Birtingur - 01.07.1955, Síða 3
HaUclór Kiljan Laxness á Hornströiulum. Ljósm.: Ósvaldur Knudsen.
Listamenn hylla Laxness
Það hlýtur að vekja fögnuð sérhvers íslendings,
sem numið hefvr hinn seiðmagnaða samhljóm
„hordúns og kvints" í verkum tónameistarans mikla
meðal skáldanna, Halldórs Kiljans Laxness, og
þótzt skynja þar Islands lag, að það skuli nú her-
ast út um víða veröld öðrum þjóðum til unaðar.
Hlutdeild Islands í samsöng þjóðanna lyftir því
á hcerra stig. Því er hróður skáldsins hamingja
okkar allra. Njóti hann heill þess heiðurs, sem
heimurinn hefir goldið honum.
Árni Kristjánsson, píanóleikari.
Halldór Kiljan Laxness lætur svo um mælt í
einni af fyrstu bókum sínum að skáldsögur valdi
svíma, því þær opni manni víðerni mannlífsins. En
hver hefur sýnt okkur víðar um þá furðuveröld
en Halldór sjálfur, hver gefið okkur dýrari gjafirP
Við getnm deilt um hinar mörgu og margslungnu
sögur hans, hver sé mest listaverk, hver hafi snort-
ið okkur dýpst á einn eða annan hátt, hverja okk-
ur þyki vænst um og vildum sízt vera án. Eg nefni
fyrst Sjálfstætt fólk, og svo — skrýtið kann ein-
hverjum að finnast — Atómstöðina. Og þó hef
ég víst ekki lesið neina af bókum skáldsins með
1