Birtingur - 01.01.1955, Side 33
ALBERT EINSTEIN:
TRÚAR3ÁTNING MÍN
Undursamleg er tilvera vor á þessari jörð. Sér-
hvert okkar kemur hingað sem gestur um stutta
stund, án þess að vita hvers vegna, og þó virðist
stundum eins og það sé í guðlegum tilgangi. Samt
sem áður er eitt atriði sem vér þekkjum frá sjónar-
miði daglegs lífs, og það er það að maður er hér
vegna annarra manna, einkum þeirra sem með
brosi sínu og vellíðan vekja og vernda gleði manns,
og einnig vegna hinna óteljandi sálna, sem for-
lögin binda mann við með böndum samúðarinnar.
Margsinnis daglega kemur það upp í hug mínum
hve mjög mitt ytra og innra líf byggist á erfiði
minna lifandi og látinna meðbræðra og hversu al-
varlega ég verð að leggja mig fram til þess að gefa
eins mikið og ég þigg. Mín hugarró verður oít
fyrir óþægilegum árásum af þeirri tilfinningu að
ég hafi tekið of mikið til láns af vinnu annarra.
Ég get ekki litið svo á að vér getum haft nokkurt
frelsi í heimspekilegum skilningi, vegna þess að
vér vinnum ekki aðeins fyrir ytri knýjandi ástæður
heldur einnig af innanaðkomandi nauðsyn. Orð
Schopenhauers þar sem hann segir: Maðurinn get-
ur vissulega gert það sem hann vill, — þau orð
hafa ávallt veitt mér huggun, þegar ég hef lent
í hrakningum lífsins eða séð aðra verða fyrir harð-
rétti þess. Þessi sannfæring getur af sér stöðugt
umburðarlyndi, því hún leyfir ekki að taka oss
sjálf né aðra of hátíðlega, hún stefnir í þá átt að
skapa kímniskenndan geðblæ.
Að brjóta heilann látlaust yfir orsök tilveru
sinnar eða tilgangi lífsins yfirleitt, virðist mér frá
hlutrænu sjónarmiði mjög barnalegt. Samt á hver
maður einhverjar sérstakar hugsjónir, er leiða og
stjórna löngun hans og skoðun. Þær hugsjónir sem
lýst hafa mér sífellt og fyllt líf mitt fögnuði, eru:
gæzkan, fegurðin og sannleikurinn. Það, að gera
þægindin og glaðværð að markmiði sínu hefur
aldrei fengið neinn fangstað á mér og siðgæðis-
reglur, reistar á slíkum grunni, myndu aðeins
nægja nautgripahjörð.
Líf mitt mundi hafa orðið óttalega tómlegt án
kenndarinnar um samvinnu við mér andlega skyld-
ar verur, í eftirsókn hins vinsamlega í listum og
vísindalegri rannsókn. Ætíð síðan ég var barn
hefi ég fyrirlitið hinar venjulegu hömlur sem svo
oft eru settar á mannlegan metnað.
Eignarráð, ytri heppni, oflátungsskapur og mun-
aður hefur alla tíð verið andstyggilegt í mínum
augum. Ég hygg að hinir óbrotnu og hæversku lífs-
hættir séu beztir fyrir sérhvern mann hvað líkama
og sál snertir.
Hinn ástríðuþrungni áhugi minn fyrir borgara-
legri réttvísi og borgaralegri ábyrgð hefur stöðugt
verið í kynlegri mótsögn við ómannblendni mína,
eða óvilja til að umgangast mikið menn og konur.
Ég er einækisskepna, ónothæf í samæki. Ég hefi
aldrei óskorað, heilhuga getað tilheyrt landi eða
þjóð eða vinahóp mínum, eða jafnvel minni eigin
fjölskyldu. Þessum vináttu- og tryggðaböndum
hefur ávallt verið samfara óljós fjarstaða og með
aldrinum hefur tilhneiging mín til einangrunar
farið vaxandi.
Þessi einangrun er stundum beiskju blandin, en
mig iðrar þess samt ekki, þó ég sé fráskilinn skiln-
ingi og samúð annarra manna. Ég veit vel, að slíkt
er mér nokkurt tjón, en bætur fyrir það öðlast
ég í því að vera óháður venjum, skoðunum og
fordómum annarra, að iosna með þeim hætti við
þá freisting, að láta minn sálarfrið hvíla á þeim
óhrjálega grundvelli. Hin stjórnarfarslega hug-
sjón mín er lýðræði. Sérhver maður ætti að vera
virtur sem einstaklingur, en enginn tignaður. Það
er kaldhæðni forlaganna að yfir mig skuli hafa
verið hellt svo mikilli, en óþarfri og óverðskuld-
aðri aðdáun og virðingu. En ef til vill er þessi fag-
urgali fjöldans sprottinn af hinni óuppfylltu ósk
fjöldans um það, að skilja hinar fáu hugmyndir,
sem ég hefi borið fram.
Mér er það vel ljóst, að til þess að ná einhverju
ákveðnu marki er það nauðsynlegt að einhver einn
annist hugsunarstarfið, skipi fyrir og beri að mestu
leyti alla ábyrgðina. En það á ekki að reka þá
sem verið er að leiða, þeir ættu ætíð að hafa leyíi
til að velja leiðtoga sína. í mínum augum er mann-
virðingar aðgreining þjóðfélagsflokkanna fölsk: í
sannasta skilningi er mátturinn meginstoð þeirra.
Og ég er þess fullviss að spilling fylgir sérhverju
einveldiskenndu ofbeldi, því ofbeldið dregur stöð-
ugt að sér lághneigðir og siðleysi. Tíminn hefur
sannað að nafnkenndir harðstjórar hafa komið sínu
fram með liðstyrk þorpara.
Fyrir þessa sök hef ég ætíð verið eindregið mót-
fallinn því stjórnarfyrirkomulagi sem á sér stað
29