Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 31
JÓN ÓSKAR: LEIT A Ð FEGURÐ Þrjú Ijóð Ég hef horft á börnin tala gegnum fingur mánans þegar ég var á gangi upp með blágresinu í leit að fegurð einstigisins; það var á nótt fengitímans; og ég hef séð börnin væta brauð sitt í heiðríkju tunglnæturinnar og sjá: Þau drukku úr glösum haustsins af áfergju þyrstra munna þegar ég var á gangi upp með blágresinu; og ég hef séð þau drekka líf sitt úr glösum haustsins þegar ég var að leita um einstigi jarðarinnar að fyrirheitum næturinnar á nótt fengitímans; og ég hef séð ber læri þeirra sleppa undan fingrum mánans til að koma saman eins og hvítar dúfur sem núa saman hálsum; þegar ég gekk upp með blágresinu sem andaði lífsþorsta í nasir mér svo að ég lagðist óður í grasið á nótt fengitímans þegar ég gekk um einstigi jarðarinnar í leit að fegurð. nútímaljóð eru sízt efnisminni en ljóð fyrri tíma. Þegar menn gamla tímans kvarta yfir efnisrýrð íslenzkra nútímaljóða, er það vegna þess að þeir eru ekki að leita að ljóðlist, held- ur hefðbundinni ræðu, sögu, lýsingu 1 bundnu máli — eru enn að leita gamla tímans, ekki þess nýja. Og þeir finna hann að vonum ekki og munu aldrei finna hann á þessum slóðum. f listum liggur engin leið til baka. Sá sem ekki er barn síns tíma getur ekki skapað lífvæna list — nema hann sé á undan samtíð sinni. Yngsta skáldakynslóðin íslenzka á heiðurinn af því að hafa skorið upp herör gegn hefðbundna kvæðastaglinu sem gegndi að vísu margþættu og þörfu hlutverki á allt öðrum tíma við allt aðrar þjóðfélagsaðstæð- ur, en var — líkt og rímnastaglið á öldinni sem leið — komið vel á veg með að kæfa ljóðið. Þau hafa leitt ljóðlistina, sem búið var að hrekja á óæðra bekk, til öndvegis á ný. Þess vegna er nú aftur bjart framundan í íslenzkri ljóðlist. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.