Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 32

Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 32
DRAUMUR U M MANN O G K O N U Hvað getur þú gefið mér þú sem vilt ekki deyja eins og ég hvað get ég gefið þér sem vilt ekki fara og ég sem vil ekki fara og þú sem vilt ekki deyja: ég rétti þér einn vetur af lífi, rétti þér feiminn einn vetur fullan af lífi; þú réttir mér eitt sumar af lífi, réttir mér feimin eitt sumar fullt af lífi. U N D R I Ð Ég ók eftir veginum frá Keflavík til Reykja- víkur. Það var að haustlagi og áliðið nætur. Það var rökkur yfir veginum, rökkur yfir íslandi. Og þreytan hafði lagt þungan hramm sinn á axlir mér: ég gat ekki skilið að það mundi nokkurntíma birta. Þá var það sem undrið gerðist: björt ljós- rák þrengdi sér gegnum rökkurþykknið á austur- himni, stækkaði, breikkaði, lengdist og varð að dýrðarljóma. Og fjöllin stigu fram úr skugg- unum böðuð í þessum ljóma. Ég var risinn upp í sæti mínu með hramm þreytunnar á öxlun- um. Ég ætlaði ekki að trúa því, að morgunninn hélt áfram að Ijóma. Og síðan hef ég trúað á undrið. 28

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.