það var á nótt fengitímans;
og ég hef séð börnin væta brauð sitt í heiðríkju
tunglnæturinnar og sjá:
Þau drukku úr glösum haustsins
af áfergju þyrstra munna
þegar ég var á gangi upp með blágresinu;
og ég hef séð þau drekka líf sitt úr glösum haustsins
þegar ég var að leita um einstigi jarðarinnar
að fyrirheitum næturinnar
á nótt fengitímans;
og ég hef séð ber læri þeirra
sleppa undan fingrum mánans
til að koma saman eins og hvítar dúfur
sem núa saman hálsum;
þegar ég gekk upp með blágresinu
sem andaði lífsþorsta í nasir mér
svo að ég lagðist óður í grasið
á nótt fengitímans
þegar ég gekk um einstigi jarðarinnar
í leit að fegurð.
nútímaljóð eru sízt efnisminni en ljóð fyrri
tíma. Þegar menn gamla tímans kvarta yfir
efnisrýrð íslenzkra nútímaljóða, er það vegna
þess að þeir eru ekki að leita að ljóðlist, held-
ur hefðbundinni ræðu, sögu, lýsingu 1 bundnu
máli — eru enn að leita gamla tímans, ekki
þess nýja. Og þeir finna hann að vonum ekki
og munu aldrei finna hann á þessum slóðum.
f listum liggur engin leið til baka. Sá sem
ekki er barn síns tíma getur ekki skapað
lífvæna list — nema hann sé á undan samtíð
sinni. Yngsta skáldakynslóðin íslenzka á
heiðurinn af því að hafa skorið upp herör
gegn hefðbundna kvæðastaglinu sem gegndi
að vísu margþættu og þörfu hlutverki á allt
öðrum tíma við allt aðrar þjóðfélagsaðstæð-
ur, en var — líkt og rímnastaglið á öldinni
sem leið — komið vel á veg með að kæfa
ljóðið. Þau hafa leitt ljóðlistina, sem búið
var að hrekja á óæðra bekk, til öndvegis á
ný. Þess vegna er nú aftur bjart framundan
í íslenzkri ljóðlist.
27