Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 32
DRAUMUR U M MANN O G K O N U Hvað getur þú gefið mér þú sem vilt ekki deyja eins og ég hvað get ég gefið þér sem vilt ekki fara og ég sem vil ekki fara og þú sem vilt ekki deyja: ég rétti þér einn vetur af lífi, rétti þér feiminn einn vetur fullan af lífi; þú réttir mér eitt sumar af lífi, réttir mér feimin eitt sumar fullt af lífi. U N D R I Ð Ég ók eftir veginum frá Keflavík til Reykja- víkur. Það var að haustlagi og áliðið nætur. Það var rökkur yfir veginum, rökkur yfir íslandi. Og þreytan hafði lagt þungan hramm sinn á axlir mér: ég gat ekki skilið að það mundi nokkurntíma birta. Þá var það sem undrið gerðist: björt ljós- rák þrengdi sér gegnum rökkurþykknið á austur- himni, stækkaði, breikkaði, lengdist og varð að dýrðarljóma. Og fjöllin stigu fram úr skugg- unum böðuð í þessum ljóma. Ég var risinn upp í sæti mínu með hramm þreytunnar á öxlun- um. Ég ætlaði ekki að trúa því, að morgunninn hélt áfram að Ijóma. Og síðan hef ég trúað á undrið. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.